../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Resd-018
Útg.dags.: 03/11/2024
Útgáfa: 5.0
2.02.03.01 Fósturskimun með samþættu líkindamati á fyrsta þriðjungi meðgöngu
    Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
    Heiti rannsóknar: Fósturskimun með samþættu líkindamati á fyrsta þriðjungi meðgöngu Annað heiti rannsóknar:
    Markmið rannsóknar: Fósturskimun með samþættu líkindamati á fyrsta þriðjungi meðgöngu (11 - 14 vikur) er skimun sem gefur vísbendingar um líkur á litningagöllum eins og þrístæða 21,18,13, þrílitnun og kynlitningafrávikum þ.e. 45, XO. Einnig getur fósturskimun ásamt ómskoðun gefið upplýsingar um byggingagalla og ástand fylgju og fósturs.
    Aðferð: Mælivísar fyrsta þriðjungs eru tveir lífefnavísar úr sermi þungaðrar konu, frítt- ßhCG og PAPP-A ásamt ómvísum fósturs m.a. hnakkaþykkt. Mælingar byggjast á TRACE tækni (Time-Resolved Amplified Cryptate Emission).
    Eining ESD: Lífefnaerfðarannsóknir - fósturskimun.
    Ábendingar: Öllum þunguðum konum er boðin fósturskimun.
    Pöntun: Beiðni er eingöngu um Heilsugátt.
    Verð: Grunngjald 30 einingar, viðbætur sjá Gjaldskrá
    Hide details for Undirbúningur sjúklings og sýniUndirbúningur sjúklings og sýni
    Upplýst samþykki: Einstaklingur á að vera upplýstur um rannsókn og mögulegar niðurstöður.
    Tegund sýnaglas: Heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja).
    Magn sýnis: 2 x 5 ml heilblóð. Lágmark 0,25 ml af sermi þarf fyrir eina mælingu.
    Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna
    Geymsla ef bið verður á sendingu: Blóðsýni skilið niður innan við 5 klst. frá sýnatöku og sermi ýmist fryst eða sett í kæli, til að forðast hitabreytingar á sýni.
    Flutningskröfur: Frá Akureyri (SAk): Sermi er fryst og sent flugleiðis í kæliboxum.
    Hide details for Niðurstaða og túlkunNiðurstaða og túlkun
    Niðurstöður úr fósturskimun eru tölfræðilegt líkindamat sem fengnar eru fram með mælingum á lífefnavísum, aldri móður, meðgöngulengd og hnakkaþykkt ásamt aðlögunarþáttum í forritinu Astraia.
    Útgáfu svara annast Fósturgreingardeild LSH sem sendir þau á viðkomandi heilsugæslu og/eða mæðravernd.
    Ef niðurstöður á samþættu líkindamati er yfir settum mörkum er ljósmóðir konunnar eða staðgengill hennar látin vita um niðurstöðuna og annast hún ásamt sérfræðingi (kvenlækni) deildarinnar og /eða erfðaráðgjaf ESD framgangi á þeim niðurstöðum.

Ritstjórn

Eiríkur Briem - eirikubr
Sigríður Helga Sigurðardóttir - sigsigur
Valdís Finnsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Jón Jóhannes Jónsson

Útgefandi

Sigríður Helga Sigurðardóttir - sigsigur

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 09/18/2015 hefur verið lesið 1269 sinnum