../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-135
Útg.dags.: 08/15/2023
Útgáfa: 7.0
2.02.01.01 Methótrexat
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Methótrexat er lyf með frumuhemjandi og ónæmisbælandi verkun. Lyfið hamlar DNA myndun með því að hindra ummyndun fólínsýru yfir í virka formið, tetrahýdrófólinsýru, sem er nauðsýnlegt kóensím við myndun kjarnsýra. Í miðlungs og háum skömmtum (35 mg/m2 – 12 g/m2) er lyfið notað við bráðu hvítblæði og við ákveðnum tegundum annarra krabbameina en í lægri skömmtum (7,5 – 25 mg/m2) til meðhöndlunar á illvígum tilfellum krónískra sjúkdóma eins og t.d. psóriasis og iktsýki. Frásog metótrexats frá meltingarvegi er gott eftir inntöku lágra skammta (<30 mg/m2) og er þá aðgengið um 80-100%. Eftir inntöku stærri skammta mettast frásogið og þarf þá að gefa lyfið framhjá meltingarvegi (parenteralt). Hámarksþéttni lyfsins næst í blóði eftir 1-2 klst frá inntöku. Próteinbinding er um 50%. Um 90% af metótrexati útskilst á óbreyttu formi um nýru innan 24 klst frá gjöf en helmingunartími er breytilegur og er m.a. háður þéttni í blóði. Þannig getur helmingunartíminn verið < 2 tímar fyrst eftir gjöf þegar þéttni er mikil en >10 klst þegar lengra er liðið frá gjöf og þéttnin orðin lægri. Methótrexat meðferð getur haft í för með sér ýmsar alvarlegar aukaverkanir eins og önnur krabbameinslyf. Til að draga úr auka- og eitur-verkunum af völdum hárra skammta af methótrexati er leucovorin "björgun" gefin í kjölfar meðferðarinnar. Leucovorin (kalsíum fólínat) er virk fólínsýru afleiða sem gerir kjarnsýrumyndun mögulega jafnvel þótt methótrexat sé til staðar. Leucovorin meðferð er þannig notuð til að "bjarga" heilbrigðum frumum líkamans frá aukaverkunum methótrexats.
Helstu ábendingar:
Til að leiðbeina með leucovorin meðferð, hvenær hún skuli hafin, í hvaða skömmtum og hve lengi hún skuli gefin.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Sýnataka: Styðjast skal við meðferðaráætlun þegar sýnatökutímar eru ákveðnir.
Gerð og magn sýnis: Sýni tekið í serum glas með rauðum tappa án gels (svört miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner.
Geymsla: Niðursnúið sermi geymist í 2 vikur í kæli. Fyrir lengri geymslu þarf að frysta sýnið.

Framkvæmd: Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Hide details for MeðferðarmörkMeðferðarmörk
Meðferðarmörk ákvarðast af ábendingu, skammtastærð og tímalengd eftir gjöf lyfs (sjá viðeigandi meðferðaráætlun).

Mælist methótrexat styrkur hærri en gildin í töflunni hér að neðan, eftir staka inngjöf (single bolus), þá er möguleiki á eitrun.
Háskammtameðferð
eftir 24 klst10 µmol/L
eftir 48 klst1,0 µmol/L
eftir 72 klst0,1 µmol/L

Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Truflandi efni: Gel í blóðtökuglasi getur valdið falskri lækkun á styrk lyfs í blóðsýni með því að draga lyfið í sig. Þessi lækkun getur verið klínískt marktæk, háð rúmmáli sýnis og þeim tíma sem sýnið er geymt í glasinu.

Túlkun
Leukóvorin meðferð er vanalega ekki hafin fyrr en 24 klst eftir upphaf methótrexat meðferðar en það er gert til þess að trufla ekki virkni lyfsins gegn sjúkdómnum sem verið er að meðhöndla. S-methótrexat er síðan mælt reglulega þar til styrkur lyfsins er kominn niður fyrir 0,2 µmól/L. Nauðsýnlegt er að tryggja ríkulegan útskilnað lútaðs (alkalísks) þvags þegar serumstyrkur metotrexats er hár til að minnka líkur á nýrnaskemmdum vegna útfalls metótrexats í nýrnapíplum.
Hide details for HeimildirHeimildir
ARK Methotrexate Assay, ARK Diagnostics, Inc. 2020.
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.
The Pharmacological Basis of Therapeutics, Goodman and Gilman. Eleventh Edition. McGrawHill. 2006.
In vitro stability of methotrexate in blood and plasma samples for routine monitoring. Limelette et al. Therapeutic drug monitoring, 25:81-87, 2003.

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir
    Guðmundur Sigþórsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Fjóla Margrét Óskarsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/06/2011 hefur verið lesið 2017 sinnum