../
IS
Gæðahandbók
Breytingartillaga
Prenta
Senda
Loka
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-043
Útg.dags.: 09/05/2022
Útgáfa: 3.0
2.02.03.01.01 CEA
Almennt
Almennt
Verð:
Sjá
Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Carcínóembrýónic antigen (CEA) er glýkóprótein með sameindaþunga frá 150-300 kDa og kolvetnisinnihald upp á 45-55%. CEA var fyrst greint í ristilslímhúð fóstra og síðar í ristilkrabbameinum og er flokkað sem “onkófetal” mótefnavaki eins og a-fetóprótein. CEA getur einnig myndast í öðrum æxlum sem hafa endódermal uppruna, svo sem briskirtils-, maga- og vélindaæxlum. Stundum er myndun þess einnig aukin í æxlisvef með uppruna í brjóstum, lungum, eggjastokkum og þvagblöðru.
Helstu ábendingar:
Mælingar á styrk æxlisvísisins CEA eru helst notaðar við eftirfylgni og mat á sjúkdómsgangi hjá sjúklingum með illkynja æxli sem mynda CEA í miklum mæli svo sem ristilkrabbamein. Ekki er mælt með að nota CEA til skimunar.
Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd og hvar
Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd og hvar
Gerð og magn sýnis:
0,5 ml
lithíum heparín plasma
. Hægt að nota sermi.
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa
með geli (gul miðja)
.
Litakóði glasa er samkvæmt kóða fyrirtækisins Greiner, sem framleiðir sýnatökuglös.
Geymist 5 daga í kæli.
Mæling er gerð alla daga.
Mælt á Hringbraut
Viðmiðunarmörk
Viðmiðunarmörk
< 4,6 µg/L
Niðurstöður
Niðurstöður
Túlkun:
Veruleg hækkun á CEA sést hjá um 60-80% sjúklinga með krabbamein af endódermal uppruna (sérstaklega í ristli, endaþarmi og brisi, en einnig í lungum og maga). Þá getur CEA verið hækkað hjá um 20-40% sjúklinga með í brjóstum, eggjastokkum eða eistum. Vægari hækkun getur einnig sést við aðra sjúkdóma svo sem lungaþembu, colitis ulcerosa, skorpulifur og góðkynja æxli. Mikil hækkun (>750 µg/L) bendir fremur til illkynja sjúkdóms.
Vægar hækkanir (5-10 µg/L) sjást oft hjá reykingarmönnum.
Heimildir
Heimildir
Roche fylgiseðill: CEA Cobas, REF 04491777 190 2018.07 v.7.0.
Peter Nilsson-Ehle, red. Laurells Klinisk kemi í praktisk medicin. Lund: Studentlitteratur 2012 síður: 636-637.
Ritstjórn
Sigrún H Pétursdóttir
Ísleifur Ólafsson
Samþykkjendur
Ábyrgðarmaður
Ísleifur Ólafsson
Útgefandi
Sigrún H Pétursdóttir
Upp »