../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-091
Útg.dags.: 05/16/2024
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Ísóelektrísk fókusering á mænuvökva
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Aukning á mótefnum getur verið þrenns konar. Oftast er um að ræða pólýklónal aukningu á mótefnum, þá örvast margar mótefna myndandi frumur. Böndin verða þá svo mörg og tiltölulega lítið af hverju einstöku að þau falla saman og sjást sem einn breiður toppur í rafdrætti.
Mónóklónal aukning mótefna verður þegar ein fruma er örvuð til að skipta sér og framleiða mótefni. Þá eru öll mólekúlin eins og mynda eitt band í rafdrætti.
Talað er um ólígóklónal aukningu mótefna, þegar fáar frumur (oftast 2-4) byrja að skipta sér og framleiða mótefni í miklu mæli og þá sjást nokkur bönd af mótefnum í rafdrætti.
Ef einstaklingur hefur M-komponent (mónóklónal band) í sermi eða oligoklónal bönd í sermi, sjást þau venjulega líka í mænuvökva. Þess vegna er nauðsynlegt að fá líka sermi þegar gerð er ísóelektrísk fókusering á mænuvökva.
Ísoelektrísk fókusering á mænuvökva er gerð til að leita að ólígóklónal böndum mótefna í mænuvökva, sem ekki sjást í sermi. Þessi bönd eru merki um intrathecal myndun mótefna og sjást m.a. við multiple sclerosis (MS).
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er gerðSýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er gerð
Gerð og magn sýnis:
0,4 ml mænuvökvi og 0,4 ml sermi.
Blóðsýni tekið í serum glas með rauðum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner.
Mæling er gerð einu sinni í viku á rannsóknarkjarna Hringbraut.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Engin bönd. Mænuvökvi og sermi eru alltaf borin saman til að athuga hvort óligóklónal bönd í mænuvökva eru komin úr sermi.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Svar: Gerð er svokölluð ísóelektrísk fókusering á mænuvökva og sermi. Auk þess er magn IgG og albúmíns mælt í sermi og mænuvökva. Nauðsynlegt er að rafdraga saman mænuvökva og sermi frá sjúklingnum.
    Túlkun
    Hækkun: Oligoklónal bönd í mænuvökva eru merki um intrathecal myndun mótefna og sjást m.a. við multiple sclerosis (MS). Einnig við sýkingar í miðtaugakerfi, eins og við syfilis og borreliu sýkingu.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Laurells Klinisk Kemi i praktisk medicin. Níunda útgáfa: Studentlitteratur 2012

      Ritstjórn

      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Sigrún H Pétursdóttir

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Sigrún H Pétursdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 4223 sinnum