Almennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Í eðlilegum liðvökva er styrkur glúkósa álíka eða heldur minni en í blóði, en minnkar einkum við bakteríusýkingar í lið.
Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
0,5 ml liðvökvi. Strax eftir töku skal bæta heparíni í sýnið, 4 dropum (5000 ein/ml) í hvern ml liðvökva, til að koma í veg fyrir storknun
Sýni geymist í eina klukkustund við stofuhita
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar
Viðmiðunarmörk
Meira en helmingur af styrk glúkósa í plasma á sama tíma
Niðurstöður
Túlkun
Lækkun: Getur stundum lækkað við bakteríusýkingu í lið.
|