../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-745
Útg.dags.: 11/07/2023
Útgáfa: 1.0
2.02.01.01 Isavuconazol
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Isavuconazol er breiðvirkt triazol sveppalyf, notað til meðhöndlunar á ífarandi aspergillosis sýkingum og við mucormycosis sýkingum. Lyfið frásogast vel frá meltingarvegi, aðgengi (bioavailability) er hátt og hámarksþéttni í blóði hjá fullorðnum næst eftir 2-4 klst. Lyfið hefur mikið dreifingarrúmmál og próteinbinding er há. Lyfið umbrotnar í lifur fyrir tilstilli CYP3A4 og CYP3A5 í fjölda niðurbrotsefna sem skiljast út með saur og þvagi. Meðalhelmingunartími útskilnaðar er langur eða um 130 klst. Isavuconazol getur haft áhrif á lyfjahvörf annarra lyfja og önnur lyf geta haft áhrif á umbrot isavuconazols deili þau sömu niðurbrotsleiðum.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Sýnataka: Við meðferðareftirlit skal safna sýni rétt fyrir venjulegan lyfjatökutíma. Sýni skal ekki tekið fyrr en jafnvægi er komið á lyfjastyrkinn í blóði sem er eftir 5 helmingunartíma lyfsins (á bæði við í upphafi lyfjameðferðar og eins eftir breytingar á skömmtum).
Gerð og magn sýnis: Sermi, 0,5 ml. Sýni tekið í serum glas með rauðum tappa án gels (svört miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner.
Geymsla: Sýni geymist í kæli í 7 daga og í frysti í 3 mánuði.
Framkvæmd: Mælingin er gerð í Fossvogi, einu sinni í viku. Mælt á massagreini (LC-MS/MS).
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Enn er óljóst við hvaða meðferðarmörk skal miða. Líklega þurfa þau að vera a.m.k. >1 mg/L en >4 mg/L þegar verið er að meðhöndla Mucormycosis sýkingar.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun Meðferðarmörk miðast við lággildi (e. trough levels).
    Truflandi efni: Efni í geli í blóðtökuglasi geta truflað mælingar sem gerðar eru á massagreinum. Þar fyrir utan getur gel valdið falskri lækkun á styrk lyfs í blóðsýni með því að draga lyfið í sig. Þessi lækkun getur verið klínískt marktæk, háð rúmmáli sýnis og þeim tíma sem sýnið er geymt í glasinu.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Recipe, Instruction Manual, ClinMass TDM kit System, Antimycotics in Serum / Plasma. Document Version 2.0, Date of Release: 25.11.2019.
    Heimasíða European Medicines Agency:
    https://www.ema.europa.eu/en/medicines/human/EPAR/cresemba
    https://www.cresemba.com/isavuconazole-pharmacokinetic-profileTherapeutic Drug Monitoring of Isavuconazole: Serum Concentration Variability and Success Rates for Reaching Target in Comparison with Voriconazole. Risum et al. Antibiotics (Basel) 2021 Apr 23:10(5):487.

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir
      Guðmundur Sigþórsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Fjóla Margrét Óskarsdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/01/2022 hefur verið lesið 211 sinnum