../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-028
Útg.dags.: 11/08/2023
Útgáfa: 3.0
2.02.01.01 Amýlasi í þvagi
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Amýlasi skilst út í gegnum nýrun og því hægt að mæla amýlasa í þvagi.
Við brisbólgu helst amýlasi í þvagi lengur hækkaður en amýlasi í blóði. Amýlasi í þvagi hækkar ekki við myndun macro-amýlasa.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
5-10 ml af þvagi
Sýni má senda við stofuhita.
Má geyma í 2 sólarhringa í ísskáp

Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Túlkun
Hækkun: Sést þegar amýlasi í sermi hækkar. Undantekning er hækkun á macro-amýlasa, þá sést hækkun á amýlasa í sermi, en ekki þvagi.
Hide details for HeimildirHeimildir
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Sigrún H Pétursdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/06/2011 hefur verið lesið 1994 sinnum