../ IS  
Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer: Rblóð-010
Útg.dags.: 08/06/2024
Útgáfa: 7.0
2.02.01.01 APTT (Activated Partial Thromboplastin Time)
Hide details for Rannsóknir -  AlmenntRannsóknir - Almennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Rannsóknin er næm fyrir skorti á storkuþáttum í innra og sameiginlega storkukerfinu og fyrir hemlum sem hindra storkuþætti innra og sameiginlega kerfisins, t.d. heparín.
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Gerð og magn sýnis:
Blóð tekið í storkuprófsglas sem inniheldur 3,2% natríum sítrat.
Litakóði samkvæmt Greiner.
Sýnatökuglasið verður að vera alveg fullt, glasinu velt vel og sent rannsóknastofu sem allra fyrst.
Ath: Stasað sem minnst og sjúklingur á alls ekki kreppa og rétta úr hnefa.
Sýnaglas skilið niður í skilvindu við 20°C og 3000 rpm í 10 mínútur. Mælingin er gerð á plasma.

Mælingin skal gerð innan 4 klst frá blóðtöku.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Plasma geymist 4 klst við 20±5°C
Plasma geymist fryst við -70°C.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
29,0 - 44,0 sek.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Svar: Storkutími í sekúndum.

    Túlkun
    Hækkun: Lenging á APTT (Activated Partial Thromboplastin Time) getur komið fram við skort eða galla á storkuþáttunum XII, XI, X, IX, VIII, V, II, I, prekallikreini og high molecular weight kininogen. Næmi fyrir lækkun storkuþáttar I er lítið. Einnig geta storkuhemlar (blóðþynningarlyf, mótefni gegn storkuþáttum eða fosfólípíðum) í blóði lengt APTT. Rétt er að telja blóðflögur og mæla APTT áður en i.v. heparínmeðferð er hafin. Telja má i.v. heparínmeðferð hæfilega ef u.þ.b. tvöföld til þreföld lenging verður á APTT (í sýni sem er tekið um 1/2 klst fyrir heparíngjöf, sé meðferðin ekki samfelld).
    Lækkun:Ekki er vitað að stytting á APTT hafi klíniska þýðingu.

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Kristín Ása Einarsdóttir
    Páll Torfi Önundarson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Páll Torfi Önundarson

    Útgefandi

    Sigrún H Pétursdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/06/2011 hefur verið lesið 6214 sinnum