../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-102
Útg.dags.: 11/07/2023
Útgáfa: 1.0
2.02.01.01 Antistaphylolysin-a-hemolysin (AStaL)
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Við sýkningar af völdum staphylococcus aureus myndar ónæmiskerfið mótefni gegn staphylólýsin-a-hemolýsin, sem og öðrum mótefnavökum sem bakterían ber. Mælingar á þessum mótefnum koma að gagni við að greina virka staph. aureus sýkningu. Miklar hækkanir á AStaL sjást við sepsis vegna staph. aureus, osteomyelitits og alvarlegar sýkingar. Mælingar ≥ 8 IU/mL hefur háa greiningarsértækni (diagnostic specificity).

Rannsóknin byggir á myndun mótefnaflétta milli mótefna í sýni og latex agna, sem eru húðaðar með staphylólýsin-a-hemolýsin. Hækkun í styrk mótefna í sýni sem eru gegn staphylolysin-a-hemolysin (AStaL) og er ≥ 2 IU/mL, veldur sýnilegri kekkjun latex agna (mótefnafléttur myndast) í hvarfefnablöndu.

Helstu ábendingar: Grunur um sýkingu á völdum staphylococcus aureus.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Sermi 0,5 ml án hemólýsu.
Sýni tekið í serumglas (rauður tappi með geli (gul miðja) ). Litakóði samkvæmt Greiner.

Sermi má geyma í kæli (2-8°C) í allt að 8 daga en 3 mánuði í frysti (-25°C) ef það er fryst innan 24 klst.
Gæta skal þess að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.

Mæling er gerð virka daga á rannsóknakjarna í Fossvogi.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
<2 IU/mL.

Niðurstöðum er svarað sem stöðluðu tölugildi í IU/mL Tölugildin eru <2 IU/L, >2<4, >4<6, >6<8, >8<12 og >12 IU/L.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun:
    Hækkun: Hækkuð AStaL mótefni gefa til kynna virka staph. aureus sýkingu. Mikil hækkun á lípíðum í blóði geta gefið falska hækkun AStaL mótefnum. Niðurstöður skal túlka með tilliti til sjúkrasögu og klínísks ástands sjúkling

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D.C.
    2. Garcia LS og fél. Clinical Microbiology Procedures Handbook. ASM Press, Washington D.C.
    3. Statens Serum Institut Diagnostisk håndbog
    4. AStaL Rapitex. Upplýsingar frá hvarfefnaframlleiðanda: Siemnes Healthcare Dianostics Products, GmbH, Germany.



      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Ísleifur Ólafsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Sigrún H Pétursdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 10/24/2019 hefur verið lesið 708 sinnum