../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-104
Útg.dags.: 03/03/2023
Útgáfa: 10.0
2.02.01.01 Karbamasepín
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Karbamazepín er lyf sem einkum er notað til meðhöndlunar á flogaveiki. Lyfið frásogast hægt, en svo að segja að fullu, frá meltingarvegi og hámarksþéttni í sermi næst eftir 4-8 klst frá inntöku. Dreifingarrúmmál er að meðaltali 1,4 L/kg og lyfið er um 75% próteinbundið. Helsta niðurbrotsferli lyfsins er hvatað af CYP 3A4 í lifur og myndast virkt umbrotsefni, karbamazepín-10,11-epoxíð, sem síðan umbrotnar frekar og er skilið út með þvagi, aðalega á formi glúkúróníð samtengdra niðurbrotsefna. Karbamazepín hvatar eigið niðurbrot með því að virkja CYP kerfið, helmingunartími lyfsins er því lengri í upphafi meðferðar (u.þ.b. 30 klst) heldur en við langtímameðferð (u.þ.b. 15 klst). Helmingunartími karbamazepíns er styttri hjá börnum en fullorðnum. Mörg lyf ýmist auka eða minnka virkni karbamazepíns með því að virkja eða hamla niðurbrotsenzím. Helmingunartími virka niðurbrotsefnisins, karbamazepín-10,11-epoxíð, er 6 klst. Við upphaf meðferðar tekur það s-karbamazepin 2-4 vikur að ná jafnvægi en eftir breytingar á skömmtum við langvarandi meðferð tekur það aðeins 3-5 daga. Einkenni eitrunar af völdum karbamazepíns eru m.a. ósamhæfðar hreyfingar, tormæli, svimi, tvísýni, skert meðvitund og meðvitundarleysi.
Helstu ábendingar: Meðferðareftirlit og til að greina karbamazepín eitranir.
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Sýnataka: Við meðferðareftirlit skal safna sýni rétt fyrir venjulegan lyfjatökutíma. Sýni skal ekki tekið fyrr en jafnvægi er komið á lyfjastyrkinn í blóði sem er eftir 5 helmingunartíma lyfsins (á bæði við í upphafi lyfjameðferðar og eins eftir breytingar á skömmtum).
Gerð og magn sýnis: Sermi, 0,5 ml. Sýni tekið í serum glas með rauðum tappa án gels (svört miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner.
Geymsla: Sýni geymist í 7 daga í kæli og í 4 vikur í frysti.

Framkvæmd: Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Hide details for MeðferðarmörkMeðferðarmörk
Meðferðarmörk: 17-51 µmól/L.
Eitrunarmörk: > 63 µmól/L.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Truflandi efni: Gel í blóðtökuglasi getur valdið falskri lækkun á styrk lyfs í blóðsýni með því að draga lyfið í sig. Þessi lækkun getur verið klínískt marktæk, háð rúmmáli sýnis og þeim tíma sem sýnið er geymt í glasinu.

    Túlkun Meðferðarmörk miðast við lággildi (e. trough levels). Eitrunareinkenni geta komið fram þótt sermisstyrkur karbamazepíns liggi innan viðmiðunarmarka og á þetta sérstaklega við um sjúklinga sem jafnframt eru meðhöndlaðir með öðrum flogaveikilyfjum og hjá sjúklingum með lága próteinbindingu.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Carbamazepine, CARB4 Cobas, 2021-09, V-2, Roche Diagnostics.
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir
    Guðmundur Sigþórsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/06/2011 hefur verið lesið 4217 sinnum