Rannsóknir - Heiti, ábendingar, frábendingar
Heiti rannsóknar: Segulómun Höfuð, heili, segulómun innra eyra/heyrnartaug.
Samheiti: MRI cerebrum, MRI brain.
Pöntun: Heilsugátt, Leiðbeiningar um pöntun myndgreiningarþjónustu.
Ábendingar: Blóðþurrð (infarct), parkison, MS, flogaveiki, æxli, meinvörp, fæðingargallar.
Frábendingar: Gangráður, ígrædd heyrnartæki, æðaklemmur, pumpur, raförvi (stimulator) og ýmis ígræddur málmur. VP-shunt þarf stundum að stilla.
Mögulegar frábendingar eru mikil innilokunarkennd eða yfirþyngd.
Ekki hefur verið sýnt fram á skaðleg áhrif segulómunar á fóstur. Rannsókn af ófrískum konum er aðeins framkvæmd þegar brýn nauðsyn þykir.
Athugið: Undantekningar eru á sumum frábendingum og þarf því oft að kanna framleiðanda og/eða aðgerðalýsingu fyrir hvert tilfelli íhluta.
Undirbúningur og framkvæmd
Undirbúningur:
- Enginn undirbúningur er fyrir þessa rannsókn
- Þeir sem eru með mikla innilokunarkennd geta fengið róandi lyf (Dormicum 7,5 mg) enláta þarf vita með sólahrings fyrirvara og mæta 60 mínútum fyrir rannsókn.
- Ekki má keyra í 24 klukkustundir eftir róandi lyf.
- Mikilvægt er að mæta 10 mínútum fyrir tímann til undirbúnings. Ef komið er eftir að rannsóknartími hefst gæti þurft að fresta rannsókn og gefa nýjan tíma.
- Bráðatilfelli geta komið upp á spítalanum sem geta valdið töfum á tíma.
- Gott er að skilja skartgripi eftir heima en í lagi er að vera með gullhringi.
- Velkomið er að hafa aðstandanda með sér.
Til að tryggja öryggi við rannsókn er farið yfir gátlista/spurningar áður en rannsókn hefst.
Fjarlægja þarf alla lausa málmhluti og klæðast sjúkrahússlopp til að koma í veg fyrir að málmhlutir á fötum trufli rannsóknina.
Greiðslukort og önnur skilríki með segulrönd geta eyðilagst ef þau koma inn í rannsóknarherbergið.
Verðmæti eru geymd í læstum skáp í búningsklefa.
Aðferð:
- Oft er gefið skuggaefni, Gadovist í rannsókninni og þarf þá að setja æðalegg sem oftast er settur í handlegg. Hægt er að gefa skuggaefni í lyfjabrunn.
- Liggja þarf á baki á rannsóknarbekk, hjálmur (loftnet) er settur yfir höfuð og bekkurinn færist inn í segulómtækið.
- Nauðsynlegt er að liggja kyrr á meðan rannsókn stendur.
- Heyrnartól eru sett yfir eyru vegna hávaða í tæki og hægt er að hlusta á útvarp eða geisladisk.
- Allir fá öryggishnapp til að geta gert vart við sig ef þeir finna fyrir óþægindum eða innilokunarkennd.
Tímalengd: 20 - 40 mínútur
Eftirmeðferð: Engin
Niðurstöður
Röntgenlæknir skoðar og metur rannsóknina. Niðurstaða er send til þess læknis sem óskaði eftir rannsókninni sem einnig getur skoðað niðurstöður í heilsugátt.
Starfsfólki öðrum en læknum og læknariturum er óheimilt að lesa svar í síma.
Svör eru eingöngu lesin fyrir lækna.