../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-186
Útg.dags.: 01/12/2022
Útgáfa: 9.0
2.02.03.01.01 Týróglóbúlín
    Verð: Sjá Gjaldskrá
    Grunnatriði rannsóknar: Týróglóbúlín (Tg) er stórt glýkóprótein sem er framleitt í skjaldkirtli og er hráefni fyrir myndun skjaldkirtilshormónanna T4 og T3.
    Helstu ábendingar: Sem æxlisvísir til að fylgja eftir sjúklingum með ákveðnar gerðir skjaldkirtilskrabbameina. Mælingin er ekki notuð sem skimunarpróf fyrir skjaldkirtilskrabbamein.
    Gerð og magn sýnis: Sermi, 0,5 ml.
    Sýni tekið í serum glas með rauðum tappa með geli (gul miðja). Litakóði samkvæmt Greiner.

    Sýni geymist í sólarhring við stofuhita, 3 daga í kæli og 1 mánuð í frysti. Ekki skal frysta sýni oftar en einu sinni.
    Mæling gerð einu sinni í viku.
    3,5 - 77 µg/L (við eðlilega skjaldkirtilsstarfssemi (euthyroid)).
    Eftir fullt brottnám skjaldkirtils mælast Tg gildi mjög lág eða þau greinast ekki (<0,04 µg/L).
    Truflandi efni: Bíótín (B7 vítamín) í háum styrk getur valdið truflun, falskri lækkun, í thyroglobulin aðferðinni sem verið er að nota á Landspítala (Cobas Roche). Hjá sjúklingum á háum bíótín skömmtum (>5mg/dag) þurfa að líða a.m.k. 8 klst frá síðasta bíótín skammti þar til blóðsýni er tekið. Það sama gildir um fjölvítamín og bætiefni sem innihalda bíótín (fjölvítamín og bætiefni fyrir hár, húð og neglur innihalda oft mikið bíótín).

    Túlkun
    Hækkun: Há gildi sjást við ákveðnar gerðir skjaldkirtilskrabbameina (papillar og follicular). Eftir meðhöndlun slíkra krabbameina með fullu brottnámi skjaldkirtils þá á Tg ekki lengur að vera mælanlegt í sermi. Sé það hinsvegar mælanlegt þá bendir það til að ekki hafi tekist að fjarlægja kirtlinn/æxlið að fullu eða þá að skjúkdómurinn hafi tekið sig upp að nýju. Há Tg gildi finnast við ýmsa skjaldkirtilssjúkdóma aðra en krabbamein, t.d. Graves sjúkdóm, skjaldkirtilsbólgu o.fl. en Tg mæling er yfirleitt alltaf óþörf við greiningu þeirra sjúkdóma. Tg getur hækkað eftir nálarsýnatöku, skurðaðgerð og geislameðferð á skjaldkirtli.
    Lækkun: Lág Tg gildi í sermi hjá sjúklingum með einkenni um skjaldvakaóhóf getur bent til thyrotoxicosis factitia.

    ATH: Anti-Tg mótefni geta truflað Tg mælingar (truflunin kemur fram sem fölsk lækkun á Tg gildum í þeirri mæliaðferð sem hér er notuð). Mæling á anti-Tg mótefnum er því alltaf gerð samhliða Tg mælingu og séu mótefni til staðar er þess getið í athugasemd með Tg svari. Ómælanlegt Tg í sýni sem er jákvætt fyrir anti-Tg mótefnum er ekki hægt að nota sem vísbendingu um að sjúklingur sé æxlisfrír. Mælanlegt Tg í sýni sem er jákvætt fyrir anti-Tg mótefnum bendir til þess að Tg sé til staðar en að styrkurinn geti verið vanmetinn. Anti-Tg mótefni finnast hjá u.þ.b. 10% heilbrigðra einstaklinga og hjá allt að 20% sjúklinga með skjaldkirtilskrabbamein.
    Upplýsingableðill Tg (Thyroglobulin), 2021-11, V 4. Roche Diagnostics, 2021.
    Reference Intervals for Children and Adults, Elecsys Thyroid Tests, Roche Diagnostics GmbH, 2008.
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.

Ritstjórn

Sigrún H Pétursdóttir
Ingunn Þorsteinsdóttir
Fjóla Margrét Óskarsdóttir
Guðmundur Sigþórsson

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ísleifur Ólafsson

Útgefandi

Fjóla Margrét Óskarsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 3350 sinnum