../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-030
Útg.dags.: 06/06/2023
Útgáfa: 8.0
2.02.01.01 ASAT
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: ASAT (aspartate aminotransferase) er ensím, sem hvatar flutning amínóhópa og finnst í miklu magni í lifrar-, hjarta-, og vöðvafrumum, bæði í cytoplasma og mitokondríum. ALAT er meira sérhæft fyrir skemmd á lifrarfrumum, en ASAT.
Breytileiki: Mikil áreynsla getur valdið vægri hækkun á ASAT.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmdSýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner
Sýni er skilið niður innan einnar klukkustundar við 3000 rpm í 10 mínútur.
Geymist 6 daga í kæli og >1 mánuð fryst. Hemolysa veldur hækkun á ASAT.
Mælingin er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
< 6 mánaða, < 72 U/L; 6 mán. - 10 ára, < 52 U/L; Karlar, < 45 U/L; Konur, < 35 U/L
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Hækkuð gildi eru vísbending um vefjaskemmd með auknu gegndræpi frumuhimnu og/eða frumudauða. Hækkuð gildi sjást í ýmsum lifrarsjúkdómum. ALAT hækkar meira, en ASAT við flesta lifrarsjúkdóma, undantekning er einkum lifrarbólga orsökuð af alkóhóli. Vöðvasjúkdómar og sjúkdómar í hjartavöðva valda einnig hækkun á ASAT.
Hide details for HeimildirHeimildir
Viðmiðunarmörk sjá: http://nyenga.net/norip/index.htm
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012.

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Útgefandi

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 4974 sinnum