../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-064
Útg.dags.: 06/26/2023
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Glúkósi
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Glúkósi er eitt af mikilvægustu næringarefnum líkamans, sérstaklega fyrir taugavef. Hormón halda þéttni glúkósa í blóði innan þröngra marka og eru áhrif insúlíns mikilvægust. Komi ekki nægilega mikill sykur úr fæðu, myndar líkaminn hann, fyrst úr glýkógeni en síðar úr amínósýrum.
Ábendingar fyrir mælingu: Aðallega ef grunur um sykursýki og til að fylgjast með einstaklingum með sykursýki.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Undirbúningur sjúklings: Sýni tekið fastandi að morgni.

Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner
Niðurbrot glúkósa heldur áfram eftir að sýni hefur verið tekið og því þarf að mæla sýni innan 1 klst frá töku eða setja verndarefni í blóðið, geymist þá 1 viku í kæli.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Plasma: 4,0 - 6,0 mmól/L (fastandi).
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Svar: Glúkósi í blóði hækkar verulega eftir kolhydratríkar máltíðir.

    Túlkun
    Hækkun: Hækkuð gildi sjást fyrst og fremst í sykursýki. Hækkun á glúkósa sést einnig ef aukning á kortisóli, glukagon, adrenalini og vaxtarhormóni.
    Lækkun: Við aukningu á insúlíni, vegna meðferðar á sykursýki eða við insúlínóma. Getur einnig sést við Addisons sjúkdóm.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012
    Laurell Klinisk Kemi i Praktisk Medicin, níunda útgáfa. Studentlitteratur. 2012
    Viðmiðunarmörk sjá: http://nyenga.net/norip/index.htm

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Útgefandi

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 6574 sinnum