../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-047
Útg.dags.: 04/24/2024
Útgáfa: 4.0
2.02.01.01 Kalprótektín í saur
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Kalprótektín (e. calprotectin) er prótein sem finnst í umfrymi ákveðinna gerða hvítra blóðkorna (neutrophils). Við bólgu í meltingarvegi safnast hvít blóðkorn á bólgusvæði og kalprótektín losnar frá þeim og inn í meltingarveginn. Kalprótektín er stöðugt prótein og skilst út í saur án þess að vera brotið niður af þarmabakteríum. Mæling á styrk kalprótektíns í saur má því nota sem mælikvarða á bólguvirkni í meltingarvegi.

Helstu ábengingar:
  1. Til að greina á milli starfrænna og vefrænna sjúkdóma í meltingarvegi (IBS vs. IBD screening).
  2. Meðferðareftirlit og eftirfylgni sjúklinga með þarmabólgusjúkdóma (IBD monitoring).
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
  1. Chemiluminescent immunoassay (CLIA) á Diasorin Liaison XS tæki (frá 12. mars 2024).
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Undirbúningur sjúklings: Saursýni má safna hvernær dags sem er og enginn sérstakur undirbúningur er nauðsynlegur.

Gerð og magn sýnis: Saur, 1 - 5 g ( ~ ein teskeið). Kalprótektín í saursýnum er stöðugt og óþarfi er að kæla sýni ef það berst á rannsóknarstofuna innan fjögurra daga frá söfnun. Sýni geymist í kæli í 7 daga.

Mælingin er að jafnaði gerð tvisvar sinnum í viku á rannsóknarkjarna Fossvogi.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
< 50 mg/kg.

Hærri gildi mælast oft hjá yngri börnum, sérstaklega börnum á fyrsta aldursári, en gildin fara síðan lækkandi og eftir 4 ára aldur eru viðmiðunarmörkin þau sömu og hjá fullorðnum.
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Truflandi efni: Saursýni sem eru mikið blóðmenguð eru óhæf fyrir rannsóknina.

Túlkun
1) Greining á milli starfrænna og vefrænna sjúkdóma í meltingarvegi (IBS vs. IBD screening).
Á grundvelli einkenna getur oft reynst erfitt að greina á milli starfrænna sjúkdóma í meltingarvegi (t.d. ristilkrampa, (e. irritable bowel syndrome, IBS)) og vefrænna sjúkdóma eins og þarmabólgusjúkdóma (e. inflammatory bowel disease, (IBD)) þ.e sáraristilbógu (e. ulcerative colits) og svæðisgarnabólgu (e. Crohn’s disease). Styrkur kalprótektíns í saur greinir hinsvegar yfirleitt á milli.
Eðlilegur styrkur kalprótektíns í saur nánast útilokar virkan þarmabólgusjúkdóm. Kalprótektín á bilinu 50-120 mg/kg telst vera á gráu svæði og mælt er með að endurtaka mælinguna eftir 4-6 vikur. Ef styrkur kalprótektíns er > 120 mg/kg er um klára hækkun að ræða. Það staðfestir þó ekki greiningu þarmabólgusjúkdóms þar sem aðrir sjúkdómar í meltingarvegi geta valdið hækkun og frekari uppvinnslu er þörf. Mæling á kalprótektíni í saur hjálpar til við að velja út þá sjúklinga sem þarf að rannsaka frekar, t.d. með ristilspeglun og/eða myndgreiningarrannsóknum.
2) Meðferðareftirlit og eftirfylgni sjúklinga með þarmabólgusjúkdóma (IBD monitoring).
Þarmabólgusjúkdómar eru krónískir bólgusjúkdómar í neðri hluta meltingarvegs. Klínískur gangur þarmabólgusjúkdóma einkennist oft af tímabilum virks sjúkdóms með sjúkdómshléum á milli.
Gott samband er á milli magns kalprótektíns í saur og virkni þarmabólgusjúkdóms og mælingin gagnast því við eftirfylgni þessara sjúklinga, sérstaklega til að greina byrjandi bakslag eftir sjúkdómshlé og eins til að stilla inn og stýra meðferð.
3) Við illkynja æxli í meltingarvegi (t.d. ristilkrabbamein) getur sést hækkun á kalprótektín. Mælingin er hinsvegar hvorki nógu næm né sérhæfð til að mælt hafi verið með henni til að skimunar.
4) Gigtarlyf (e. NSAIDs) geta valdið bólgu í neðri hluta meltingarvegs (NSAID-enteropathy) og þar með hækkun á kalprótektíni.
5) Við bráðar sýkingar í meltingarvegi hækkar kalprótektín.
Hide details for HeimildirHeimildir
Liaison Calprotectin ref 318960, upplýsingableðill með hvarfefnum, Diasorin 2021-03.
Faecal calprotectin diagnostic tests for inflammatory diseases of the bowel, NICE Diagnostic
Guidance, published: 2 October 2013.

Clinical Biochemistry of the Gastrointestinal Tract, Ingvar Bjarnason and Roy Sherwood, Chapter 12 in Clinical Biochemistry - Metabolic and Clinical Aspects, William J. Marshall, Martha Lapsley, Andrew P. Day, Ruth M. Ayling, Churchill Livingstone Elsevier, 2014.
Clinical utility and diagnostic accuracy of faecal calprotectin in IBD at first presentation to gasteroenterology services in adults aged 16-50 years. Kennedy et al. Journal of Crohn´s and Colitis, 9(1):41-9,2015.

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Guðmundur Sigþórsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Sigrún H Pétursdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 10/10/2017 hefur verið lesið 3229 sinnum