../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-187
Útg.dags.: 10/10/2023
Útgáfa: 8.0
2.02.40 Öndunarfæri - Pneumocystis jirovecii
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Pneumocystis jirovecii í öndunarfærasýnum
Samheiti: Pneumocystis leit, gulllitun, PCR (kjarnsýrumögnun)
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Grunur um lungnasýkingu af völdum sveppsins Pneumocystis jirovecii (P. carinii) hjá ónæmisbældum einstaklingum.
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Hrákasýni, berkjusog og berkjuskol eru rannsökuð með rauntíma PCR sem magnar upp gen sem skrá fyrir glýkóprótein (major surface glycoprotein = MSG) á yfirborði sveppsins. Genin finnast í mörgum eintökum í sveppafrumunni. Notað er próf frá BioGX sem hefur verið þróað fyrir BD MAX PCR tæki (2).
    Hide details for SýnatakaSýnataka
    Tímasetning sýnatöku
    Æskilegt er að taka sýni fyrir meðferð. P. jirovecii virðist þó hverfa hægt úr lungnavef eftir að sýklalyfjameðferð hefst, og getur fundist í berkjuskoli hjá > 60% alnæmissjúklinga eftir þriggja vikna meðferð.

    Hrákasýni
    Fylgt er leiðbeiningum um töku hrákasýna. Bestur árangur með framkölluðum hráka (“induced”), þar sem sýktir einstaklingar hafa venjulega þurran hósta. Venjuleg hrákasýni (ekki framkölluð) henta illa til rannsóknar. Hrákasýni (framkölluð) gefa betri árangur hjá HIV sýktum einstaklingum en öðrum sjúklingahópum.

    Berkjuskol og berkjusog
    Berkjuskol og berkjusog, 5 ml, eru tekin eins og fyrir almennar sýklarannsóknir.

    Örugg losun sýnatökuefna og áhalda
    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
    Fylgt er leiðbeiningum um Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna
    Flutningur við stofuhita innan klukkustundar annars geyma sýnið í kæli í allt að 72 klukkustundir.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Svar
    Prófið er keyrt einu sinni á dag á virkum dögum, venjulega kl. 10:00 og berst þá svar samdægurs. Ef sýni berst eftir þann tíma er það keyrt næsta virka dag. Ef talin er þörf á bráðarannsókn utan dagvinnutíma skal hafa samband við vakthafandi sérfræðilækni á Sýkla- og veirufræðideild.

    Túlkun
    Túlka þarf niðurstöður rannsóknar út frá áhættuþáttum og klínísku ástandi sjúklings, með eftirfarandi forsendur í huga.

    A. Sýnaflokkar. P. jirovecii hefur bólfestu í og sýkir lungnablöðrur, og því má búast við að þéttni sveppsins sé mest í berkjuskoli og minnst í sýnum frá efri öndunarvegum. PCR próf fyrir P. jiroveciisýna almennt hátt næmi og hafa einnig hátt sértæki fyrir sjálfum sveppnum, en greina ekki alltaf á milli sýkingar og bólfestu því að P. jirovecii getur fundist í lungum án þess að valda sjúkdómi. Talið er að:
    • Neikvæð rannsókn á góðu berkjuskoli útiloki sýkingu, en jákvæð rannsókn geti táknað bólfestu eða sýkingu (3,4)
    • Neikvæð rannsókn á hráka eða sýni frá efri öndunarvegum útiloki ekki sýkingu, en jákvæð rannsókn á þessum sýnum bendi til sýkingar (3)

    B. PCR niðurstöður versus smásjárskoðun og klínísk túlkun
    Ekki eru til alþjóðlega viðurkennd viðmið fyrir fjölda mögnunarhringja (quantification cycle = cycle threshold [Ct]) sem greina á milli sýkingar og bólfestu. Á Sýkla- og veirufræðideild er miðað við Ct 35, þ.e. ef mögnun á MSG genum greinist í 35 hringjum eða minna þá eru niðurstöður taldar jákvæðar. Skortur á viðurkenndum viðmiðum skýrist m.a. af neðangreindu.
    • Umtalsverð skörun á Ct tölum (sem endurspegla P. jirovecii magn í lungum) finnst á milli:
      • Berkjuskolsýna sem eru jákvæð í flúrljómun (smásjárskoðun) og þeirra sem eru neikvæð.
      • Berkjuskolsýna frá sjúklingum sem eru taldir hafa sýkingu (af meðferðaraðila) og þeirra sem eru taldir hafa bólfestu (7)
    • Nokkur mismunandi gen hafa verið notuð í PCR rannsóknum á P. jirovecii. Sum finnast í mörgum eintökum í sveppafrumunni en önnur í einu eintaki, og mögnun kemur venjulega fyrr fram (þ.e. lægri Ct tala) fyrir gen í mörgum eintökum. Ekki hefur náðst alþjóðleg samstaða um hvaða gen henta best til greiningar á P. jirovecii (7)
    Þegar vafi leikur á um klíníska túlkun á jákvæðri PCR niðurstöðu er æskilegt að hafa í huga að viðkomandi sjúklingar eru (3):
    • Í hættu á að þróa P. jirovecii sýkingu ef undirliggjandi áhættuþættir eru til staðar
    • Möguleg uppspretta smits til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sjúklinga

    Prófið hefur ekki verið fullgilt á Sýkla- og veirufræðideild.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Karen C. Carroll og Michael A. Pfaller. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D.C.
    2. BioGX Pneumocystis jirovecii Open System Reagents for BD MAX™ product insert fyrir pneumocystis 350-010-A-MAX PI Rev. 02-12.23.2016.pdfproduct insert fyrir pneumocystis 350-010-A-MAX PI Rev. 02-12.23.2016.pdf
    3. Alanio A et al. F1000Research 2017;6:739
    4. Alanio A et al. Curr Fungal Infect Rep. 2014 Dec; 8(4):322-30
    5. Dalpke EH et al. Development and Evaluation of a Real-Time PCR Assay for Detection of Pneumocystis jirovecii on the Fully Automated BD MAX Platform. J Clin Microbiol 2013;51:2337
    6. Chien et al. Evaluation of the automated Becton Dickinson MAX real-time PCR platform for detection of Pneumocystis jirovecii. Future Microbiol. 2017 Jan;12:29-37.
    7. Valero C et al. Front Microbiol. 2016 Sep 12;7:1413.

    Ritstjórn

    Brynhildur Ósk Pétursdóttir - brynhop
    Ólafía Svandís Grétarsdóttir
    Una Þóra Ágústsdóttir - unat
    Ingibjörg Hilmarsdóttir
    Hjördís Harðardóttir
    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ingibjörg Hilmarsdóttir

    Útgefandi

    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 04/14/2011 hefur verið lesið 14747 sinnum