../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rónæm-011
Útg.dags.: 02/06/2024
Útgáfa: 5.0
2.02.02 Bandvefsofnæmispróf

Bandvefsofnæmispróf
    Bandvefsofnæmispróf er þau próf sem notuð eru til að greina mótefni sem einkum finnast hjá sjúklingum með ýmsa bandvefs- eða gigtarsjúkdóma.
    Sjálfsofnæmismótefnum má skipta í tvo flokka. Annars vegar vefjasértæk mótefni (organ specific) sem beinast gegn sérstökum frumum, vefjum eða líffærum, svo sem parietal frumum, hormónmyndandi skjaldkirtilsfrumum eða rauðum blóðkornum. Hins vegar mótefni sem eru ekki vefjasértæk (organ non-specific) og beinast gegn sameindum sem finnast meira og minna í öllum frumum líkamans, s.s. mótefni gegn kjarnaþáttum og hvatberum.

    Sjálfsofnæmismótefni finnast einnig í einhverjum mæli hjá heilbrigðum einstaklingum og fer algengi þeirra vaxandi með aldri. Því er tilvist þessara mótefna í blóði ekki alltaf merki um sjálfsofnæmissjúkdóm og þótt þau gagnist til greiningar sumra sjúkdómanna, eru þau ekki endilega meginorsök sjúkdómseinkennanna. Oftast eru það bæði mótefni og ónæmisfrumur sem liggja að baki meinferli sjálfsofnæmissjúkdóma.

    Þau sjálfsofnæmismótefni sem ekki eru vefjasértæk, beinast yfirleitt gegn frumuþáttum sem eru sameiginlegir öllum spendýrum, þ.e. eru ekki tegundasértæk og má því greina þessi mótefni á öðrum vefjum en mannavef. Sum vefjasértæk mótefni er hins vegar einungis hægt að greina með mannavef.

    ANA mótefni (antinuclear antibodies) er vítt hugtak, sem notað er um öll mótefni sem beinast gegn sameindum í frumukjörnum (stundum einnig sameindum í umfrymi og má þar til dæmis nefna Jo-1 mótefni). ANA mótefni eru gjarnan mæld með flúrskinsaðferð (immunofluorescence) þar sem notaðar eru vefjasneiðar eða ræktaðar frumur með heilum frumukjörnum.

    ENA mótefni (extractable nuclear antigens) er notað um hóp af mótefnum sem beinast gegn uppleysanlegum kjarnaþáttum. Þau helstu eru: anti-RNP, anti-Sm, anti-SSA, anti-SSB, anti-Scl-70, anti-centromer, anti-Jo-1, anti-Rib-P, anti-Fibrillarin, anti-RNA Polymerase III, anti-PM-Scl 100, anti-PCNA og anti-Mi-2.

    DNA mótefni vísa til þeirra mótefna sem beinast gegn erfðaefninu DNA. Það eru til tvær megingerðir af DNA mótefnum. Í fyrsta lagi eru það mótefni sem beinast gegn einstrengja DNA (single stranded DNA, ssDNA) og hins vegar mótefni sem beinast gegn tvístrengja DNA (double stranded DNA, dsDNA). Í sjúklingum með lupus (SLE) eru það IgG mótefni gegn tvístrengja DNA (dsDNA) sem hafa mesta þýðingu við greiningu og eftirlit.

        Hide details for ANA kjarnamótefna skimprófANA kjarnamótefna skimpróf

        Heiti rannsóknar: ANA skimpróf á vefjasneið.
        Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

        Ábending:

        ANA (antinuclear antibody) er hópur mótefna sem beinast gegn margvíslegum kjarnaþáttum. Slík mótefni má oft greina í sjálfsofnæmissjúkdómum, t.d. í Systemic Lupus Erythematosus (SLE, 95-98%), lyfja-SLE (80-95%), Scleroderma (95%), Rheumatoid Arthritis (RA, 45%), Sjögren´s syndrome (60%), Mixed Connective Tissue Disease (MCTD, 80%), Raynauds phenomenon (40%), polymyositis/dermatomyositis (35%), Juvenile Idiopathic Arthritis (JIA, 15-40%), Hashimotos thyroiditis (50%), Graves´disease (50%), autoimmune hepatitis (70%) og primary biliary chirrosis (50-70%).

        Mikilvægt er að hafa í huga að auk þess að vera jákvætt í allt að 5-15% heilbrigðra einstaklinga (upp í allt að 20% hjá 65 ára og eldri) getur ANA einnig sést í veiru- og bakteríusýkingum (t.d. EBV, HIV, HCV, Parvovirus 19, subacute bacterial endocarditis og syphilis), illkynja sjúkdómum (t.d. lymphoproliferative diseases og paraneoplastic syndromes) sem og í öðrum sjúkdómum (inflammatory bowel disease og interstitial pulmonary fibrosis).

        Þannig er ANA skimpróf mjög næmt, en jafnframt ósértækt. Til dæmis er ANA jákvætt í 95% einstaklinga með SLE, hins vegar eru einungis 10-13% af þeim sem eru með jákvætt ANA með SLE. Breytingar á ANA titer eru ekki gagnlegar til að meta virkni sjálfsofnæmissjúkdóma, einungis til greiningar þeirra.

        Hægt er að biðja sérstaklega um ANA kjarnamótefna skimpróf án undirflokkagreiningar. Þar sem ANA er ósértæk rannsókn, mælum við sterklega með að gert sé hefðbundið ANA skimpróf, þar sem ENA skimpróf / dsDNA mæling eru sjálfkrafa gerðar ef ANA er jákvætt.

        Mögulegar viðbótarrannsóknir:

        Ef ANA skimpróf er jákvætt er því fylgt eftir með ENA skimprófi / anti-dsDNA mælingu.

        Grunnatriði rannsóknar:

        Við ANA smásjárskoðun er hægt að greina ólík ANA flúrskinsmynstur (pattern), svo sem homogenous/diffuse, speckled, nucleolar og membrane. Þó svo flúrskinsmynstrin geti gefið vísbendingu um ákveðna sjúkdóma eru þau ekki einkennandi fyrir þá. ANA mynstur er ekki tekið fram í svari, en hægt er að óska sérstaklega eftir því.

        Við það viðmiðunargildi sem notað er (1:40) sést jákvæð svörun í um 5% heilbrigðra einstaklinga, en prófið er næmast við þetta gildi og því minnstar líkur á að missa af greiningu sjálfsofnæmissjúkdóms. Þetta þýðir þó að prófið er ekki sértækt og hafa ber það í huga við túlkun svarsins. Því gagnast prófið best til greiningar í tilfellum þar sem sterkur klíniskur grunur er um undirliggjandi sjálfsofnæmissjúkdóm.

        Sýni sem eru jákvæð í ANA skimprófi eru rannsökuð nánar m.t.t. mótefna gegn ENA / dsDNA. Sýni sem eru neikvæð í ANA skimprófi eru langoftast neikvæð í þessum mótefnaprófum og þau því ekki gerð nema ANA sé jákvætt. Hafa ber í huga að einstaklingar með SSA/SSB mótefni geta verið neikvæðir í ANA skimprófi og því getur verið ástæða til að biðja um ENA skimpróf ef grunur er um Sjögren's syndrome.

        Aðferð:

        ANA er greint með óbeinu flúrskinsprófi (indirect immunofluorescence) á vefjasneiðum.

        Niðurstöður eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.

        Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.

        Viðmiðunargildi: Neikvætt (titer <1:40). Jákvæð sýni eru gefin út sem (+) eða + með títer 1:40. Ef + flúrskinsljómun sést við skimunarþynningu (1:40) er sýnið þynnt frekar (títrað til 1:300).
        Sé þess óskað, er í svari getið um mynstur (pattern) sem sést við smásjárskoðun (homogenous, speckled, nucleolar, membrane).

        Svartími: Mælingar eru gerðar 3 sinnum í viku.

        Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

        Sýni - Serum (0,5 ml)
        Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels

        Sýnið skilið strax eftir storknun en ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst. við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið.
        Gæta skal þess að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.

        Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
        Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

        Sending og geymsla:

        Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

        Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-20°C) og senda síðar.


        Hide details for ENA EliA skimprófENA EliA skimpróf

        Heiti rannsóknar: ENA EliA skimpróf
        Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

        Ábending:

        ENA mótefni (extractable nuclear antigens) er notað um hóp af mótefnum sem beinast gegn uppleysanlegum kjarnaþáttum. Þau helstu eru: anti-RNP, anti-Sm, anti-SSA, anti-SSB, anti-Scl-70, anti-centromer, anti-Jo-1, anti-Rib-P, anti-Fibrillarin, anti-RNA Polymerase III, anti-PM-Scl 100, anti-PCNA og anti-Mi-2.

        ENA EliA skimprófið er gagnlegt við mat á sjúklingum með gigtareinkenni, sérstaklega ef grunur er um SLE, MCTD, Sjögren’s syndrome, scleroderma/CREST og polymyositis/dermatomyositis.

        Mögulegar viðbótarrannsóknir:

        Ef ENA EliA skimprófið reynist jákvætt er framkvæmd nánari greining á mótefnum gegn eftirfarandi mótefnavökum: RNP, Sm, SSA, SSB, Scl-70, Jo-1, centromerum og tvístrengja DNA (dsDNA). Ef þessar framhaldsmælingar eru allar neikvæðar þá verða mæld mótefni gegn Rib-P, Fibrillarin, RNA Polymerase III, PM-Scl 100, PCNA og Mi-2. Í slíkum tilfellum verða þessar aukamælingar ekki rukkaðar sérstaklega til 1. júní 2017.

        Sjá nánar um hvert mótefni fyrir sig hér neðar.

        Aðferð:

        Flúrskinsmæling (FEIA/EliA) gerð á ImmunoCAP 250 tæki frá Phadia/Thermo Fisher.

        Niðurstöður eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.

        Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.

        Viðmiðunargildi: Eðlilegt gildi fyrir ENA EliA skimpróf er <0.7 eining. Niðurstöður á bilinu 0.7-1.0 eining eru jaðargildi (á gráu svæði) og getur þá eftir atvikum verið ástæða til að taka nýtt sýni og endurtaka mælinguna að nokkrum tíma liðnum.

        Svartími: Mælingar eru gerðar 2 sinnum í viku.

        Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

        Sýni - Serum (0,5 ml)
        Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels

        Sýnið skilið strax eftir storknun en ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst. við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið.
        Gæta skal þess að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.

        Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
        Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

        Sending og geymsla:

        Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

        Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-20°C) og senda síðar.


        Hide details for Anti RNPAnti RNP

        Heiti rannsóknar: Anti RNP
        Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

        Ábending:

        Mótefni gegn ribonucleopróteini (anti-RNP) finnast hjá stærstum hluta sjúklinga með mixed connective tissue disease (MCTD) (>90%) og er eitt greiningarskilmerkja sjúkdómsins. Mótefni gegn RNP finnast einnig í 25-30% sjúklinga með SLE. Ennfremur sjást þessi mótefni í minna magni í öðrum gigtarsjúkdómum s.s. iktsýki (RA), Raynauds phenomenon og Scleroderma.

        Grunnatriði rannsóknar:

        Gerð er EliA sem mælir mótefni gegn þremur U1 RNP mótefnavökum, 70-kD, A og C.

        Aðferð:

        Flúrskinsmæling (FEIA/EliA) gerð á ImmunoCAP 250 tæki frá Phadia/Thermo Fisher.

        Niðurstöður eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.

        Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.

        Viðmiðunargildi: Eðlilegt gildi RNP mótefnamælingu er <5 U/ml. Niðurstöður á bilinu 5-10 U/ml eru jaðargildi (á gráu svæði) og getur þá eftir atvikum verið ástæða til að taka nýtt sýni og endurtaka mælinguna að nokkrum tíma liðnum.

        Svartími: Mælingar eru gerðar 2 sinnum í viku.

        Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

        Sýni - Serum (0,5 ml)
        Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels

        Sýnið skilið strax eftir storknun en ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst. við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið.
        Gæta skal þess að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.

        Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
        Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

        Sending og geymsla:

        Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

        Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-20°C) og senda síðar.


        Hide details for Anti SmAnti Sm

        Heiti rannsóknar: Anti Sm
        Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

        Ábending:

        Mótefni gegn Sm (Smith) antigeni eru mjög sértæk fyrir SLE, en ekki mjög næm þar sem þau mælast einungis í 25 - 30% SLE sjúklinga. Þessi mótefni geta gagnast til greiningar í SLE tilfellum þar sem dsDNA mótefni eru lág vegna þess að sjúkdómurinn er í aftubata (remission).

        Grunnatriði rannsóknar:

        Gerð er EliA sem mælir mótefni gegn sjö Smith mótefnavökum (SmB, SmD1, SmD2, SmD3, SmE, SmF, og SmG).

        Aðferð:

        Flúrskinsmæling (FEIA/EliA) gerð á ImmunoCAP 250 tæki frá Phadia/Thermo Fisher.

        Niðurstöður eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.

        Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.

        Viðmiðunargildi: Eðlilegt gildi fyrir Sm mótefnamælingu er <7 U/ml. Niðurstöður á bilinu 7-10 U/ml eru jaðargildi (á gráu svæði) og getur þá eftir atvikum verið ástæða til að taka nýtt sýni og endurtaka mælinguna að nokkrum tíma liðnum.

        Svartími: Mælingar eru gerðar 2 sinnum í viku.

        Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

        Sýni - Serum (0,5 ml)
        Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels

        Sýnið skilið strax eftir storknun en ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst. við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið.
        Gæta skal þess að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.

        Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
        Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

        Sending og geymsla:

        Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

        Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-20°C) og senda síðar.


        Hide details for Anti SSA (Ro)Anti SSA (Ro)

        Heiti rannsóknar: Anti SSA (Ro)
        Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

        Ábending:

        Margir sjúklingar með primary Sjögren´s syndrome (SS) eru með mótefni gegn SSA (Ro), SSB (La) eða báðum mótefnavökunum. 60-80% sjúklinga með SS eru með SSA og/eða SSB mótefni og er það hluti af greiningarskilmerkjum sjúkdómsins. SSA mótefni finnast einnig í 30% sjúklinga með SLE og ennfremur sjást þau í systemic sclerosis, primary biliary chirrosis, iktsýki (RA), idiopathic inflammatory myopathies (IIM) og fleiri sjálfsofnæmissjúkdómum. SSA mótefni geta verið einu mælanlegu sjálfsmótefnin í sjúklingum með ANA-neikvæðan SLE.

        SSA mótefni af IgG gerð geta farið yfir fylgju hjá þunguðum konum og valdið neonatal lupus syndrome og hjartablokki hjá fóstrinu. Því getur verið ástæða til að kanna tilvist þessarra mótefna hjá þunguðum konum með SS og/eða SLE.

        Grunnatriði rannsóknar:

        Gerð er EliA sem mælir mótefni gegn báðum SSA mótefnavökunum, Ro52 og Ro60.

        Aðferð:

        Flúrskinsmæling (FEIA/EliA) gerð á ImmunoCAP 250 tæki frá Phadia/Thermo Fisher.

        Niðurstöður eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.

        Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.

        Viðmiðunargildi: Eðlilegt gildi fyrir SSA mótefnamælingu er <7 U/ml. Niðurstöður á bilinu 7-10 U/ml eru jaðargildi (á gráu svæði) og getur þá eftir atvikum verið ástæða til að taka nýtt sýni og endurtaka mælinguna að nokkrum tíma liðnum.

        Svartími: Mælingar eru gerðar 2 sinnum í viku.

        Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

        Sýni - Serum (0,5 ml)
        Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels

        Sýnið skilið strax eftir storknun en ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst. við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið.
        Gæta skal þess að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.

        Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
        Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

        Sending og geymsla:

        Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

        Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-20°C) og senda síðar.


        Hide details for Anti SSB (La)Anti SSB (La)

        Heiti rannsóknar: Anti SSB (La)
        Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

        Ábending:

        Margir sjúklingar með primary Sjögren´s syndrome (SS) eru með mótefni gegn SSA (Ro), SSB (La) eða báðum mótefnavökunum. 60-80% sjúklinga með SS eru með SSA og/eða SSB mótefni og er það hluti af greiningarskilmerkjum sjúkdómsins. Ef SSB mótefni finnast í SS eru SSA mótefni nær undantekningalaust einnig til staðar. SSB mótefni sjást einnig í 20% sjúklinga með SLE en sjaldan í öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum og eru því nokkuð sértæk fyrir SS og SLE.

        SSB mótefni af IgG gerð geta farið yfir fylgju hjá þunguðum konum og valdið neonatal lupus syndrome og hjartablokki hjá fóstrinu. Því getur verið ástæða til að kanna tilvist þessarra mótefna hjá þunguðum konum með SS og/eða SLE.

        Grunnatriði rannsóknar:

        Gerð er EliA sem mælir mótefni gegn SSB mótefnavakanum

        Aðferð:

        Flúrskinsmæling (FEIA/EliA) gerð á ImmunoCAP 250 tæki frá Phadia/Thermo Fisher.

        Niðurstöður eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.

        Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.

        Viðmiðunargildi: Eðlilegt gildi fyrir SSB mótefnamælingu er <7 U/ml. Niðurstöður á bilinu 7-10 U/ml eru jaðargildi (á gráu svæði) og getur þá eftir atvikum verið ástæða til að taka nýtt sýni og endurtaka mælinguna að nokkrum tíma liðnum.

        Svartími: Mælingar eru gerðar 2 sinnum í viku.

        Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

        Sýni - Serum (0,5 ml)
        Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels

        Sýnið skilið strax eftir storknun en ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst. við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið.
        Gæta skal þess að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.

        Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
        Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

        Sending og geymsla:

        Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

        Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-20°C) og senda síðar.


        Hide details for Anti Scl-70Anti Scl-70

        Heiti rannsóknar: Anti Scl-70
        Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

        Ábending:
        Mótefni gegn Scl-70 (DNA topoisomerasa-1) finnast í 15-40% sjúklinga með diffuse scleroderma/systemic sclerosis og er 90-100% sértækt fyrir sjúkdóminn. Scleroderma sjúklingum með anti-Scl-70 mótefni er hættara við interstitial fibrosu í lungum.

        Mögulegar viðbótarrannsóknir:

        Gera má ENA ELISA skimpróf sem greinir mótefni gegn: RNP (Ribonucleoprótein), Sm (Smith), SSA (Ro), SSB (La), Scl-70 (Topoisomerase-1), Jo-1, centromerum og tvístrengja DNA (dsDNA).

        Grunnatriði rannsóknar:

        Gerð er ELISA sem mælir mótefni gegn Scl-70 antigeninu, DNA topoisomerasa I. Hlutverk hans er að losa um DNA vafninga og er hann staðsettur í kjarnakorni (nucleolus).

        Aðferð:

        Flúrskinsmæling (FEIA/EliA) gerð á ImmunoCAP 250 tæki frá Phadia/Thermo Fisher.

        Niðurstöður eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.

        Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.

        Viðmiðunargildi: Eðlilegt gildi fyrir Scl-70 mótefnamælingu er <7 U/ml. Niðurstöður á bilinu 7-10 U/ml eru jaðargildi (á gráu svæði) og getur þá eftir atvikum verið ástæða til að taka nýtt sýni og endurtaka mælinguna að nokkrum tíma liðnum.

        Svartími: Mælingar eru gerðar 2 sinnum í viku.

        Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

        Sýni - Serum (0,5 ml)
        Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels

        Sýnið skilið strax eftir storknun en ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst. við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið.
        Gæta skal þess að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.

        Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
        Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

        Sending og geymsla:

        Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

        Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-25°C) og senda síðar.


        Hide details for Anti centromer (anti CENP-B)Anti centromer (anti CENP-B)

        Heiti rannsóknar: Anti centromer
        Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

        Ábending:

        Anti-centromere mótefni (CENP-A, -B og -C) finnast í allt að 80% sjúklinga sjúklinga með systemic scleroderma af limited cutaneous gerð og hjá allflestum sjúklingum með CREST syndrome (allt að 90%). Hins vegar sjást þau einungis í um 5% sjúklinga með scleroderma af diffuse cutaneous gerð. Anti CENP mótefni mælast sjaldnar í öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum ss SLE, PBC, MCTD og Raynaud´s og eru fremur sértæk fyrir systemic sclerosis af limited cutaneous gerð. Tilvist CENP-B mótefna tengist hættu á lungaháþrýstingi hjá sjúklingum.

        Centromerepróteinin eru þrjú, A, B og C. Prófið mælir eingöngu tilvist CENP-B.

        Mögulegar viðbótarrannsóknir:

        Gera má ENA ELISA skimpróf sem greinir m.a. mótefni gegn: RNP (Ribonucleoprótein), Sm (Smith), SSA (Ro), SSB (La), Scl-70 (Topoisomerase-1), Jo-1, centromerum og tvístrengja DNA (dsDNA).

        Grunnatriði rannsóknar:

        Gerð er ELISA sem mælir mótefni gegn CENP-B próteininu, ekki eru mæld mótefni gegn hinum tveimur centromerepróteinunum, -A og -C.

        Aðferð:

        Flúrskinsmæling (FEIA/EliA) gerð á ImmunoCAP 250 tæki frá Phadia/Thermo Fisher.

        Niðurstöður eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.

        Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.

        Viðmiðunargildi: Eðlilegt gildi fyrir centromer mótefnamælingu er <7 U/ml. Niðurstöður á bilinu 7-10 U/ml eru jaðargildi (á gráu svæði) og getur þá eftir atvikum verið ástæða til að taka nýtt sýni og endurtaka mælinguna að nokkrum tíma liðnum.

        Svartími: Mælingar eru gerðar 2 sinnum í viku.

        Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

        Sýni - Serum (0,5 ml)
        Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels

        Sýnið skilið strax eftir storknun en ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst. við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið.
        Gæta skal þess að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.

        Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
        Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

        Sending og geymsla:

        Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

        Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-25°C) og senda síðar.


        Hide details for Anti Jo-1Anti Jo-1

        Heiti rannsóknar: Anti Jo-1
        Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

        Ábending:

        Anti-Jo-1 mótefni beinast gegn Jo-1 sem er histidyl-tRNA syntetase í umfrymi (cytoplasma). Þetta eru algengustu sjálfsmótefnin í myositis og sjást þau í 15-25% sjúklinga með dermatomyositis eða polymyositis. Anti-Jo-1 mótefni tengjast aukinni hættu á interstitial lungnasjúkdómi, liðbólgum, Raynaud´s ofl. (antisynthetase syndrome). Anti-Jo-1 mótefni má einnig stundum finna í öðrum bandvefssjúkdómum s.s. systemic sclerosis.

        Mögulegar viðbótarrannsóknir:

        Gera má ENA ELISA skimpróf sem greinir m.a. mótefni gegn: RNP (Ribonucleoprótein), Sm (Smith), SSA (Ro), SSB (La), Scl-70 (Topoisomerase-1), Jo-1, centromerum og tvístrengja DNA (dsDNA).

        Grunnatriði rannsóknar:

        Gerð er ELISA sem mælir mótefni gegn Jo-1 histidyl-tRNA sythetasanum sem er staðsettur í umfrymi (cytoplasm).

        Aðferð:

        Flúrskinsmæling (FEIA/EliA) gerð á ImmunoCAP 250 tæki frá Phadia/Thermo Fisher.

        Niðurstöður eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.

        Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.

        Viðmiðunargildi: Eðlilegt gildi fyrir Jo-1 mótefnamælingu er <7 U/ml. Niðurstöður á bilinu 7-10 U/ml eru jaðargildi (á gráu svæði) og getur þá eftir atvikum verið ástæða til að taka nýtt sýni og endurtaka mælinguna að nokkrum tíma liðnum.

        Svartími: Mælingar eru gerðar 2 sinnum í viku.

        Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

        Sýni - Serum (0,5 ml)
        Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels

        Sýnið skilið strax eftir storknun en ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst. við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið.
        Gæta skal þess að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.

        Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
        Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

        Sending og geymsla:

        Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

        Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-25°C) og senda síðar.


        Hide details for Anti Rib-P (Ribosomalt RNP)Anti Rib-P (Ribosomalt RNP)

        Heiti rannsóknar: Anti Rib-P (Ribosomalt RNP)
        Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

        Ábending:
        Ribosomalt RNP (Ribosomal P) mótefni beinast gegn acidic phosphorylated ribosomal próteinum P0, P1 og P2. Þessi mótefni finnast í allt að 15-30% einstaklinga með SLE og hafa haft sterkust tengsl við neuropsychiatric lupus.

        Grunnatriði rannsóknar:

        Gerð er EliA sem mælir mótefni gegn ribosomal P próteinum P0, P1 og P2.

        Aðferð:

        Flúrskinsmæling (FEIA/EliA) gerð á ImmunoCAP 250 tæki frá Phadia/Thermo Fisher.

        Niðurstöður eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.

        Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.

        Viðmiðunargildi: Eðlilegt gildi fyrir Rib-P mótefnamælingu er <7 U/ml. Niðurstöður á bilinu 7-10 U/ml eru jaðargildi (á gráu svæði) og getur þá eftir atvikum verið ástæða til að taka nýtt sýni og endurtaka mælinguna að nokkrum tíma liðnum.

        Svartími: Mælingar eru gerðar 2 sinnum í viku.

        Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

        Sýni - Serum (0,5 ml)
        Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels

        Sýnið skilið strax eftir storknun en ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst. við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið.
        Gæta skal þess að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.

        Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
        Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

        Sending og geymsla:

        Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

        Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-20°C) og senda síðar.


        Hide details for Anti FibrillarinAnti Fibrillarin

        Heiti rannsóknar: Anti Fibrillarin
        Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

        Ábending:
        Fibrillarin (einnig nefnt Anti-U3-RNP) mótefni. Hefur tengsl við Systemic sclerosis (Caucasian 5% vs. African American 18-27%) og áhættu á pulmonary hypertension.

        Grunnatriði rannsóknar:

        Gerð er EliA sem mælir mótefni gegn fibrillarini.

        Aðferð:

        Flúrskinsmæling (FEIA/EliA) gerð á ImmunoCAP 250 tæki frá Phadia/Thermo Fisher.

        Niðurstöður eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.

        Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.

        Viðmiðunargildi: Eðlilegt gildi fyrir fibrillarin mótefnamælingu er <7 U/ml. Niðurstöður á bilinu 7-10 U/ml eru jaðargildi (á gráu svæði) og getur þá eftir atvikum verið ástæða til að taka nýtt sýni og endurtaka mælinguna að nokkrum tíma liðnum.

        Svartími: Mælingar eru gerðar 2 sinnum í viku.

        Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

        Sýni - Serum (0,5 ml)
        Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels

        Sýnið skilið strax eftir storknun en ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst. við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið.
        Gæta skal þess að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.

        Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
        Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

        Sending og geymsla:

        Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

        Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-20°C) og senda síðar.


        Hide details for Anti RNA Polymerase IIIAnti RNA Polymerase III

        Heiti rannsóknar: Anti RNA Polymerase III
        Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

        Ábending:

        RNA Polymerase III mótefni. Finnast hjá 4 – 11% einstaklinga með Systemic sclerosis (er hluti af 2013 ACR/EULAR skilmerkjunum ásamt centromere og topoisomerase I mótefnum)..

        Grunnatriði rannsóknar:

        Gerð er EliA sem mælir mótefni gegn SSB mótefnavakanum

        Aðferð:

        Flúrskinsmæling (FEIA/EliA) gerð á ImmunoCAP 250 tæki frá Phadia/Thermo Fisher.

        Niðurstöður eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.

        Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.

        Viðmiðunargildi: Eðlilegt gildi fyrir RNA Polymerase III mótefnamælingu er <7 U/ml. Niðurstöður á bilinu 7-10 U/ml eru jaðargildi (á gráu svæði) og getur þá eftir atvikum verið ástæða til að taka nýtt sýni og endurtaka mælinguna að nokkrum tíma liðnum.

        Svartími: Mælingar eru gerðar 2 sinnum í viku.

        Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

        Sýni - Serum (0,5 ml)
        Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels

        Sýnið skilið strax eftir storknun en ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst. við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið.
        Gæta skal þess að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.

        Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
        Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

        Sending og geymsla:

        Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

        Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-20°C) og senda síðar.


        Hide details for Anti PM-Scl 100Anti PM-Scl 100

        Heiti rannsóknar: Anti PM-Scl 100
        Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

        Ábending:
        PM-Scl 100 mótefni. Finnast hjá allt að 24% sjúklinga með polymyosit/scleroderma overlap syndrome; 8-12% með polymyosit/dermatomyosit og allt að 16% sjúklinga með scleroderma (Limited SSc).

        Grunnatriði rannsóknar:

        Gerð er EliA sem mælir mótefni gegn Scl-70 mótefnavakanum, DNA topoisomerasa I.

        Aðferð:

        Flúrskinsmæling (FEIA/EliA) gerð á ImmunoCAP 250 tæki frá Phadia/Thermo Fisher.

        Niðurstöður eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.

        Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.

        Viðmiðunargildi: Eðlilegt gildi fyrir PM-Scl 100 mótefnamælingu er <7 U/ml. Niðurstöður á bilinu 7-10 U/ml eru jaðargildi (á gráu svæði) og getur þá eftir atvikum verið ástæða til að taka nýtt sýni og endurtaka mælinguna að nokkrum tíma liðnum.

        Svartími: Mælingar eru gerðar 2 sinnum í viku.

        Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

        Sýni - Serum (0,5 ml)
        Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels

        Sýnið skilið strax eftir storknun en ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst. við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið.
        Gæta skal þess að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.

        Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
        Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

        Sending og geymsla:

        Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

        Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-25°C) og senda síðar.


        Hide details for Anti PCNA (proliferating cell nuclear antigen)Anti PCNA (proliferating cell nuclear antigen)

        Heiti rannsóknar: Anti PCNA (proliferating cell nuclear antigen)
        Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

        Ábending:
        PCNA (proliferating cell nuclear antigen) mótefni. Finnast hjá 5 – 10% einstaklinga með SLE (sérstaklega þá sem hafa liðbólgur og hypocomplementemiu).

        Grunnatriði rannsóknar:

        Gerð er ELISA sem mælir mótefni gegn CENP-B próteininu, ekki eru mæld mótefni gegn hinum tveimur centromerepróteinunum, -A og -C.

        Aðferð:

        Flúrskinsmæling (FEIA/EliA) gerð á ImmunoCAP 250 tæki frá Phadia/Thermo Fisher.

        Niðurstöður eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.

        Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.

        Viðmiðunargildi: Eðlilegt gildi fyrir PCNA mótefnamælingu er <7 U/ml. Niðurstöður á bilinu 7-10 U/ml eru jaðargildi (á gráu svæði) og getur þá eftir atvikum verið ástæða til að taka nýtt sýni og endurtaka mælinguna að nokkrum tíma liðnum.

        Svartími: Mælingar eru gerðar 2 sinnum í viku.

        Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

        Sýni - Serum (0,5 ml)
        Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels

        Sýnið skilið strax eftir storknun en ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst. við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið.
        Gæta skal þess að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.

        Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
        Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

        Sending og geymsla:

        Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

        Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-25°C) og senda síðar.


        Hide details for Anti Mi-2Anti Mi-2

        Heiti rannsóknar: Anti Mi-2
        Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

        Ábending:

        Mi-2 mótefni finnast hjá 5-30% sjúklinga með dermatomyositis (DM) en sjaldan (<1% ) hjá sjúklingum með polymyositis (PM).

        Grunnatriði rannsóknar:

        Gerð er EliA sem mælir mótefni gegn Mi-2b próteini.

        Aðferð:

        Flúrskinsmæling (FEIA/EliA) gerð á ImmunoCAP 250 tæki frá Phadia/Thermo Fisher.

        Niðurstöður eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.

        Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.

        Viðmiðunargildi: Eðlilegt gildi fyrir Mi-2 mótefnamælingu er <7 U/ml. Niðurstöður á bilinu 7-10 U/ml eru jaðargildi (á gráu svæði) og og getur þá eftir atvikum verið ástæða til að taka nýtt sýni og endurtaka mælinguna að nokkrum tíma liðnum.

        Svartími: Mælingar eru gerðar 2 sinnum í viku.

        Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

        Sýni - Serum (0,5 ml)
        Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels

        Sýnið skilið strax eftir storknun en ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst. við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið.
        Gæta skal þess að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.

        Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
        Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

        Sending og geymsla:

        Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

        Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-25°C) og senda síðar.


        Hide details for dsDNA mótefnidsDNA mótefni

        Heiti rannsóknar: Anti-dsDNA (EliA aðferð)

        Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

        Ábending:

        Mótefni gegn tvístrengja DNA (Deoxyribonucleic acid, dsDNA) eru nokkuð sértæk fyrir SLE og finnast í um 70% sjúklinga með þann sjúkdóm. Mótefni gegn dsDNA eru ein af greiningarskilmerkjum SLE. Magn dsDNA mótefna er oft breytilegt eftir virkni sjúkdómsins og getur verið gagnlegt við mat á árangri meðferðar hjá sjúklingum. Ennfremur eru sterk tengsl milli magns dsDNA mótefna og gauklabólgu (glomerulonephritis), einkum ef samtímis mælast lágir komplementþættir (hypocomplementemia). Mótefni gegn dsDNA geta mælst í lyfjalupus (drug-induced lupus) vegna sumra lyfja (minocycline, etanercept, infliximab, penicillinamine).

        Mögulegar viðbótarrannsóknir:

        Mótefni gegn dsDNA sjást við hefðbundið ANA skimpróf með óbeinni flúrskinsaðferð. Skimað er fyrir dsDNA mótefnunum með ENA EliA skimprófi (sjá ofar) og magnmæling jákvæðra sýna er síðan gerð með EliA aðferðinni.

        Grunnatriði rannsóknar:

        Gerð er EliA sem mælir mótefni gegn plasmíð tvístrengja DNA.

        Aðferð:

        Flúrskinsmæling (FEIA/EliA) gerð á ImmunoCAP 250 tæki frá Phadia/Thermo Fisher.

        Niðurstöður eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.

        Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.

        Viðmiðunargildi: Eðlilegt gildi fyrir dsDNA mótefnamælingu er <10 IU/ml. Niðurstöður á bilinu 10-15 U/ml eru jaðargildi (á gráu svæði) og og getur þá eftir atvikum verið ástæða til að taka nýtt sýni og endurtaka mælinguna að nokkrum tíma liðnum.

        Svartími: Mælingar eru gerðar 2 sinnum í viku.

        Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

        Sýni - Serum (0,5 ml)
        Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels

        Sýnið skilið strax eftir storknun en ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst. við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið.
        Gæta skal þess að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.

        Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
        Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

        Sending og geymsla:

        Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

        Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-25°C) og senda síðar.



        Hide details for Cardiolipin mótefniCardiolipin mótefni

        Heiti rannsóknar: Anti Cardiolipin
        Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

        Ábending:

        Cardiolipin mótefni af IgM og IgG gerð sjást í antiphospholipid antibody syndrome (APS) og er tilvist þeirra hluti af Sapporo greiningarskilmerkjunum, ásamt öðrum sjálfsmótefnum (lupus anticoagulant og beta2-glycoprotein-I). APS tengist ýmsum gigtarsjúkdómum en sérstaklega SLE. 25-45% SLE sjúklinga hafa mælanleg cardiolipin mótefni, en einungis hluti þeirra þróar með sér APS. Cardiolipin mótefni beinast gegn svæðum (epitopum) á póteinum sem á ósamgildan hátt (noncovalently) tengjast phospholípíðum. Phospholípíð eru hluti af frumuhimnum og m.a. mikilvæg fyrir eðlilega blóðstorknun. Hjá einstaklingum með APS leiða sjálfsmótefni, þ.m.t. cardiolipin mótefni til ræsingar blóðflaga, blóðstorknunar og myndunar blóðtappa. Cardiolipin mótefni tengjast yfirleitt lengingu á APTT, en minni/engri breytingu á PT. Lítill hluti heilbrigðra einstaklinga mælast með cardiolipin mótefni og stundum tengist það hættu á þróun yfir í APS. Ennfremur geta cardiolipin mótefni af IgM gerð sést í sumum sýkingum (bakteríu, veiru og sníkjudýra) og geta þar tengst blóðtappamyndun. Það eru aðallega cardiolipin mótefni af IgG sem talin eru valda ofantöldum meingerðum.

        Cardiolipin mótefni af IgM gerð geta valdið falskt jákvæðu sárasóttarprófi (VDRL syphilis test) og einnig getur RF af IgM gerð valdið falskt jákvæðu cardiolipin IgM mótefnaprófi.

        Grunnatriði rannsóknar:

        Gerð er EliA sem mælir mótefni gegn cardiolipini, bæði af IgM og IgG gerðum.

        Aðferð:

        Flúrskinsmæling (FEIA/EliA) gerð á ImmunoCAP 250 tæki frá Phadia/Thermo Fisher.

        Niðurstöður eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.

        Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.

        Viðmiðunargildi: Eðlileg gildi eru <10 U/ml fyrir bæði IgM og IgG cardiolipin mótefni. Niðurstöður á bilinu 10–40 U/ml eru jaðargildi (á gráu svæði) og getur þá í sumum tilvikum verið ástæða til að endurtaka mælinguna á nýju sýni að einhverjum tíma liðnum.

        Svartími: Mælingar eru gerðar 2 sinnum í viku.

        Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

        Sýni - Serum (0,5 ml)
        Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels

        Sýnið skilið strax eftir storknun en ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst. við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið.
        Gæta skal þess að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.

        Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
        Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

        Sending og geymsla:

        Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

        Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-25°C) og senda síðar.


        Hide details for ANCA skimprófANCA skimpróf

          Heiti rannsóknar: ANCA
        Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

        Ábending:

        Anti-neutrophil cytoplasmic antibodies (ANCA) eru mótefni sem beinast gegn mótefnavökum í umfrymi neutrophila. Tvö megin mótefni hafa klíníska þýðingu, mótefni gegn próteinasa-3 (PR3) og gegn myeloperoxidasa (MPO). Báðir mótefnavakarnir finnast í azurophilic granulum neutrophila og í peroxidasa-jákvæðum lysosomum monocyta. Á óbeinu flúrskinsprófi gefa PR3 mótefni C-ANCA (cytoplasm) mynstur, en MPO mótefnin P-ANCA (perinuclear) mynstur. ANCA mótefni sjástí nær 90% sjúklinga með virkan, útbreiddan GPA (Granulomatosis with Polyangiitis = Wegener´s), þar af mælast 80-90% með PR3-ANCA en sumir með MPO-ANCA. Talsvert færri mælast með þessi mótefni ef um óvirkan GPA sjúkdóm er að ræða. ANCA mótefni finnast í 70% af sjúklingum með MPA (Microscopic Polyangiitis), en ólíkt GPA eru langflestir þessarra sjúklinga með MPO-ANCA og fáir með PR3-ANCA. 75-80% af sjúklingum með "renal-limited" æðabólgu hafa MPO-ANCA mótefni. 50% sjúklinga með Churg-Strauss syndrome hafa mælanleg ANCA mótefni, bæði gegn MPO og PR3, þó þau fyrrnefndu séu algengari. Í anti-GBM mótefna sjúkdómi finnast ANCA mótefni í 10-40% tilvika og oftast gegn MPO. ANCA mótefni hafa fundist í flestum gigtarsjúkdómum, s.s. RA, SLE, Sjögren´s, scleroderma. Í flestum slíkum tilfellum er um PR3-ANCA mótefni að ræða og þýðing þessarra mótefna þar er óljós. ANCA mótefni sjást einnig í 60-80% sjúklinga sem hafa ulcerative colitis, 20 - 30% sjúklinga með sclerosing cholangitis og 10-25% sjúklinga með Crohn´s, þá einkum MPO-ANCA.

        Að lokum finnast ANCA mótefni í ýmsum æðabólgum af völdum lyfja og er þá oftast um að ræða MPO-ANCA mótefni (dæmi um lyf: propylthiouracil, methimazole, hydralazine og minocycline).

        Grunnatriði rannsóknar:

        ELISA próf er notað til að greina tilvist mótefna gegn MPO og PR3. Ef sýnið er jákvætt er það sent utan til staðfestingar og magnákvörðunar.

        Aðferð:

        ELISA (Enzyme Linked Immunosorbent Assay).

        Niðurstöður eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.

        Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.

        Viðmiðunargildi: Neikvætt er eðlilegt. Jákvæð sýni eru send utan til staðfestingar og magnákvörðunar.

        Svartími: Mælingar eru gerðar 1 sinni í viku.

        Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

        Sýni - Serum (0,5 ml)
        Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels

        Sýnið skilið strax eftir storknun en ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst. við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið.
        Gæta skal þess að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.

        Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
        Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

        Sending og geymsla:

        Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

        Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-25°C) og senda síðar.


        Hide details for Mótefni gegn glomerular basement membrane (GBM mótefni)Mótefni gegn glomerular basement membrane (GBM mótefni)

        Heiti rannsóknar: Anti GBM
        Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

        Ábending:

        Mótefni gegn glomerular basement membrane (GBM mótefni) mælast í blóði sjúklinga með Goodpasture´s syndrome. Mótefnin eru sjúkdómsvaldandi (pathognomonic) og valda gauklabólgu (glomerulonephritis) með/án blæðinga frá lungum (í 50-60%). Mótefnin beinast langoftast gegn NC1 hluta alpha-3 keðju kollgens IV (alpha-3(IV) chain) sem er hluti af kollageni grunnhimna (basement membrane), sérlega í nýrum og lungum. Algengast er að skaðlegu anti-GBM mótefnin séu af IgG1 eða IgG3 gerð, en þau geta einnig verið af IgA eða IgM gerð. Anti-GBM mótefni geta mælst í heilbrigðum einstaklingum en eru þá iðullega af annarri gerð (IgG2 eða IgG4) og í mun minna magni. Magn mótefnanna er oft mjög hátt ef sjúkdómurinn er virkur og lækka oftast við meðferð. Einnig er hægt að greina útfellingar IgG og C3 í nýrnagauklum með flúrskinslitun á nýrnasýnum. Um þriðjungur Goodpasture´s sjúklinga mælist einnig með ANCA mótefni í blóði, oftar af MPO en PR3 gerð.

        Hægt er að óska eftir bráðamælingu á bæði anti-GBM og ANCA mótefnum í bráðatilfellum.

        Mögulegar viðbótarrannsóknir:

        Einnig er hægt að greina útfellingar IgG og C3 í nýrnagauklum með flúrskinslitun á nýrnasýnum. Um þriðjungur Goodpasture´s sjúklinga mælist einnig með ANCA mótefni í blóði.

        Grunnatriði rannsóknar:

        Gerð er ELISA sem greinir tilvist mótefna af IgG gerð gegn alpha-3 keðju kollagens IV. Jákvæð sýni eru send utan til staðfestingar og magnmælingar.

        Aðferð:

        Flúrskinsmæling (FEIA/EliA) gerð á ImmunoCAP 250 tæki frá Phadia/Thermo Fisher.

        Niðurstöður eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.

        Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.

        Viðmiðunargildi: Neikvætt er eðlilegt. Jákvæð sýni eru send utan til staðfestingar og magnákvörðunar.

        Svartími: Mælingar eru gerðar 2 sinnum í viku.

        Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

        Sýni - Serum (0,5 ml)
        Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels

        Sýnið skilið strax eftir storknun en ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst. við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið.
        Gæta skal þess að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.

        Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
        Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

        Sending og geymsla:

        Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

        Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-25°C) og senda síðar.



Ritstjórn

Helga Bjarnadóttir
Anna Guðrún Viðarsdóttir
Sigurveig Þ Sigurðardóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Helga Bjarnadóttir

Útgefandi

Helga Bjarnadóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 10/21/2011 hefur verið lesið 5232 sinnum