Almennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Prostata sértækt antigen (PSA) er prótein með sameindarþunga um 34 kD og er próteinkljúfandi ensým af flokki kallikrein-líkra serín próteinasa. Hlutverk þess er að kljúfa eða brjóta upp sega (coagel), sem myndast í sæðisvökva. Próteinið er nær eingöngu myndað í blöðruhálskirtilsfrumum og kirtilþekju, en brjóstavefur getur einnig losað PSA í örlitlu magni. PSA styrkur er hár í vef blöðruhálskirtils, í sæðisblöðrum og í sæði. Í plasma er stærstur hluti PSA bundinn við proteasa inhibitora, fyrst og fremst alfa-1-antichymotrypsín (80-85%) og alfa-1-antitrypsín, sem og alfa-2-macroglobulin. Hjá heilbrigðum er 10-30% af PSA í plasma frítt eða ekki bundinn proteasa inhibitorum. Helmingunartími frís PSA í plasma er stuttur eða um 1,5 klst.
Mælingar á heildarmagni PSA í plasma/sermi ná til alls frís PSA og þess sem er bundið alfa-1-antichymotrypsíni, en ekki þess PSA sem er bundið alfa-2-macroglóbúlíni. Hægt að mæla fría hlutann eingöngu og eru niðurstöður þeirrar mælingar metnar með hliðsjón af mældu heildarmagni PSA. Hjá karlmönnum með blöðruhálskirtilskrabbamein er hlutfall frís PSA og heildar-PSA lækkað miðað við það sem er hjá heilbrigðum karlmönnum og þeim sem hafa ofvöxt blöðruhálskirtils. Ekki eru til viðmiðunarmörk fyrir hlutfall frís PSA/heildar PSA, en kvóti sem er
< 0,18 eykur líkurnar á að um blöðruhálskirtilskrabbamein sé að ræða.
PSA, frítt mælingin er gerð með electrochemiluminiscence immunoassay með hvarfefnum (einstofna mótefnum) frá Roche Diagnostics.
Mæliaðferð
Electrochemiluminiscence immunoassay "ECLIA" á mælitæki frá Roche (cobas e immunoassay analyzers). Við mælinguna eru notuð tvö einstofna mótefni, þ.e. biotín-merkt PSA-sértækt mótefni og ruthenium-merkt mótefni sem þekkir aðeins óbundið PSA.
Niðurstöður mælinga á PSA frítt eru bornar saman við mælingar á heildarstyrk PSA. Ekki er hægt að bera saman mælingar á PSA frítt og PSA heildarstyrk frá mismunandi hvarfefnaframleiðendum.
Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis: 0,5 ml plasma.
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner
Geymist 5 daga í kæli, 6 mánuði í frysti.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar á rannsóknakjarna Hringbraut.
Viðmiðunarmörk
Ekki eru til viðmiðunarmörk fyrir hlutfall frís PSA/heildar PSA, en kvóti sem er < 0,18 eykur líkurnar á að um blöðruhálskirtilskrabbamein sé að ræða.
Eins og með aðrar rannsóknaniðurstöður skal meta þær með hliðsjón af sjúkrasögu, klínískra einkenna og klínískrar skoðunar.
Niðurstöður
Túlkun
Hækkun: PSA styrkur er hækkaður í plasma hjá um 80% sjúklinga með blöðruhálskirtilskrabbamein, en hafa skal í huga að sjúklingar með ofvöxt í kirtlinum eða bólgur eru einnig með hækkun. PSA hækkanir, sem eru meiri en 10-12 µg/L, benda til krabbameins.
PSA mælingar eru mikið notaðar til að meta árangur meðferðar við blöðruhálskirtilskrabbameini.
Sjúklingar sem fá háa biotin-vítamína skammta (>5 mg/dag) verða að láta a.m.k. 8 klst. líða frá bíótín inntöku þar til sýni er tekið að öðrum kosti má búast við falskri hækkun.
Heimildir
1. Method Sheet, Free PSA. REF03289788 190, V13.0. Roche Diagnostics, 2019-01.
2. Laurells Klinisk kemi í praktisk medicin. Studentlitteratur, Lund, Svíþjóð, 2012; síða 588-89.
3. Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fourth Edition. Elsevier Saunders, 2006.