../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-193
Útg.dags.: 06/16/2023
Útgáfa: 9.0
2.02.01.01 VMA og HVA í sólarhringsþvagi
Hide details for AlmmentAlmment
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Við niðurbrot katekólamína myndast nokkur óvirk niðurbrotsefni. Vanillumöndlusýra (vanillylmandelic acid (VMA)) er það af niðurbrotsefnum noradrenalíns og adrenalíns sem mest myndast af og hómóvanillic sýra (homovanillic acid (HVA)) er helsta niðurbrotsefni dópamíns. Mæling á þessum niðurbrotsefnum gefur hugmynd um heildarmyndun katekólamína í líkamanum. Mælingar á VMA og HVA eru fyrst og fremst gerðar til að greina taugakímfrumuæxli (neuroblastoma) sem eru illkynja æxli í börnum. Þessi æxli eru upprunin í taugahnoðafrumum adrenvika kerfisins og framleiða katekólamín og niðurbrotsefni þeirra.
Helstu ábendingar: Grunur um taugakímfrumuæxli (neuroblastoma). Ekki er mælt með þessari rannsókn til að skima fyrir eða greina litfíklaæxli (pheochromocytoma/paraganglioma) þar sem aðrar mælingar eru næmari og sértækari (sjá plasma metanefrín).
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
LC-MS/MS
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Sýnataka: Sólarhringsþvag (24 tíma þvagsöfnun). Þvagi er safnað í dökkan brúsa sem inniheldur 25 ml af 50% ediksýru. Mikilvægt er að kæla þvagið, líka meðan á þvagsöfnuninni stendur. Eftir að söfnun líkur er brúsanum skilað á rannsóknarstofuna.
Spot þvagi má skila ef erfitt reynist að safna sólarhringsþvagi og er þá svar gefið upp sem VMA og HVA styrkur á móti kreatínín útskilnaði.

Mælingin er gerð einu sinni í viku í Fossvogi.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk

VMA

µmól/24 klst

HVA

µmól/24 klst

>20 ára

<37

>16 ára

<38



VMA

VMA/Þ-kreatínín
(µmól/mmól)

HVA

HVA/Þ-kreatínin
(µmól/mmól)

0 - 1 árs

<10,7

0 -1 árs

< 18,6

2 - 4 ára

<6,3

2 - 4 ára

< 12,6

5 - 9 ára

<4,7

5 - 9 ára

< 8,6
10-19 ára

< 4,7

10 - 19 ára

< 7,3

> 19 ára

< 3,1

> 19 ára

< 4,3
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Túlkun Við grun um taugakímfrumuæxli (neuroblastoma) er ráðlegt að gera mælingu á þvagútskilnaði VMA og HVA og er næmi rannsóknarinnar á bilinu 70-90%. Falskt neikvæðar niðurstöður koma helst fyrir hjá sjúklingum með sjúkdóminn á byrjunarstigi. Sé jafnframt gerð mæling á þvagútskilnaði dópamíns má auka næmi rannsóknarinnar lítilega. Lítill dagsveifla er á útskilnaði VMA og HVA og góð fylgni á milli styrks þeirra í spot þvagi og í sólarhringsþvagi. Hjá börnum þar sem ekki næst að safna sólarhringsþvagi er því hægt að gera mælinguna í spot þvagi og eru þá niðurstöður gefnar upp sem hlutfall útskilnaðar VMA og HVA á móti kreatínín útskilnaði.
VMA er oft hækkað hjá sjúklingum með litfíklaæxli (pheochromocytoma/paraganglioma) en næmi og sértæki mælingarinnar er minna en metanefrín og katekólamín mælinga. Mælt er með plasma metanefrín mælingu sem fyrstu rannsókn til að skima fyrir pheochromocytoma/paraganglioma og hækkuðum plasma metanefrín niðurstöðum er síðan fylgt eftir með mælingu á sólarhringsútskilnaði á metanefrínum og katekólamínum.

Truflandi þættir:
Lyf sem innihalda virka efnið L-Dopa (t.d. Madopar) geta valdið falskri hækkun á VMA og HVA.

Ónákvæm þvagsöfnun getur leitt til rangra niðurstaðna. Sé þvagi safnað umfram 24 klukkustundir getur það leitt til falskt jákvæðra niðurstaðna en sé þvagsöfnunin ófullkomin, þ.e. ekki öllu þvagi safnað á þeim 24 klukkustundum sem þvagsöfnunin átti að standa, getur það leitt til falskt neikvæðrar niðurstöðu. Mæling á kreatínín útskilnaði gefur hugmynd um hversu fullkomin þvagsöfnunin hefur verið og þannig skyldu sÞ-kreatínín gildi undir neðri viðmiðunarmörkum eða yfir þeim efri vekja grun um að ekki hafi verið staðið rétt að þvagsöfnuninni.


Til að umreikna VMA úr mg í µmól er margfaldað með 5,046. Til að umreikna HVA úr mg í µmól er margfaldað með 5,489.

Hide details for HeimildirHeimildir
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics, Sixth Edition, Elsevier, 2017.
Uptodate.com (maí. 2022)

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir
    Guðmundur Sigþórsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Útgefandi

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/09/2011 hefur verið lesið 5120 sinnum