../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-074
Útg.dags.: 12/09/2021
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Fosfat í þvagi
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Um það bil 180 mmol af fosfati eru síuð um gaukla nýrna á sólarhring, en 85-90 % þess er endurupptekið í nýrnapíplum. Heildarútskilnaður fosfats í þvagi er háður styrk fosfats í plasma, gaukulsíunarhraða (GFR), starfshæfni nýrnapípla og styrk parathyroid hormóns (PTH) í blóði. PTH eykur útskilnað fosfats í þvagi og eykur endurupptöku á kalsíum í nýrnapíplum. Heildarútskilnaður er fyrst og fremst háður heildarmagni fosfats sem tekið er inn í fæðu.
Helsta ábending rannsóknarinnar er grunur um sjúkdóm í nýrnapíplum og hyperparatyroidisma.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Sólarhringsþvagi er safnað samkvæmt leiðbeiningum.

Sýrið: setjið 25 ml af 50 % ediksýru í söfnunarílát áður en söfnun hefst. Magn þvags mælt og 10-20 ml sendir til rannsóknar ásamt upplýsingum um þvagmagn. Einnig má safna þvaginu ósýrðu og sýra það á rannsóknastofunni.
Mæling er gerð alla virka daga á rannsóknakjarna Hringbraut.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
13 – 42 mmol/24 klst.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Heildarútskilnaður á fosfati í þvagi er mjög háður heildarneyslu fosfats í fæðu og skal meta niðurstöður með tilliti til hennar.
    Hækkun: Við hyperparathyroidisma, mikla fosfatneyslu og meðferð með þvagræsilyfjum.
    Lækkun: Við hypoparathyroidisma, litla fosfatneyslu, sérlega ef jafnframt er tekið sýrubindandi lyf (aluminiumhydroxýð).

    Hægt er að reikna út svokallaða hlutfallslega endurupptöku á fosfati (TRP%; tubular reabsorption of phosphate) með eftirfarandi hætti:

    TRP% = 100 x (1 – (fosfatúthreinsun/kreatínínútheinsun))

    Viðmiðunarmörk fyrir TRP% fyrir konur og karla er 83 – 93%.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    Method Sheet Phosphate, RE 03183793 122, V8. Roche Diagnostics, 2018-12.

    Laurells Klinisk kemi í praktisk medicin. Studentlitteratur, Lund, Svíþjóð, 2012; síða 476.

    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fourth Edition. Elsevier Saunders, 2006.


      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ísleifur Ólafsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Sigrún H Pétursdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 4934 sinnum