../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-049
Útg.dags.: 03/06/2023
Útgáfa: 7.0
2.02.01.01 Cýclósporín
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Cýclósporín er ónæmisbælandi lyf af flokki kalsíneurín-hamlara og er öflugur hemill á T-frumu virkjun. Lyfið er notað eftir líffæraflutninga til að fyrirbyggja höfnun ígræðslulíffæris auk þess sem það er notað við ákveðnum sjálfsofnæmissjúkdómum. Lyfjahvörf cýclósporíns eru mjög breytileg og einstaklingsbundin og því er oft lítið samband á milli skammtastærða og blóðþéttni lyfsins. Aftur á móti er greinilegt samband á milli blóðþéttni og ónæmisbælingar og blóðþéttni og aukaverkana. Mörg lyf ýmist tefja eða hraða niðurbroti cýclósporíns og hafa þannig áhrif til hækkunar eða lækkunar á styrk cýclósporíns í blóði.
Helstu ábendingar: Við cýclósporín meðferð er nauðsynlegt að fylgjast með styrk lyfsins í blóði, bæði til að tryggja nægjanlega ónæmisbælingu og eins til að draga úr líkum á aukaverkunum sem eru margvíslegar, t.d. nýrna- og lifrar- skemmdir.
Mæliaðferð: Electrochemiluminescence immunoassay (ECLIA) á Cobas efnagreini frá Roche (frá júní 2015).
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Sýnataka: Algengast er að sýni sé safnað rétt fyrir lyfjagjöf, þ.e. að lágildi (trough level) sé mælt.
Gerð og magn sýnis: EDTA heilblóð, 2 ml. Velta þarf sýnaglasi a.m.k. x 5 eftir blóðsöfnun. Sýni skal ekki skilja niður. Sýni skal safnað í glas með fjólubláum tappa án gels (svört miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner.
Geymsla: Geymist í 7 daga við 2-8ºC. Ef sýni er ekki mælt innan 7 daga skal geyma það í frysti.
Framkvæmd: Mæling er gerð tvisvar sinnum í viku á rannsóknarkjarna Hringbraut.
Hide details for MeðferðarmörkMeðferðarmörk
Meðferðarmörk eru einstaklingsbundin og ákveðin af þeim lækni sem meðhöndlar sjúklinginn.
Eitrunarmörk: Styrkur cýclósporíns > 600 ng/mL (lággildi) tengist aukaverkunum í nýrum, lifur og taugakerfi auk hættu á sýkingum.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Truflandi efni:
    Bíótín (einnig þekkt sem B7) í háum styrk getur valdið truflun, falskri hækkun, í cýclósporín aðferðinni sem verið er að nota á Landspítala (Cobas Roche). Hjá sjúklingum á háum bíótín skömmtum (>5mg/dag) þurfa að líða a.m.k. 8 klst frá síðasta bíótín skammti þar til blóðsýni er tekið. Það sama gildir um fjölvítamín og bætiefni sem innihalda bíótín (fjölvítamín og bætiefni fyrir hár, húð og neglur innihalda oft mikið bíótín).

    Túlkun: Meðferðarmörk eru einstaklingsbundin og ákveðin af þeim lækni sem meðhöndlar sjúklinginn. Algeng meðferðarmörk (lággildi) eftir líffæraflutninga eru á bilinu 100-350 ng/mL, háð líffæri, hve langt er liðið frá aðgerð (líffæraflutningi) og hvort önnur lyf séu gefin samhliða. Styrkur cýclósporíns > 600 ng/mL (lággildi) tengist aukaverkunum í nýrum, lifur og taugakerfi auk hættu á sýkingum.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Cyclosporin 2022-12, V 5.0. Roche Diagnostics.
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.

        Ritstjórn

        Sigrún H Pétursdóttir
        Ingunn Þorsteinsdóttir
        Fjóla Margrét Óskarsdóttir
        Guðmundur Sigþórsson

        Samþykkjendur

        Ábyrgðarmaður

        Ísleifur Ólafsson

        Útgefandi

        Ingunn Þorsteinsdóttir

        Upp »


        Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 3241 sinnum