../ IS  
Útgefiđ gćđaskjal: Leiđbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-090
Útg.dags.: 09/28/2023
Útgáfa: 6.0
2.02.01.01 Insúlín
  Hide details for AlmenntAlmennt
  Verđ: Sjá Gjaldskrá
  Grunnatriđi rannsóknar: Insúlín er peptíđhormón sem framleitt er í β-frumum Langerhans eyja briskirtls. Insúlín er mikilvćgasta hormóniđ sem kemur ađ stjórnun blóđsykurs en ţađ örvar tilfćrslu glúkósa úr blóđi inn í frumur. Viđ sykursýki verđur truflun á stjórnun blóđsykurs, annars vegar vegna skerđingar á getu briskirtils til ađ framleiđa insúlín (sykursýki 1) og hins vegar vegna minna nćmis vefja fyrir áhrifum insúlíns (sykursýki 2).
  Helstu ábendingar: Blóđsykurfall (hypoglycemia), grunur um insúlínframleiđandi ćxli (insulinoma).
Hide details for MćliađferđMćliađferđ
  Electrochemiluminiscence immunoassay "ECLIA" á mćlitćki frá Roche (cobas e immunoassay analyzers).
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenćr mćling er framkvćmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenćr mćling er framkvćmd.
  Sýnataka: Sjúklingur skal hafa fastađ yfir nótt (helst >12 klst) fyrir sýnistökuna. Viđ grun um insúlínóma er ţó best ađ taka blóđsýni međan á blóđsykurfalli stendur.

  Gerđ og magn sýnis: Sermi án hemólýsu, 0,5 ml. Sýni tekiđ í lithíum heparín glas međ grćnum tappa međ geli (gul miđja) . Litakóđi samkvćmt Greiner.

  Geymsla: Sermi geymist í 2 daga í kćli og 6 mánuđi í frysti.
Hide details for ViđmiđunarmörkViđmiđunarmörk
2,6 - 24,9 mU/L (fastandi).
Hide details for NiđurstöđurNiđurstöđur
  Bíótín (B7 vítamín) í háum styrk getur valdiđ truflun, falskri lćkkun, í insúlín ađferđinni sem veriđ er ađ nota á Landspítala (Cobas Roche). Hjá sjúklingum á háum bíótín skömmtum (>5mg/dag) ţurfa ađ líđa a.m.k. 8 klst frá síđasta bíótín skammti ţar til blóđsýni er tekiđ. Ţađ sama gildir um fjölvítamín og bćtiefni sem innihalda bíótín (fjölvítamín og bćtiefni fyrir hár, húđ og neglur innihalda oft mikiđ bíótín).

  Túlkun: Insúlín hćkkar mikiđ eftir máltíđir og viđ túlkun niđurstađna verđur ađ taka tillit til ţess og athuga ađ viđmiđunarmörk eru fastandi gildi.
  Hćkkun: Insúlín hćkkar viđ sýkursýki 2, offitu, insúlínóma og viđ vissa innkirtlasjúkdóma svo sem Cushings heilkenni og ćsavöxt (acromegaly).
  Lćkkun: Sykursýki 1 og viđ vanvirkni heiladinguls (hypopituitarism).
Hide details for HeimildirHeimildir
  Upplýsingableđill Insulin, 2022-11, V 3.0. Roche Diagnostics, 2022.
  Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.

Ritstjórn

Sigrún H Pétursdóttir
Ingunn Ţorsteinsdóttir
Fjóla Margrét Óskarsdóttir
Guđmundur Sigţórsson

Samţykkjendur

Ábyrgđarmađur

Ísleifur Ólafsson

Útgefandi

Sigrún H Pétursdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesiđ ţann 03/03/2011 hefur veriđ lesiđ 4753 sinnum