../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-191
Útg.dags.: 01/27/2020
Útgáfa: 6.0
2.02.07.23 Sýklalyfjavirkni sermis
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Sýklalyfjavirkni sermis.
Samheiti: Serumþynning
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá.
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Mæla hindrunar og drápsvirkni sýklalyfja í blóði sjúklings á þann sýkingarvald sem meðferðinni er beint gegn. Mælingarnar eru helst notaðar fyrir sjúklinga með hjartaþelsbólgu, sýkingu í beini eða lið og ónæmisbælda. Þetta á auk þess hugsanlega við fyrir sjúklinga með sýkingu í fleiðru og blóðsýkingar. Líklega er ekki þörf á þessum mælingum við bráða beinsýkingu í börnum af völdum S. aureus (5).
    Gildi þessara mælinga er óljóst. Niðurstöðurnar eru eingöngu til hliðsjónar, því sennilega gefa þær einungis grófa mynd af virkninni. Mælingunni er einungis ætlað að aðstoða við mat á meðferð.
    ATHUGIÐ: Mikilvægt er að láta sýklafræðideildina vita með að minnsta kosti sólarhrings fyrirvara eigi að mæla sýklalyfjaþéttni, því hafa þarf til bakteríustofninn sem mæla á áhrifin á.
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Mæld eru áhrif sermis sjúklings sem er á sýklalyfjameðferð á bakteríu sem hefur ræktast frá honum og sýnt þykir að valdi sýkingu. Oftast eru tekin tvö blóðsýni, rétt fyrir sýklalyfjagjöf og þegar búast má við mestum styrk lyfs í blóði.
    Gerð er helmingaþynningaruna á sermi sjúklingsins þannig að í fyrsta glasi er þynning sermisins 1:2, síðan 1:4 o.s.frv. Bakteríu sem þegar hefur ræktast frá sýkingu sjúklings er sáð í þær og ræktað í hitaskáp í 24 klst. Bakteríuhindrandi mörk eru í mestu þynningu þar sem ekki er sýnilegur bakteríuvöxtur. Til að greina bakteríudrepandi mörk er sáð úr öllum þeim þynningunum sem sýna hindrun á agarskálar sem eru ræktaðar annan sólarhring í hitaskáp. Bakteríudrepandi mörk eru í mesta þynningu sermisins þar sem 99,9% bakteríanna eru drepnar.
    Hide details for SýnatakaSýnataka
      Hide details for Sérstök tímasetning sýnatökuSérstök tímasetning sýnatöku
      Blóð er tekið rétt fyrir gjöf sýklalyfs og aftur þegar búast má við hæstum styrk þess í blóði. Oftast 30 mín eftir að lyfjagjöf í æð er lokið, 60 mín eftir gjöf í vöðva eða um 2 klst. eftir gjöf um munn.
      Hide details for Gerð og magn sýnisGerð og magn sýnis
      Sermi eða heilblóð án storkuvara, 3-5 ml af heilblóði eða 0,5 ml af sermi.
      Mikilvægt er að taka sýni úr nýrri stungu í æð en ekki í gegnum brunn eða nál.

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
      Hide details for Geymsla ef bið verður á sendinguGeymsla ef bið verður á sendingu
      Ekki er mælt með að bið verði á sendingu, bið getur haft áhrif á lyfjavirknina.
      Sýnið skal koma eins fljótt og auðið er á rannsóknarstofuna.

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Niðurstaða fyrir hindrunarvirkni liggur fyrir næsta dag og fyrir drápsvirkni daginn þar á eftir. Skriflegt svar er sent.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Gefin er upp mesta þynning sem annarsvegar hindrar vöxt baktería, hindrunarpunktur, og hinsvegar sem drepur, drápspunktur. Því meiri sem þynningin er, því virkara er lyfið.
      Eins og áður sagði er gildi þessara mælinga óljóst og niðurstöður skal eingöngu hafa til hliðsjónar við mat á meðferð.

      Hjartaþelsbólga
      Tölur sem nefndar hafa verið um nauðsynlega drápsvirkni eru þegar hún fæst í þynningunum 1:4 -1:8 fyrir gjöf og 1:8-1:16 eftir gjöf, en nokkrar rannsóknir benda til að sermið þurfi að drepa í þynningunni 1:32 fyrir gjöf og 1:64 eftir gjöf.

      Beinasýkingar
      Við bráðar beinsýkingar eru tölurnar 1:2 fyrir gjöf og 1:8 eftir gjöf oft nefndar (3), en hugsanlega nægir að sermi drepi í þynningunni 1:2 fyrir gjöf (4).
      Við þráláta sýkingu virðist nauðsynlegt að þynning fyrir gjöf sé að minnsta kosti 1:4 fyrir gjöf og 1:16 eftir gjöf (3)

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D.C.
    2. Mandell, Douglas and Bennett. Principles and practice of Infectious diseases.
    3. Am J Med. 1987 Aug;83(2):218-22. Multicenter collaborative evaluation of a standardized serum bactericidal test as a predictor of therapeutic efficacy in acute and chronic osteomyelitis. Weinstein MP, Stratton CW, Hawley HB, Ackley A, Reller LB.
    4. J Microbiol Immunol Infect. 2003 Dec;36(4):260-5. Acute hematogenous osteomyelitis and septic arthritis in children. Kao HC, Huang YC, Chiu CH, Chang LY, Lee ZL, Chung PW, Kao FC, Lin TY.
    5. Pediatrics. 1997 Jun;99(6):846-50. Simplified treatment of acute staphylococcal osteomyelitis of childhood. The Finnish Study Group. Peltola H, Unkila-Kallio L, Kallio MJ.

    Ritstjórn

    Ólafía Svandís Grétarsdóttir
    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho
    Kristján Orri Helgason - krisorri

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Kristján Orri Helgason - krisorri

    Útgefandi

    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 05/01/2010 hefur verið lesið 7434 sinnum