../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-296
Útg.dags.: 03/07/2023
Útgáfa: 4.0
2.02.01.01 Tobramycin
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Tobramycin er amínóglýkósíð sýklalyf notað til að meðhöndla sýkingar orsakaðar af Pseudomonas aeruginosa, Proteus tegundum, E. coli, Klebsiella, Serratia, Citrobacter, Staphylococcus aureus, Enterobacer og fleiri sýklum. Fylgjast þarf með styrk tobramycin í sermi til að tryggja bestu mögulega virkni lyfsins og til að minnka líkur á aukaverkunum.
Helsu ábendingar: Að stilla inn og fylgja eftir meðferð með tobramycini.
Hide details for Sýnataka, pöntunarkóði, sending og geymslaSýnataka, pöntunarkóði, sending og geymsla
Undirbúningur sjúklings: Mældur er minnsti styrkur fyrir gjöf (lágstyrkur) og mesti styrkur eftir gjöf (hástyrkur).

Pöntunarkóði í Flexlab: TOBRAM

Gerð og magn sýnis:
Sermi, 0,5 ml, tekið í serum glas með rauðum tappa án gels (svört miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner

Geymsla: Sermi geymist 3 daga í kæli og í 1 mánuð í frysti við -20°C.

Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar í Fossvogi.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Lágstyrkur: 0,5-2 mg/L.
Hástyrkur: 6-10 mg/L

Ofangreind meðferðarmörk eru frá hvarfefnaframleiðanda.

(mg/L samsvarar ug/ml)

Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Truflandi efni: Amikacin og kanamycin kross bindast í þessari mæliaðferð. Ekki er hægt að fá áreiðanlegar niðurstöður á tobramycini ef sýnið inniheldur annað hvort amikacin og/eða kanamycin.

Túlkun:

Hækkun: Tobramycin er mjög stöðugt lyf og umbrotnar lítið sem ekkert í líkamanum heldur er skilið óbreytt út um nýru. Nýrnastarfsemi hefur því mikil áhrif á lyfjahvörf tobramycins sem þarf að hafa í huga við skömmtun lyfsins. Uppsöfnun lyfsins getur leitt til nýrnaskemmda og/eða heyrnarskerðingar.

Hide details for HeimildirHeimildir
Upplýsingableðill, TOBR2, Roche Diagnostics, 2021-07,V 11.0




Ritstjórn

Sigrún H Pétursdóttir
Ingunn Þorsteinsdóttir
Fjóla Margrét Óskarsdóttir
Guðmundur Sigþórsson

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ísleifur Ólafsson

Útgefandi

Ingunn Þorsteinsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 05/21/2019 hefur verið lesið 839 sinnum