../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rmein-104
Útg.dags.: 05/31/2024
Útgáfa: 1.0
2.02.02.01 Mænuvökvi
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Frumurannsókn - mænuvökvi

Markmið rannsóknar: Smásjárskoðun á frumum í mænuvökva og sjúkdómsgreining.

Pöntun: Beiðni um frumurannsókn / Rafræn beiðni
Sjá skjal 
Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna

Verð: Sjá Gjaldskrá

Ábendingar: grunur um illkynja frumur í miðtaugakerfi.

Mögulegar viðbótarrannsóknir: Cellblock fyrir mótefnalitanir, sérlitanir, sameindameinafræðilegar rannsóknir, frumuflæðisjá.
Hide details for SýnatakaSýnataka
Ílát og áhöld: Glas með þéttum tappa
Ílát merkt á viðeigandi hátt, sjá skjal Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna. 
Tilkynna þarf komu sýna, hvort sem er á dagvinnutíma eða utan.


Gerð og magn sýnis:
Mænuvökvi 1-2ml (2., 3. eða 4. glas).
Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
Merking, frágangur og sending sýna og beiðna
Sjá skjal Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna.

Geymsla ef bið verður á sendingu:
Sýni skal geyma í kæli ef sending tefst.

Flutningskröfur:
Sýni skal senda strax til meinafræðideildar. Ef töf verður á sendingu skal geyma sýni í kæli. Ávalt skal boða komu mænuvökva.
Hide details for SvartímiSvartími
Svartími er skilgreindur sem fjöldi virkra daga frá því að sýnið er móttekið á rannsóknastofunni og þar til staðfest svar er birt í Heilsugátt.

Svartími: 2 dagar
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Rannsóknarsvar er birt í Heilsugátt og sendar beiðandi lækni skriflega sé viðkomandi utan hennar.
Í sumum tilfellum er viðbótarsvar sent út eftir að rannsóknarsvar hefur verið gefið út.
Ekki er sent út afrit af svarið innan Landspítalans. Hægt er að óska eftir afriti hjá riturum meinafræðideildar í síma 543-8355
Rannsóknarsvar eru í þremur hlutum: lýsing, smásjárskoðun og frumugreining.

    Ritstjórn

    Ingibjörg Guðmundsdóttir - ingibgud
    Jurate Ásmundsson - juratea
    Helga Sigrún Gunnarsdóttir - helgashe

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Jón G Jónasson

    Útgefandi

    Helga Sigrún Gunnarsdóttir - helgashe

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 09/18/2015 hefur verið lesið 175 sinnum