../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-036
Útg.dags.: 01/31/2023
Útgáfa: 7.0
2.02.01.01 Blæðingarskann á mænuvökva
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Mikilvægt er að greina innanskúmsblæðingar (subarachnoidal blæðingar) og koma sjúklingum í aðgerð til að fyrirbyggja endurblæðingar. Á fyrsta sólarhring eftir innanskúmsblæðingu greinir tölvusneiðmynd af höfði > 95% tilfella en þegar frá líður minnkar næmið og 5 dögum eftir blæðingu eru aðeins ~ 50% sjúklinga með jákvæða tölvusneiðmynd. Blæðingarskann, þ.e. greining á bilirúbíni í mænuvökva, er rannsókn sem hægt er að nota til að greina innanskúmsblæðingar hjá sjúklingum sem hafa neikvæða tölvusneiðmynd af höfði þrátt fyrir grun um innanskúmsblæðingu.
Helstu ábendingar:
Grunur um innanskúmsblæðingu þrátt fyrir neikvæða tölvusneiðmynd af höfði.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Undirbúningur sjúklings: Að minnsta kosti 12 klukkustundir þurfa að líða frá upphafi höfuðverks sem vekur grun um innanskúmsblæðingu þar til mænuvökvasýni er safnað fyrir blæðingarskann.

Gerð og magn sýnis:
Mænuvökvi, 0,5 ml er lágmark fyrir rannsóknina. Mælt er með að safna sýni í sér glas (glas 5) og senda beint á rannsóknarkjarna í Fossvogi. Annars er notast við sýni úr glasi 4 sem fyrst er sent á rannsóknarkjarna á Hringbraut í smásjárskoðun og lífefnamælingar áður en það er sent í Fossvog þar sem blæðingarskannið er framkvæmt. Í glasi 4 þurfa að vera u.þ.b. 2 ml af mænuvökva ef framkvæma á blæðingarskann á sýninu.

Sýni fyrir blæðingarskann skal verja fyrir ljósi (t.d. með því að vefja álpappír utan um glasið) til að koma í veg fyrir niðurbrot bilirúbins. Sýnið skal berast á rannsóknarstofuna án tafar. Sýnið má ekki senda með rörpósti. Sýnið á að skilja niður í 5 mínútur við 2000 rpm, innan einnar klukkustundar frá söfnun. Flot skal geyma við 4°C í myrkri þar til mælt.

Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.

Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Á eðlilegu blæðingaskanni er bílirúbín ekki greinanlegt.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Rauð blóðkorn sem berast í mænuvökvann við innanskúmsblæðingu rofna og losa oxyhemoglobin eftir u.þ.b. 2-4 klukkustundir. Fyrir tilstuðlan makrófaga í heilahimnum umbreytist oxyhemoglóbín síðan í bílirúbín. Bílirúbín myndast eingöngu in vivo en ekki in vitro (þ.e. blóð frá mænuholsástungunni sjálfri, sem getur mengað mænuvökvasýnið, umbreytist ekki í bílirúbín in vitro). Finnist bílirúbín í mænuvökva samræmist það því greiningu á innanskúmsblæðingu. Þar sem umbreytinging á oxyhemóglóbíni yfir í bílirúbín er tímaháð skal miða við að safna ekki mænuvökva fyrir blæðingaskann fyrr en a.m.k > 12 klst eftir tilkomu einkenna sem vekja grun um innanskúmsblæðingu. Sé sýnum safnað fyrir þann tíma er óvíst að oxyhaemoglobin hafi umbreyst yfir í bilirúbin í nægjanlegu magni til að það greinist á blæðingarskanninu. Svipað er með sýni sem safnað er meira en tveimur vikum eftir upphaf einkenna, þar er ekki hægt að útiloka blæðingu þrátt fyrir neikvætt blæðingarskann vegna þess að mænuvökvinn hreinsast smám saman af niðurbrotsefnum blæðingarinnar. Oxýhemóglóbín, sem einnig kemur fram á skanninu, getur myndast bæði in vivo og in vitro og greinir því ekki á milli innanskúmsblæðinga og blóðmengunar frá mænustungu (stungublæðinga).
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Revised national guidelines for analysis of cerebrospinal fluid for bilirubin in suspected subarachnoid haemorrhage. Cruickshank et al. Annals of Clinical Biochemistry 2008;45:238-244.
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth edition. Elsevier, 2017.
    Sjálsfprottin innanskúmsblæðing - yfirlitsgrein. Ólafur Á Sveinsson, Ingvar H. Ólafsson, Ólafur Kjartansson, Einar M. Valdimarsson. Læknablaðið 2011/97; 355-362.

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Guðmundur Sigþórsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Sigrún H Pétursdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 2599 sinnum