../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Resd-020
Útg.dags.: 12/22/2016
Útgáfa: 1.0
2.02.04.08 Cystic Fibrosis, CFTR: c.1654_1656 (p.delF508 ), c.1784G>A (p.G551D), c.1078delT (p.F316fs) og c.3909C>G (p.N1303K).
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Cystic Fibrosis, CFTR:p.del508, p.G551D, p.N1303K, c.1078delT Annað heiti rannsóknar: Slímseigjusjúkdómur
Markmið rannsóknar: Leit að stökkbreytingunum CFTRp.delF508 (c.1654_1656del), CFTRc.1078delT (c.1654_1656del), CFTRp.G551D (c.1784G>A) og CFTRp.N1303K (c.4041C>G) sem hafa fundist hjá Íslendingum með klassískan slímseigjusjúkdóm.
Aðferð: DNA einangrað, PCR og skerðiensímhvörf.
Eining ESD: Sameindaerfðarannsóknir
Ábendingar: Einkenni sem vekja grun um cystic fibrosis. Arfberarannsókn fyrir cystic fibrosis.
Pöntun: Beiðni - Erfðarannsóknir (DNA rannsóknir)
Verð: Gjaldskrá
Hide details for Undirbúningur sjúklings og sýniUndirbúningur sjúklings og sýni
Upplýst samþykki: Einstaklingur skal vera upplýstur um þýðingu erfðafræðirannsókna og mögulegar niðurstöður. Einstaklingur þarf ekki að vera fastandi.
Upplýsingar um skriflegt samþykki og eyðublað er að finna hér.
Tegund sýnaglas: EDTA blóð - fjólublár tappi.
Magn sýnis: 4-10 ml
Merking, frágangur og sending sýna og beiðna
Geymsla og flutningur: Sýni er stöðugt án kælingar í 5 daga.
Hide details for SvartímiSvartími
4 vikur eða eftir samkomulagi.
    Hide details for Niðurstaða og túlkunNiðurstaða og túlkun
    Gefið er upp hvort einstaklingur er arfhreinn eða arfblendinn fyrir stökkbreytingarnar p.delF508 (c.1654_1656del), c.1078delT (c.1654_1656del), p.G551D (c.1784G>A) og p.N1303K (c.4041C>G) í CFTR eða ekki, ásamt arfgerð. Einstaklingar sem eru arfhreinir eða tvíarfblendnir fyrir stökkbreytingarnar CFTR:p.delF508, c.1078delT, p.G551D og p.N1303K eru með arfgerðir sem tengjast slímseigjusjúkdómi.
    Niðurstöður eru birtar í Heilsugátt og sendar beiðandi lækni skriflega sé viðkomandi ekki með aðgang að henni.

    Ritstjórn

    Hildur Júlíusdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Jón Jóhannes Jónsson

    Útgefandi

    Hildur Júlíusdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/13/2017 hefur verið lesið 67 sinnum