../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rblóð-086
Útg.dags.: 11/30/2023
Útgáfa: 2.0
2.02.01.01 von Willebrands faktor virkni (vWF:Rco)
Hide details for Rannsóknir -  AlmenntRannsóknir - Almennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
    Von Willebrand faktor (vWF) er nauðsynlegur fyrir bindingu blóðflaga við sárbarm, en blóðflöguviðtakinn GP Ib tengist við VWF í sári. Tvær aðferðir eru notaðar til að mæla vWF, antigen mæling (vWF:Ag) og virkniaðferð: ristocetin kófaktor (vWF:RCo). Rannsóknin er gagnleg við greiningu von Willebrands
    sjúkdóms (vWD).
    Breytileiki: vWF:RCo eykst við östrógen inntöku og á meðgöngu, sömuleiðis við marga sjúkdóma, áreynslu og streitu (acute phase reactant). Einnig getur magn vWF hjá sama einstaklingi verið breytilegt frá einum tíma til annars, þess vegna þarf oft að endurtaka mælingu til að staðfesta lág gildi.
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Gerð og magn sýnis:
Blóð tekið í storkuprófsglas sem inniheldur 3,2% natríum sítrat.
Litakóði samkvæmt Greiner
Sýnatökuglasið verður að vera alveg fullt, glasinu velt vel og sent rannsóknastofu sem allra fyrst.
Ath: Stasað sem minnst og sjúklingur á alls ekki kreppa og rétta úr hnefa.

    Sýnaglas skilið niður í kældri skilvindu við 4°C. Plasmað tekið frá innan 30 mínútna. Mælingin er gerð á plasma.
Plasma geymist fryst við - 70°C ef mæling er ekki gerð strax.
Mæling gerð eftir þörfum.
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Svar: U/dl.
Túlkun
Hækkun: Hefur verið tengd við thrombotisk áföll en sambandið er ósannað.
Lækkun: Lækkun á vWF:RCo finnst við von Willebrands sjúkdóm.
Hide details for HeimildirHeimildir
Pakkaleiðbeiningar frá Diagnostica STAGO S.A.S.

Ritstjórn

Oddný Ingibjörg Ólafsdóttir
Sigrún H Pétursdóttir
Ingunn Þorsteinsdóttir
Fjóla Margrét Óskarsdóttir
Sigrún Reykdal

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Sigrún Reykdal

Útgefandi

Fjóla Margrét Óskarsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/08/2011 hefur verið lesið 882 sinnum