../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rmein-134
Útg.dags.: 06/05/2024
Útgáfa: 2.0
2.02.02.02 Leghálssýni (endaþarmssýni)- skimun fyrir leghálskrabbameini
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Frumurannsókn - leghálssýni (endaþarmssýni) - skimun fyrir leghálskrabbameini

Markmið rannsóknar: Greining leghálskrabbameina og forstigsbreytinga með smásjárskoðun á sýni frá leghálsi.

Pöntun:
Rafræn skimunarbeiðni gegnum Sögu eða
Embætti landlæknis.
Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana sendir rafræna rannsóknarbeiðni, sem stofnuð út frá skimunarbeiðni, hjá
Skimunarskrá landlæknis.

Verð: 20 einingar. Sjá Gjaldskrá

Ábendingar:
Konum á aldrinum 23-64 ára er boðið að mæta í leghálsskimun. Sjá leiðbeiningar
frá Embætti landlæknis.
Konur á öllum aldri með einkenni sem geta bent til leghálskrabbameins t.d. óþægindi við samfarir, blæðingar eftir samfarir, blæðingar eftir tíðarhvörf eða óreglulegar blæðingar. Einkennasýni fara bæði í frumuskoðun og HPV mælingu. Einnig eru tekin sýni hjá konum sem eru í eftirliti eftir keiluskurð vegna forstigsbreytinga og hjá sérstökum áhættuhópum.

Mögulegar viðbótarrannsóknir: HPV mæling (veirufræðideild)
Hide details for SýnatakaSýnataka
Ílát og áhöld:
Bursti frá Hologic. Sýni eru tekin í ThinPrep Pap Test glös sem framleidd eru af Hologic. Glösin innihalda 20 ml af ThinPrep PreservCyt vökva. Ekki skal nota sýnaglös sem eru útrunnin en þá dagsetningu má finna á sýnaglasinu sjálfu.
Sýni geymist í glasi í 6 vikur frá sýnatöku.

Glas merkt á viðeigandi hátt, sjá skjal Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna.

Gerð og magn sýnis:
Einn bursti sem snúið hefur verið í 5 heila hringi í kringum legháls (eða endaþarm) í 20 ml af PreservCyt vökvaglasi. Ef vantar vökva í sýnaglas þarf að bæta PreservCyt vökva út í glasið.
Ekki má setja PBS buffer, saltvatn, alkóhól eða lausnir sem innihalda formalín í glasið í staðinn þar sem það getur haft áhrif á greiningu sýnisins.

Lýsing sýnatöku:
Undirbúningur
Helst ekki nota sleipiefni eða gel en ef þörf er á því að nota þunnt lag af carbomer-fríu sleipiefni eða geli. Fyrir bestu sýnatöku getur hjálpað að fjarlægja slím, útferð og bólgu útferð sem til staðar eru á leghálsinum með grisju. Vökvasýnatækin gera ekki greinamun á frumum sem þörf er á að skoða, eins og flöguþekju- og kirtilþekjufrumum og frumum sem ekki nýtast við greiningu, eins og bólgufrumum, blóði eða slími. Ekki hreinsa leghálsinn með saltvatni þar sem það getur leitt til of fárra frumna í sýni.

Sýnataka
Leghálssýni (endaþarmssýni) eru tekin með bursta sem framleiddur er af Hologic. Til að ná algjörlega fullnægjandi sýni þarf miðja burstans að ná inn í innanleghálsgöngin þannig að stuttu broddarnir á burstanum strjúki ytra yfirborði leghálssins. Ýta þarf burstanum mjúklega í leghálsinn og snúa burstanum í fimm heila hringi. Þegar búið er að taka sýnið er burstinn með frumunum settur eins fljótt og hægt er í PreservCyt lausnina sem er til staðar í sýnaglasinu, frumur eru losaðar af bursta í vökva og bursti fjarlægður.
Ekki má skilja hausinn af burstanum eftir í sýnaglasinu.
Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
Merking, frágangur og sending sýna og beiðna
Sjá Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna.

Að auki skal auðkenna sýni og beiðnir skv. skimunarferli sýnis:
      • B forskeyti: bæði HPV mælingar- og frumurannsóknarbeiðni stofnuð
      • H forskeyti: einungis HPV mælingar beiðni stofnuð
      • M forskeyti: einungis frumurannsóknarbeiðni stofnuð
Sýni skulu berast meinafræðideild innan tveggja vikna frá sýnatöku.

Geymsla ef bið verður á sendingu:
Sýni skal geyma og senda við stofuhita (15-30°C). Hægt er að rannsaka sýni í 6 vikur eftir að sýni hafa verið tekin. Eftir að sýnaglösin hafa farið í frumurannsókn og HPV mælingu eru þau geymd í 1 mánuð ef bæta þarf við HPV mælingu eða frumuskoðun.

Flutningskröfur:
Passa þarf að loka sýnaglösum vel fyrir sendingu þannig að svarta línan á lokinu endi vinstra megin við svörtu línuna á glasinu. Ef glasið er ekki nógu vel lokað er hætta á að vökvinn leki.

Hide details for SvartímiSvartími
Svartími er skilgreindur sem fjöldi virkra daga frá því að sýnið er móttekið á rannsóknastofu og þar til staðfest svar er birt í Heilsugátt.
Svar við frumurannsókn á leghálssýnum best innan 15 daga.
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Niðurstöður birtast í Heilsugátt og í Skimunarskrá landlæknis
Sjá leiðbeiningar frá Embætti landlæknis varðandi ferli að niðurstöðu lokinni.
Hide details for HeimildirHeimildir
Holocic, Inc. Protocol: Rovers Cervex-Brush Combi devicel.http://www.holocic.com
Holocic, Inc. ThinPrep 5000 Processor Operator's Manual. http://www.holocic.com
Holocic, Inc. ThinPrep 5000 Pap Test: specimen collectionl.http://www.holocic.com
Holocic, Inc. Thinprep Pap Test Lubricant Compatibility List. http://www.holocic.com
Krabbameinsfélagið (18. janúar 2023). Leghálskrabbamein.Fengið frá http://www.krabb.is.
Landlæknir (28. maí 2024). Flæðirit vegna leghálsskimunar kvenna.Fengið frá https://www.landlaeknir.is/
Landlæknir (18. janúar 2023). Skimun fyrir leghálskrabbameini. Fengið frá https://www.landlaeknir.is/

    Ritstjórn

    Ingibjörg Guðmundsdóttir - ingibgud
    Jurate Ásmundsson - juratea
    Helga Sigrún Gunnarsdóttir - helgashe

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Jón G Jónasson

    Útgefandi

    Helga Sigrún Gunnarsdóttir - helgashe

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 01/25/2023 hefur verið lesið 505 sinnum