../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rblóð-069
Útg.dags.: 02/22/2022
Útgáfa: 2.0
2.02.01.01 Prótein C
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
    Prótein C er náttúrulegt blóðþynningarefni sem virkjast af trombín-trombómódúlíni. Virkt prótein C (activated protein C, APC) brýtur niður storkuþætti Va og VIIIa og dregur þannig úr hraða storkumyndunar. Prótein S er co-factor sem eykur virkni APC. Minnkuð virkni prótein C leiðir til ofvirkni storkukerfisins og segahneigðar.
    Prótein C skortur er ein orsök ættlægrar segahneigðar.
Gerð og magn sýnis:
Blóð tekið í storkuprófsglas sem inniheldur 3,2% natríum sítrat.
Litakóði samkvæmt Greiner.
    Sýnatökuglasið verður að vera alveg fullt, glasinu velt vel og sent rannsóknastofu sem allra fyrst.
Ath: Stasað sem minnst og sjúklingur á alls ekki kreppa og rétta úr hnefa.
    Sýnaglas skilið niður í skilvindu við 20°C og 3000 rpm í 10 mínútur. Mælingin er gerð á plasma.
Mælingin skal gerð innan 8 klst frá blóðtöku.

Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Mælt á rannsóknarkjarna Hringbraut.
Plasma geymist fryst við - 70°C.
70-140 U/dl.
Svar: U/dl.
Túlkun
Hækkun: Engin þekkt þýðing.
    Lækkun: Ættlægur prótein C skortur. Prótein C lækkar einnig við lifrarbilun, K-vítamín skort, DIC, warfarin og díkúmaról meðferð, östrógen og L-asparaginasa meðferð.

Ritstjórn

Oddný Ingibjörg Ólafsdóttir
Sigrún H Pétursdóttir
Páll Torfi Önundarson

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Páll Torfi Önundarson

Útgefandi

Sigrún H Pétursdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 2194 sinnum