../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-029
Útg.dags.: 07/25/2023
Útgáfa: 6.0
2.02.01.01 Alfa-1- antitrypsín
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Alfa-1-antitrypsín er glýkóprótein, myndað í lifur og er stærsti hluti þeirra próteina, sem mynda a-1 toppinn við rafdrátt. Stöðvar virkni elastasa og annarra proteolýtískra ensíma.
Helstu ábendingar: Grunur um arfgengan skort á antitrypsini.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja). Litakóði samkvæmt Greiner Vacuette.
Sýni er skilið niður innan einnar klukkustundar við 3000 rpm í 10 mínútur.

Geymist í 7 daga í kæli og 3 mánuði fryst við -20°C
Sýni geymist í viku í kæli og 8 mánuði við -20°C
Mæling gerð alla daga á Rannsóknarkjarna Hringbraut.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Viðmiðunarmörk: 0,97-1,68 g/L.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Hækkuð gildi: Hækkuð gildi sjást við bráðar og langvinnar bólgubreytingar og niðurbrot í vef, er bráða fasa prótein. Aukinn styrkur í sermi sést við notkun getnaðarvarnarpillu og við meðgöngu (áhríf östrógens)
    Lækkuð gildi: Til er arfgengur skortur á antitrypsini og því fylgir oft skorpulifur á unga aldri og/eða lungnaþemba. Lækkar einnig við próteintap um nýru eða meltingaveg.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Upplýsingableðill alfa1-Antitrypsin, 2017-01, V 18.0, Roche Diagnostics, 2017
    Laurells klinisk kemi i praktisk medicin, 9th edition. Studentlitteratur, 2012
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders. 2012

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Sigrún H Pétursdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 1978 sinnum