../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-090
Útg.dags.: 09/28/2023
Útgáfa: 6.0
2.02.01.01 Insúlín
    Hide details for AlmenntAlmennt
    Verð: Sjá Gjaldskrá
    Grunnatriði rannsóknar: Insúlín er peptíðhormón sem framleitt er í β-frumum Langerhans eyja briskirtls. Insúlín er mikilvægasta hormónið sem kemur að stjórnun blóðsykurs en það örvar tilfærslu glúkósa úr blóði inn í frumur. Við sykursýki verður truflun á stjórnun blóðsykurs, annars vegar vegna skerðingar á getu briskirtils til að framleiða insúlín (sykursýki 1) og hins vegar vegna minna næmis vefja fyrir áhrifum insúlíns (sykursýki 2).
    Helstu ábendingar: Blóðsykurfall (hypoglycemia), grunur um insúlínframleiðandi æxli (insulinoma).
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
    Electrochemiluminiscence immunoassay "ECLIA" á mælitæki frá Roche (cobas e immunoassay analyzers).
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
    Sýnataka: Sjúklingur skal hafa fastað yfir nótt (helst >12 klst) fyrir sýnistökuna. Við grun um insúlínóma er þó best að taka blóðsýni meðan á blóðsykurfalli stendur.

    Gerð og magn sýnis: Sermi án hemólýsu, 0,5 ml. Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner.

    Geymsla: Sermi geymist í 2 daga í kæli og 6 mánuði í frysti.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
2,6 - 24,9 mU/L (fastandi).
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Bíótín (B7 vítamín) í háum styrk getur valdið truflun, falskri lækkun, í insúlín aðferðinni sem verið er að nota á Landspítala (Cobas Roche). Hjá sjúklingum á háum bíótín skömmtum (>5mg/dag) þurfa að líða a.m.k. 8 klst frá síðasta bíótín skammti þar til blóðsýni er tekið. Það sama gildir um fjölvítamín og bætiefni sem innihalda bíótín (fjölvítamín og bætiefni fyrir hár, húð og neglur innihalda oft mikið bíótín).

    Túlkun: Insúlín hækkar mikið eftir máltíðir og við túlkun niðurstaðna verður að taka tillit til þess og athuga að viðmiðunarmörk eru fastandi gildi.
    Hækkun: Insúlín hækkar við sýkursýki 2, offitu, insúlínóma og við vissa innkirtlasjúkdóma svo sem Cushings heilkenni og æsavöxt (acromegaly).
    Lækkun: Sykursýki 1 og við vanvirkni heiladinguls (hypopituitarism).
Hide details for HeimildirHeimildir
    Upplýsingableðill Insulin, 2022-11, V 3.0. Roche Diagnostics, 2022.
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.

Ritstjórn

Sigrún H Pétursdóttir
Ingunn Þorsteinsdóttir
Fjóla Margrét Óskarsdóttir
Guðmundur Sigþórsson

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ísleifur Ólafsson

Útgefandi

Sigrún H Pétursdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 5054 sinnum