Við mat á sjúklingum með ofnæmissjúkdóma getur verið gagnlegt að mæla ofnæmismótefni (IgE) í blóði. Mælt er heildarmagn IgE í blóði, en einnig IgE magn gegn einstökum ofnæmisvökum (ofnæmisvöldum), oft nefnt sértækt IgE.
Styrkur IgE í sermi er yfirleitt lágur borið saman við magn annarra mótefnaflokka (< 0,001% af heildarmagni immunoglobulina er IgE) en styrkurinn eykst þó við typu I ofnæmi (atopiska sjúkdóma, þ.e. frjókornaofnæmi, asthma, atopic exem og urticaria) og sýkingar af völdum sníkla (parasíta). IgE getur einnig hækkað við IgE myeloma, acute graft versus host reaction, mononucleosis, sarcoidosis, coccidioidomycosis, HIV sýkingar, pulmonary hemosiderosis og RA. Sjúklingar með hyper–IgE syndrome fá gjarnan exem og síendurteknar bakteríusýkingar í formi abcessa (í húð, lungu, eyru, ennisholur og augu). Eosinophilia er áberandi hjá þessum sjúklingum og IgE magn í sermi fer oft yfir 5000 kU/l. IgE fer ekki yfir fylgju og ræsir ekki komplimentkerfið. Tími sýnatöku, miðað við einkenni, skiptir miklu máli fyrir túlkun á niðurstöðu (T1/2 = 2 dagar).
Hægt er að mæla sérstaklega það IgE sem beinist gegn ákveðnum ofnæmisvöldum (oft nefnt CAP/FEIA eða RAST). Ýmist er þá mælt IgE magn gegn einum ákveðnum ofnæmisvaldi, t.d. þorski, birki eða ketti, eða gegn hópi ofnæmisvalda (flokkar), t.d. nokkrum fæðutegundum, nokkrum dýrategundum eða myglusveppum. Einnig er hægt að mæla IgE sem beinist að ákveðnum próteinum innan hvers ofnæmisvaka t.d. Ara h próteinum í jarðhnetum sem geta haft forspárgildi fyrir alvarleika næmingar / ofnæmis og geta skipt máli fyrir ákvörðun um þolpróf.
Heildarmagn IgE
Heiti rannsóknar: IgE
Pöntun: Beiðni um ónæmis- og ofnæmispróf eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
Ábending: IgE finnst venjulega í litlum styrk í sermi (< 0,001% af heildarmagni immunoglobulina) en eykst þó við typu I ofnæmi (atopiska sjúkdóma, þ.e. frjókornaofnæmi, asthma, atopic exem og urticaria) og sýkingar af völdum sníkla (parasíta). IgE getur einnig hækkað í hyper-IgE syndrome, við IgE myeloma, acute graft versus host reaction, mononucleosis, sarcoidosis, coccidioidomycosis, HIV sýkingar, pulmonary hemosiderosis og RA. Sjúklingar með hyper–IgE syndrome fá gjarnan exem og síendurteknar bakteríusýkingar í formi abcessa (í húð, lungu, eyru, ennisholur og augu). Eosinophilia er áberandi hjá þessum sjúklingum og IgE magn í sermi fer oft yfir 5000 kU/l. IgE fer ekki yfir fylgju og ræsir ekki komplimentkerfið. Tími sýnatöku, miðað við einkenni, skiptir miklu máli fyrir túlkun á niðurstöðu (T1/2 = 2 dagar).
Aðferð: Flúrskinsmæling (FEIA) gerð á ImmunoCAP 250 tæki frá Phadia/Thermo Fisher.
Niðurstöður: Skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS og rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar í Heilsugátt í gegnum Cyberlab kerfið.
Aldursstöðluð viðmiðunargildi:
Börn:
25 vikna <7 kU/l
38 vikna <13 kU/l
52 vikna <17 kU/l
2 ára <23 kU/l
3 ára <40 kU/l
4 ára <56 kU/l
5 ára <70 kU/l
6 ára <84 kU/l
7 ára <98 kU/l
8 ára <110 kU/l
9 ára <124 kU/l
10 ára <136 kU/l
Fullorðnir <148 kU/l
Svartími: Mælingar eru gerðar 2 sinnum í viku.
Sértæk IgE mótefni (CAP/RAST – FEIA)
Heiti rannsóknar: Sértækt IgE
Pöntun: Beiðni um ónæmis- og ofnæmispróf eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
Ábending: CAP prófið er notað til að greina og meta einstaklinga með bráðaofnæmi (typa I), ofnæmisasthma og ofnæmis/barnaexem (atopic dermatitis). Prófið er gagnlegt til að greina næmingu og ef staðfesta þarf niðurstöðu húðprófs en einkum hjá sjúklingum sem af einhverjum ástæðum þola ekki húðpróf, eru með dermatographismus, útbreidd húðútbrot eða hafa neikvætt húðpróf þrátt fyrir dæmigerða sögu. Ýmis lyf geta brenglað niðurstöður húðprófa en hafa ekki áhrif á CAP próf. Til dæmis H1 og H2 antagonistar (antihistamin), þríhringa geðdeyfðarlyf, theophylline og dopamin.
Mögulegar viðbótarrannsóknir: Ef sýni gefur jákvætt svar gegn blöndu (flokki) ofnæmisvalda getur verið gagnlegt eða nauðsynlegt að mæla sérstaklega gegn hvaða þætti/þáttum blöndunnar svarið beinist. Einnig er hægt að mæla IgE sem beinist að ákveðnum próteinum innan hvers ofnæmisvaka t.d. Ara h próteinum í jarðhnetum sem geta haft forspárgildi fyrir alvarleika næmingar / ofnæmis og geta skipt máli fyrir ákvörðun um þolpróf.
Aðferð: Flúrskinsmæling (FEIA) gerð á ImmunoCAP 250 tæki frá Phadia/Thermo Fisher.
Niðurstöður: eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS og rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar í Heilsugátt í gegnum Cyberlab kerfið.
Viðmiðunargildi: <0,35 kUA/l. Svör eru gefin út á bilinu <0,10 - >100 kUA/l.
Á pappír eru svör einnig gefin út á skalanum 0 til 6. (0= engin svörun ; 1= væg svörun ; upp í 6= mjög sterk svörun)
Svörun IgE mótefnastyrkur
0 <0,35 kUA/l
1 0,35–0,7 kUA/l
2 0,7–3,5 kUA/l
3 3,5–17,5 kUA/l
4 17,5–50 kUA/l
5 50–100 kUA/l
6 >100 kUA/l
Svartími: Mælingar eru gerðar 3 sinnum í viku.
IgE mótefni gegn ofnæmisvakablöndum
Boðið er upp á eftirfarandi ofnæmisvakablöndur (flokka):
Phadiatop® (ofnæmisvakar í lofti)
(g6 Timothy, t3 Birki, e1 Köttur, e3 Hestur, e5 Hundur, d1 D.pteron, d2 D.farinae, m2 Cladosp.herbarum, t9 Ólífutré, w6 Mugwort, w19 Wall pellitory)
Phadiatop® Infant (0-4 ára) (ofnæmisvakar í lofti og fæðu)
(g6 Timothy, t3 Birki, e1 Köttur, e5 Hundur, d1 D.pteron, w1 Ragweed, w21 Wall pellitory, f1 Egg, f2 Mjólk, f13 Jarðhnetur, f24 Rækja)
Grasflokkur gx1
(g3 Cocksfoot, g4 Meadow fescue, g5 Rye-grass, g6 Timothy grass, g8 Meadow grass, Kentucky blue)
Timothy grass (g6) - undirprótein
- Timothy -PhI p 1 (g205)
- Timothy -PhI p 5b (g215)
Dýraflokkur ex1
(e1 Köttur, e3 Hestur, e4 Kýr, e5 Hundur)
Mygluflokkur mx1
(m1 Penicillium notatum, m2 Cladosporium herbarum, m3 Aspergillus fumigatus, m6 Alternaria alternata)
Ryk/rykmaurar hx2
(h2 Húsaryk, d1 Dermatophagoides pteronyssinus, d2 Dermatophagoides farinae)
Fiskflokkur fx2
(f3 Þorskur, f24 Rækja, f37 Kræklingur, f40 Túnfiskur, f41 Lax)
Kornflokkur fx3
(f4 Hveiti, f7 Hafrar, f8 Maís, f10 Sesamfræ, f11 Bókhveiti)
Barnamatur fx5
(f1 Egg, f2 Mjólk, f3 Þorskur, f4 Hveiti, f13 Jarðhnetur, f14 Sojabaunir)
Ef sýni gefur jákvætt svar gegn blöndu (flokki) getur verið gagnlegt eða nauðsynlegt að mæla sérstaklega gegn hvaða þætti/þáttum blöndunnar svarið beinist.
Auk ofangreindra ofnæmisvaka er hægt að panta mælingar á fjölda annarra ofnæmisvaka sem mældir eru erlendis.
IgE mótefni gegn einstökum ofnæmisvökum - Fæða og Latex
Auk prófa sem innihalda marga ofnæmisvaka (blöndur) er boðið upp á mælingar á IgE mótefnum gegn fjölda einstakra ofnæmisvaka.
Ávextir
Appelsínur (f33)
Banani (f92)
Epli (f49)
Jarðarber (f44)
Kiwi (f84)
Baunir og grænmeti
Grænar baunir (ertur) (f12)
Gulrætur (31)
Kakó (f93)
Kartöflur (f35)
Laukur (f48)
Paprika (f212)
Sojabaunir (f14)
Tómatur (f25)
Egg / mjólk / ölger
Egg (f1)
- Eggjaprótein, ovomucoid -Gal d 1 (f233)
- Eggjaprótein, ovalbumin -Gal d 2 (f232)
Mjólk (f2)
Mygluostur (f82)
Ostur (f81)
Ölger (f49)
Fiskur
Humar (f80)
Hörpudiskur (f338)
Kræklingur (f37)
Lax (f41)
Rækja (f24)
Túnfiskur (f40)
Þorskur (f3)
Hnetur og möndlur
Furuhnetur (f253)
Heslihnetur (f17)
- Heslihnetuprótein -Cor a 9 (f440)
- Heslihnetuprótein -Cor a 14 (f439)
Jarðhnetur (f13)
- Jarðhnetuprótein -Ara h 1 (f422)
- Jarðhnetuprótein -Ara h 2 (f423)
- Jarðhnetuprótein -Ara h 3 (f424)
- Jarðhnetuprótein -Ara h 6 (f447) - gert ef Ara h1-2-3 er neikvætt
Kasjúhnetur (f202)
- Kasjúhnetuprótein -Ana o 3 (f443)
Kókoshnetur (f36)
Möndlur (f20)
Pecan hnetur (f201)
Pistasíuhnetur (f203)
Valhnetur (f256)
Kjöt
Hænsnakjöt (f83)
Kindakjöt (f88)
Nautakjöt (f27)
Svínakjöt (f26)
Korn
Bókhveiti (f11)
Hafrar (f7)
Hveiti (f4)
Maís (f8)
Rúgur (f5)
Sesamfræ (f10)
Annað
Auk ofangreindra ofnæmisvaka er hægt að panta mælingar á fjölda annarra ofnæmisvaka sem mældir eru erlendis.
IgE mótefni gegn einstökum ofnæmisvökum - Loftbornir
Auk prófa sem innihalda marga ofnæmisvaka (blöndur) er boðið upp á mælingar á IgE mótefnum gegn fjölda einstakra ofnæmisvaka.
Tré
Dýr
Hamstur (epithel) (e84)
Hestur (e3)
Hundur (e5)
Kind (epithel/ull) (e81)
Kýr (e4)
Köttur (e1)
Mús (epithel, þvag, serum) (e88)
Páfagaukur (fiður) (e78)
Páfagaukur (skítur) (e77)
Mygla
Alternaria alternata (m6) - sent út
Aspergillus fumigatus (m3)
Candida albicans (m5)
Cladosporium herbarum (m2) - sent út
Mucor racemosus (m4)
Penicillium notatum (m1) - sent út
Ryk/rykmaurar
Dermatophagoides farinae (d2)
Dermatophagoides pteronyssinus (d1)
Húsaryk (h2)
Heymaurar
Acarus siro (d70)
Glycophagus domesticus (d73)
Lepidoglyphus destructor (d71)
Thyrophagus putrescentiae (d72)
Auk ofangreindra ofnæmisvaka er hægt að panta mælingar á fjölda annarra ofnæmisvaka sem mældir eru erlendis.
IgE mótefni gegn einstökum ofnæmisvökum - Sýklalyf
Auk prófa sem innihalda marga ofnæmisvaka (blöndur) er boðið upp á mælingar á IgE mótefnum gegn fjölda einstakra ofnæmisvaka.
Sýklayf
Ampicillin (c5)
Amoxicillin (c6)
Penicillin G (c1)
Penicillin V (c2)
Pc minor determinants (Rc225)
Möguleiki er á að senda sermi til Danmerkur til mælinga á IgE gegn Cefalosporin lyfjum, Streptomycin, Vancomycin, Sulfa og Trimetoprim auk fleiri lyfja.
Um 11% af penicillinofnæmi orsakast af niðurbrotsefnum penicillins (Minor Determinants) en ofnæmisviðbrögð af þeirra völdum eru oft alvarlegri en af Major Determinants (Penicilloyl G og V). Neikvæðri mælingu ætti því að fylgja eftir með mælingu á Minor Determinants. Séu liðnir meira en 6 mánuðir frá ofnæmisviðbragði getur blóðpróf ekki útilokað ofnæmi og verða húðpróf þá að koma í staðinn.
Sýnameðhöndlun
Sýni - Serum (0,5 ml)
Athugið að senda þarf meira en 0,5 ml af sermi ef gera á mælingar fyrir mörgum ofnæmisvöldum
Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels
Sýnið skilið strax eftir storknun en ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst. við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið.
Gæta skal þess að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.
Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
Örugg losun sýnatökuefna og áhalda
Sending og geymsla:
Merking, frágangur og sending sýna og beiðna
Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-20°C) og senda síðar.
Tryptasi
Heiti rannsóknar: Tryptasi
Pöntun: Beiðni um ónæmis- og ofnæmispróf eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
Ábending:
Mæling á tryptasa í blóði getur verið gagnleg við greiningu ofnæmislosts / bráðaofnæmis (anaphylaxis) og mastocytosis. Við bráðaofnæmissvar ræsast mastfrumur og basophilar þegar IgE á yfirborði þessara fruma krosstengjast. Við það losna ýmis efni úr frumunum, og er tryptasi eitt þeirra. Tryptasi finnst nær eingöngu í mastfrumum og í litlu magni einnig í basophilum. Mæling tryptasa er því sérstakleg hjálpleg þegar vafi leikur á hvort mastfrumuræsing hafur átt sér stað.
Sé um mikla ræsingu að ræða, einkum með ofsakláða, ofsabjúg og blóðþrýstingsfalli, losnar mikið af þessum efnum.
Magn tryptasa byrjar að hækka um 15 mínútum eftir að kast hefst og nær hámarki eftir 1-2 klukkustundir. Tryptasi helst hækkaður í 4-6 klukkustundir. Mælt er með því að sýni sé tekið innan tveggja tíma frá því að kast hefst ef þess er nokkur kostur.
Mælt er með að tryptasagildum sé fylgt eftir með annarri mælingu þegar ofnæmisviðbragðið er örugglega gengið yfir, til dæmis eftir 1–2 sólarhringa. Þessi seinni mæling getur verið mikilvæg til að greina jákvætt próf frá krónískt háum tryptasagildum sem ekki tengjast bráðaofnæmi. Einnig getur grunngildið legið mjög lágt og verið enn innan viðmiðunargildis þótt það margfaldist vegna ofnæmisviðbragða.
Mastfrumuræsing er staðfest ef breytingin á Tryptasa yfir grunngildi einstaklingsins er ≥ 20% + 2 µg/l.
Formúla: Δ- tryptase ≥ 20% af grunngildi einstaklingsins + 2 µg/l.
Hjá ungbörnum er eðlilegt gildi á Tryptasa lægra en hjá eldri börnum og fullorðnum. Hjá börnum undir 3 mánaða sem ekki eru með ofnæmi liggur viðmiðunargildið um 6.1 + 3.5 en hjá börnum á sama aldri með ofnnæmi er viðmiðunargildi um 14.3 + 10.2 µg/l. Gildið lækkar smám saman á fyrsta árinu og um 9-10 mánaða aldur er það komið í 3,9 + 1.8 µg/l.
Aðferð: Flúrskinsmæling (FEIA) gerð á ImmunoCAP 250 tæki frá Phadia/Thermo Fisher.
Niðurstöður: eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS og rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar í Heilsugátt í gegnum Cyberlab kerfið.
Viðmiðunargildi: Eðlileg gildi fyrir tryptasa í blóði eru <12 µg/l.
Heimild:http://www.phadia.com/en-GB/5/Products/ImmunoCAP-Assays/ImmunoCAP-Tryptase/
Svartími: Mælingar eru gerðar 1 sinni í viku.
Sýnameðhöndlun
Sýni - Serum (0,5 ml) (einnig má nota EDTA plasma).
Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels
Sýnið skilið strax eftir storknun en ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst. við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið.
Gæta skal þess að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.
Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
Örugg losun sýnatökuefna og áhalda
Sending og geymsla:
Merking, frágangur og sending sýna og beiðna
Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-20°C) og senda síðar.
Heimildir
Metcalfe DD. Regulation of normal and neoplastic human mast cell development in mastocytosis . Transactions of the American Clinical and Climatilogical Association. 2005; 116:1285-203.
Simons FE, Ardusso LR, Dimov V et.al . World Allergy Organization Anaphylaxis Guidelines: 2013 update of the evidence base. Int Arch Allergy Immunol . 2013;162(3):193-204.
Fellipróf
Heiti rannsóknar: Fellipróf (IgG mótefni)
Pöntun: Beiðni um ónæmis- og ofnæmispróf eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
Ábending: Fellipróf eru notuð til greiningar á fléttuofnæmi í loftvegum af völdum IgG mótefna. Sem dæmi má nefna sjúkdóm eins og farmer’s lung, þar sem actinomycetes (Micropolyspora faeni) í heyi veldur granulomatous interstitial lungnasjúkdómi (extrinsic allergic alveolitis). Hjá næmum einstaklingi koma einkenni (hiti, hósti, mæði, slappleiki) gjarnan fram 6 - 8 klst eftir að viðkomandi var útsettur fyrir mygluðu heyi og hverfa gjarnan 24 - 48 klst eftir að útsetningu lýkur. Einkenni hverfa venjulega á 1 - 2 sólahringum eftir að útsetningu lýkur. Einnig fylgir oft hypergammaglobulinemia.
Prófað er fyrir eftirfarandi mótefnavökum:
Micropolyspora faeni
Candida albicans og Candida parapsilosis
Aspergillus fumigatus
Páfagaukum
Dúfum
Hænsnum
Auk ofangreindra ofnæmisvaka er hægt að panta mælingar á öðrum ofnæmisvökum sem mældir eru erlendis.
Aðferð: Andstreymisrafdráttur (Countercurrent immunoelectrophoresis).
Niðurstöður eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS og rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar í Heilsugátt í gegnum Cyberlab kerfið.
Viðmiðunargildi: Eðlilegt próf er neikvætt.
Svartími: Mælingar eru gerðar 2 sinnum í mánuði.