../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-056
Útg.dags.: 03/09/2022
Útgáfa: 3.0
2.02.01.01 Elastasi 1 í saur
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Elastasi-1 er eitt af meltingarensímum briskirtilsins. Það er ekki brotið niður í meltingarveginum og skilst því út í saur á óbreyttu formi. Styrkur elastasa-1 í saur endurspeglar starfgetu briskirtilsins, þ.e. útkirtils (exocrine) hlutans.
Helstu ábengingar:
Óbeint mat á brisstarfsemi.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Saursýni, u.þ.b. 1-5 g ( ~ ein teskeið).

Sýnið geymist í 3 daga við 4-8 ºC og í eitt ár við -20 °C.
Mæling gerð tvisvar í mánuði á rannsóknarkjarna Lsp. Fossvogi.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
≥ 200 μg elastasi-1/g saur. Þessi viðmiðunargildi eiga við bæði fyrir fullorðna og börn eldri en 1 mánaðar gömul.
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Truflandi efni: Mjög matnsmiklar/linar hægðir geta truflað niðurstöðuna vegna þynningar (sjá að neðan).

Túlkun
Mælist styrkur elastasa < 200 μg/g saurs, bendir það til þess að útkirtils hluti briskirtilsins sé ekki að starfa eðlilega. Hjá börnum er algengasta orsökin slímseygjusjúkdómur (cystic fibrosis). Hjá fullorðnum geta orsakirnar verið t.d. langvinn brisbólga (cronic pancreatitis) og briskirtilskrabbamein. Í mjög vatnsmiklum/linum hægðum getur orðið þynning á elastasa-1 styrk. Mælist elastasi-1 < 200 μg/g saurs í slíkum sínum skal endurtaka mælinguna á formuðum hægðum.
Hide details for HeimildirHeimildir
ScheBo Pancteatic Elastase 1. Upplýsingableðill frá fremleiðanda. Nov. 2017

    Ritstjórn

    Gyða María Hjartardóttir
    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir
    Guðmundur Sigþórsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Sigrún H Pétursdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 2279 sinnum