../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-015
Útg.dags.: 05/31/2023
Útgáfa: 8.0
2.02.01.01 Albúmín
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Albúmín er myndað í lifur og er að jafnaði rúmlega helmingur allra plasmapróteina. Albúmín viðheldur kolloid osmótískum þrýstingi í plasma og flytur ýmsar sameindir í blóði, t.d. fríar fitusýrur, bílirúbín, jónir (kalsíum, sink), hormón (aldósterón, thýroxín, tríidothýronín) og ýmis lyf. Helmingunartími albúmíns í blóði er 15-19 dagar.
Albúmín í plasma mælist hærra (allt að 3 g/L) hjá einstaklingi sem er í uppréttri stöðu miðað við þann sem liggur og er það vegna tilfærslu vökva frá æðum yfir í millifrumuvökva.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í glas (inniheldur LiHeparin) með grænum tappa (gul miðja) .
Litakóði samkvæmt Greiner.
Sýni er skilið niður innan einnar klukkustundar við 3000 rpm í 10 mínútur.
Sýni geymist 7 daga í kæli.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar..
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
<39 ára: 36 - 48 g/L,
40-69 ára: 36-45 g/L,
>70 ára: 34-45 g/L.
Viðmiðunarmörk fyrir fullorðna fengin úr samnorrænu verkefni um viðmiðunarmörk
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Lækkun: Bæði bráða- og langvinn bólgusvörun, veldur lækkun á albúmíni í plasma. Albúmín í plasma lækkar við langt gegna lifrarsjúkdóma, við nýrnasjúkdóma þar sem prótein tapast með þvagi, við truflað frásog frá görn (malabsorption) og við próteintap um görn (protein-losing enteropathy). Albúmín er einnig lækkað við vannæringu og alvarleg brunasár. Lækkun á albúmíni í plasma getur sést við of mikla og/eða of hraða vökvagjöf i æð.
    Hækkun á albúmíni í plasma bendir til þurrks (dehydration). Fölsk hækkun á albúmíni getur sést ef stasað er of lengi við blóðtöku.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Viðmiðunarmörk sjá: http://nyenga.net/norip/index.htm
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Fjóla Margrét Óskarsdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/06/2011 hefur verið lesið 6657 sinnum