../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rmynd-160
Útg.dags.: 08/28/2023
Útgáfa: 4.0
2.02.01.01 Flæðismæling í ristli
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, frábendingarRannsóknir - Heiti, ábendingar, frábendingar
Heiti rannsóknar: Flæðismæling í ristli
Samheiti: transit study
Pöntun: Heilsugátt sjá leiðbeiningar um pöntun myndgreiningarþjónustu.

Ábendingar: Mæla virkni í ristli. Greina á milli hægvirkrar og venjulegrar hægðatregðu.

Frábendingar: Þungun. Hægðalyf
    Hide details for Undirbúningur og framkvæmdUndirbúningur og framkvæmd

    Undirbúningur:
    Gleypa þarf sjö Transit-Pellets hylki með röntgenþéttum hringum í 6 daga fyrir röntgenrannsókn sem framkvæmd er á degi sjö.
      • Sækja þarf hylkin í afgreiðslu röntgendeilar hringbraut amk. 7 dögum fyrir rannsókn.
      • Taka þarf inn eitt hylki á dag í 5 daga og síðan tvö hylki daginn fyrir rannsókn. Best er að taka hylkin alltaf á sama tíma dags.
      • Mjög mikilvægt er að nota engin hægðalyf þar til rannsókn er lokið.
      • Gefinn er tími á röntgendeild á degi sjö frá inntöku fyrsta hylkis.

    Aðferð: Tekin er ein röntgenmynd standandi.Geislafræðingur framkvæmir rannsóknina.
    Við myndgreiningarannsókn er notað röntgentæki sem gefur frá sér jónandi geislun.

    Tímalengd: 10 mín

    Eftirmeðferð: Engin.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Röntgenlæknir og meltingalæknir skoða og meta rannsóknina. Niðurstaða er send til þess læknis sem óskaði eftir rannsókninni sem einnig getur skoðað niðurstöður í heilsugátt.

    Starfsfólki öðrum en læknum og læknariturum er óheimilt að lesa svar í síma. Svör eru eingöngu lesin fyrir lækna.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Bontrager, Kenneth L. 2001. Textbook of Radiographic Positioning and Related anatomy, fimmta útgáfa. Mosby, Inc, United States of America
    2. Dowd, Steven B og Bettye G. Wilson. 1995. Encyclopedia of Radiographic Positioning, volume 1 og volume 2. W.B. Saunders Company. United States of America

    Ritstjórn

    Guðrún Ólöf Þórsdóttir - gudol
    Alda Steingrímsdóttir
    Soffía G Þorsteinsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Maríanna Garðarsdóttir

    Útgefandi

    Alda Steingrímsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 05/18/2014 hefur verið lesið 1131 sinnum