../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-180
Útg.dags.: 03/14/2023
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Testósterón
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Testósterón er karlkyns sterahormón. Hjá körlum er testósterón að langmestu leyti framleitt í eistum og er framleiðslan undir stjórn LH frá heiladingli. Testósterón veldur og viðheldur þeim líkamsbreytingum sem verða hjá drengjum við kynþroska. Hjá konum er testósterón upprunið frá eggjastokkum og nýrnahettum. Magn testósteróns í sermi kvenna er aðeins um 5-10% af magni testósteróns í sermi karla. Hjá báðum kynjum er testósterón í blóði að stórum hluta bundið SHBG og albúmíni en aðeins lítill hluti, ~ 2%, er á fríum formi.
Helstu ábendingar:
Hjá körlum; grunur um vanstarfsemi kynkirtla (hypogonadism), getuleysi og ófrjósemi. Seinkaður eða ótímabær kynþroski. Hjá konum: óreglulegar eða engar tíðablæðingar, ófrjósemi, aukinn hárvöxtur (hirsutism) og karlmannlegt útlit (virilizatioin).
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
Electrochemiluminiscence immunoassay "ECLIA" á mælitæki frá Roche (cobas e immunoassay analyzers).
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Plasma 1,0 ml. Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner

Geymist 7 daga í kæli, 6 mánuði í frysti.
Mæling er gerð alla virka daga.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Eiga við um sýni sem tekin eru að morgni (07-09).
Aldur í árum
nmól/L
Karlar 20-50
8,6-29
Karlar > 50
6,7-25,7
Konur 20-50
0,3-1,7
Konur > 50
0,1-1,4


Tanner StigDrengir (7-18 ára) - nmól/LStúlkur (8-18 ára) - nmól/L
1< 0,10,1 - 0,2
20,1 - 150,1 - 0,4
32,3 - 270,1 - 0,8
46,2 26,50,1 - 0,9
56,5 - 30,60,2 - 1,3

AldurDrengir (nmól/L)Stúlkur (nmól/L)
0-1 mán0 - 6,80 - 0,6
1-5 mán0 - 6,10 - 0,2
6-11 mán0,1 - 0,20,1 - 0,2
1-5 ára0,1 - 0,90,1 - 0,4
6-9 ára0,1 - 1.00,1 - 0,4
10-11 ára0,2 - 1,70,2 - 0,9
12-14 ára0,4 - 19,80,4 - 1,4
15-19 ára7,6 - 27,70,2 - 1,4

Viðmiðunarmörk fyrir fullorðna og fyrir Tanner stig eru frá framleiðanda hvarfefnanna (Roche).
Viðmiðunarmörk fyrir börn og unglinga eru fengin úr "Pediatric Reference Intervals".

Umreiknistuðlar; nmól/L x 0,288 = ng/mL, ng/mL x 3,47 = nmól/L, ng/mL x 100 = ng/dL.
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Truflandi efni: Bíótín (B7 vítamín) í háum styrk getur valdið truflun, falskri hækkun, í testósterón aðferðinni sem verið er að nota á Landspítala (Cobas Roche). Hjá sjúklingum á háum bíótín skömmtum (>5mg/dag) þurfa að líða a.m.k. 8 klst frá síðasta bíótín skammti þar til blóðsýni er tekið. Það sama gildir um fjölvítamín og bætiefni sem innihalda bíótín (fjölvítamín og bætiefni fyrir hár, húð og neglur innihalda oft mikið bíótín).

Túlkun
Magn testósteróns í sermi er mjög lágt hjá börnum en fer hækkandi við 10-12 ára aldur, einkum hjá drengjum. Fullorðinsgildum er náð á táningsaldri. Hjá körlum lækkar magnið oft lítilega eftir 50 ára aldur. Hjá körlum eru reglulegar sólarhringssveiflur með hæst gildi að morgni en lægst að kvöldi (u.þ.b. 20% lægri).
Hækkun: Hjá körlum getur testósterón hækkað vegna testósterón framleiðandi æxla í eistum og nýrnahettum. Hjá konum getur testósterón hækkun komið fram við fjölblöðru eggjastokka heilkenni (polycystic ovary syndrome), við adrenal hyperplasíu og við æxli í eggjastokkum eða nýrnahettum.
Lækkun: Kemur fram við vanstarfsemi kynkirtla hjá körlum (primer gonadal failure eða hypogonadotropic hypogonadism). Sé testósterón lækkun óviss (gildi nálægt neðri viðmiðunarmörkum) skal endurtaka mælinguna (passa sérstaklega uppá að þetta sýni sé tekið að morgni) og biðja jafnframt um mælingu á SHBG og útreikning á Virku testósteróni.
Hide details for HeimildirHeimildir
Upplýsingableðill Elecsys Testosterone II, Cobas Roche, 2022-11, V 1,0
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics, Sixth Edition, Elsevier 2017
Pediatric Reference Intervals, 5th edition. Edited by Stephen J. Soldin, Carlo Brugnara, and Edward C. Wong. AACC Press 2005.

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir
    Guðmundur Sigþórsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 5064 sinnum