../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-043
Útg.dags.: 10/02/2023
Útgáfa: 4.0
2.02.01.01 CEA
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Carcínóembrýónic antigen (CEA) er glýkóprótein með sameindaþunga frá 150-300 kDa og kolvetnisinnihald upp á 45-55%. CEA var fyrst greint í ristilslímhúð fóstra og síðar í ristilkrabbameinum og er flokkað sem “onkófetal” mótefnavaki eins og a-fetóprótein. CEA getur einnig myndast í öðrum æxlum sem hafa endódermal uppruna, svo sem briskirtils-, maga- og vélindaæxlum. Stundum er myndun þess einnig aukin í æxlisvef með uppruna í brjóstum, lungum, eggjastokkum og þvagblöðru.
Helstu ábendingar: Mælingar á styrk æxlisvísisins CEA eru helst notaðar við eftirfylgni og mat á sjúkdómsgangi hjá sjúklingum með illkynja æxli sem mynda CEA í miklum mæli svo sem ristilkrabbamein. Ekki er mælt með að nota CEA til skimunar.
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
Electrochemiluminiscence immunoassay "ECLIA" á mælitæki frá Roche (cobas e immunoassay analyzers). Við mælinguna eru notuð tvö einstofna mótefni, þ.e. biotín-merkt CEA-sértækt mótefni og ruthenium-merkt CEA sértækt mótefni. Mótefnin þekkja mótefnavaka (epitope) 2 og 5 á CEA sameindinni.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd og hvarSýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd og hvar
Gerð og magn sýnis: 0,5 ml lithíum heparín plasma. Hægt að nota sermi.
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja) . Litakóði glasa er samkvæmt kóða fyrirtækisins Greiner, sem framleiðir sýnatökuglös.

Geymist 5 daga í kæli.
Mæling er gerð alla daga.
Mælt á Hringbraut
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
< 4,6 µg/L
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun: Veruleg hækkun á CEA sést hjá um 60-80% sjúklinga með krabbamein af endódermal uppruna (sérstaklega í ristli, endaþarmi og brisi, en einnig í lungum og maga). Þá getur CEA verið hækkað hjá um 20-40% sjúklinga með í brjóstum, eggjastokkum eða eistum. Vægari hækkun getur einnig sést við aðra sjúkdóma svo sem lungaþembu, colitis ulcerosa, skorpulifur og góðkynja æxli. Mikil hækkun (>750 µg/L) bendir fremur til illkynja sjúkdóms.
    Vægar hækkanir (5-10 µg/L) sjást oft hjá reykingarmönnum.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Roche fylgiseðill: CEA Cobas, REF 04491777 190 2018.07 v.7.0.
    Peter Nilsson-Ehle, red. Laurells Klinisk kemi í praktisk medicin. Lund: Studentlitteratur 2012 síður: 636-637.

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir
      Ísleifur Ólafsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Fjóla Margrét Óskarsdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/06/2011 hefur verið lesið 2374 sinnum