../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-040
Útg.dags.: 10/02/2023
Útgáfa: 7.0
2.02.01.01 CA 125 æxlisvísir
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Cancer Antigen 125 (CA 125) er notað sem æxlisvísir fyrir eggjastokkakrabbamein. CA 125 er stórt glýkóprótein (sameindaþungi 200 kDa) sem finnst á yfirborði frumna í flestum eggjastokkakrabbameinum en þó ekki öllum. Magn þess í blóði kvenna með eggjastokkakrabbamein er oft verulega hækkað. Önnur krabbamein geta einnig myndað CA 125. Þess utan er CA 125 myndað í litlu magni af eðlilegum vefum í líkamanum og því geta sést vægt hækkuð gildi við sjúkdóma sem ekki eru illkynja.
Helstu ábendingar: Til að fylgjast með árangri meðferðar við eggjastokkakrabbameini. Eftirlit eftir meðferð við eggjastokkakrabbameini til að fylgjast með hvort sjúkdómurinn sé að taka sig upp aftur. Mælingin er ekki nægjanlega sérhæfð til að hægt sé að nota hana sem almennt skimunarpróf fyrir eggjastokkakrabbamein en stundum er mæling á CA 125 gerð hjá konum með aukna áhættu á sjúkdómnum vegna ættarsögu
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
Electrochemiluminiscence immunoassay "ECLIA" á mælitæki frá Roche (cobas e immunoassay analyzers). Við mælinguna eru notuð tvö einstofna mótefni, þ.e. biotín-merkt CA125-sértækt mótefni og ruthenium-merkt CA125 sértækt mótefni.
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Gerð og magn sýnis: Lithíum heparín plasma, 0,5 ml. Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner.

Geymsla: Geymist 5 daga í kæli og 3 mánuði í frysti.

Hvar mælt og hvenær: Mælt á rannsóknakjarna á Hringbraut allan sólarhringinn alla daga vikunnar.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
< 35 kU/L.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun Mæling á CA 125 er yfirleitt gerð áður en meðferð við eggjastokkakrabbameini er hafin og síðan með ákveðnu millibili meðan á meðferð stendur og eftir að henni er lokið. Endurteknar mælingar sem sýna hvort magn CA 125 er fallandi eða rísandi eru yfirleitt gagnlegri en stakar mælingar.
    Hækkun: CA 125 er hækkað í sermi hjá 50% kvenna með eggjastokkakrabbamein á stigi I, hjá 90% á stigi II og hjá ≥ 90% á stigum III og IV. CA 125 getur einnig mælst hækkað í sjúklingum með krabbamein í legi, brisi, lungum, brjóstum, ristli, endaþarmi og öðrum krabbameinum í meltingarvegi. Hækkuð gildi geta einnig sést í gulbúsfasa tíðahrings, snemma á meðgöngu, við legslímuflakk, bólgusjúkdóma í grindarholi, skorpulifur, lifrarbólgu og gollurshússbólgu.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Method Sheet CA 125 II (Cancer Antigen 125), REF11776223, V2.0. Roche Diagnostics, 2019-03.
    Laurells Klinisk kemi í praktisk medicin. Studentlitteratur, Lund, Svíþjóð, 2012; síða 640.
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fourth Edition. Elsevier Saunders, 2006

      Ritstjórn

      Aldís B Arnardóttir
      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir
      Ísleifur Ólafsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Fjóla Margrét Óskarsdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 9045 sinnum