../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rmynd-082
Útg.dags.: 02/23/2017
Útgáfa: 4.0
2.02.02.01 Maga- og skeifugarnarannsókn er þetta enn gert?
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, frábendingarRannsóknir - Heiti, ábendingar, frábendingar
Heiti rannsóknar: Maga- og skeifugarnarannsókn
Samheiti: Magi- og duodenum
Pöntun: Heilsugátt og leiðbeiningar um pöntun myndgreiningarþjónustu.
Ábendingar: Þrengsli, fæðingargallar,æxli, leki eftir aðgerð, annað
Frábendingar: Þungun.
    Hide details for Undirbúningur og framkvæmdUndirbúningur og framkvæmd

    Undirbúningur:
          • Fasta í 8 klst fyrir rannsókn á mat og drykk.
          • Taka má sín lyf ef einhver eru.
          • Hvorki má reykja, né tyggja tyggigúmmí 8 klst fyrir rannsókn.

    Aðferð: Drekka þarf barium-skuggaefni á röntgendeildinni. Stundum þarf að kyngja kornum sem mynda loft i maga með skuggaefninu. Myndir eru teknar í skyggningu. Rannsókn er framkvæmd af röntgenlækni með aðstoð geislafræðings.
    Við skyggningu og myndgreiningarrannsókn af maga er notað röntgentæki sem gefur frá sér jónandi geislun.


    Tímalengd: 30 mín

    Eftirmeðferð: Mælt er með að drekka vel af vökva í nokkrar klukkustundir eftir rannsókn á meðan skuggaefnið er að hreinsast úr meltingafærum.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Röntgenlæknir skoðar og metur rannsóknina. Niðurstaða er send til þess læknis sem óskaði eftir rannsókn, þegar svar hefur verið staðfest. Oftast er það næsti virki dagur. Læknar innan LSH geta skoðað svör og myndir í heilsugátt.

    Svör eru eingöngu lesin fyrir lækna. Starfsfólki öðrum en læknum og læknariturum er óheimilt að lesa svar í síma.

    Ritstjórn

    Alda Steingrímsdóttir
    Soffía G Þorsteinsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Pétur Hannesson

    Útgefandi

    Alda Steingrímsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 07/02/2012 hefur verið lesið 2813 sinnum