../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-191
Útg.dags.: 03/07/2023
Útgáfa: 7.0
2.02.01.01 Valpróinsýra
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Valpróínsýra er fitusýra með krampastillandi eiginleika, notuð til meðhöndlunar á ákveðnum gerðum flogaveiki. Valpróínsýra frásogast að fullu frá meltingarvegi, hámarksstyrkur í blóði næst eftir 1-4 klst (2-8 klst eftir inntöku sýruhjúpstaflna). Dreifingarrúmmál er um 0,2 L/kg og próteinbinding um 90%. Helmingunartími valpróínsýru eru u.þ.b. 8-16 klst nema hjá nýburum þar sem hann er talsvert lengri. Innan við 5% valpróínsýru útskilst óbreytt um nýru, 95% umbrotna í lifur, aðalega með samtengingu við glúkúróníð og með beta-oxun. Valpróínsýra er einnig hvarfefni fyrir CYP 2C9 , 2C19 og 2A6 en þessi ensím sjá aðeins um lítinn hluta niðurbrotsins. Milliverkanir eru á milli valpróínsýru og ýmissa lyfja t.d. sumra flogaveikilyfja. Jafnvægi næst á sermisstyrk valpróínsýru eftir 2-4 daga lyfjatöku. Algengustu aukaverkanir valpróínsýru eru einkenni frá meltingarvegi, s.s. ógleði og kviðverkir. Alvarlegar aukaverkanir sem geta verið lífshættulegar eru lifrarskemmdir, brisbólga og blóðflögufæð. Þessar aukaverkanir eru líklegri ef sermisstyrkur lyfsins er yfir meðferðarmörkum. Einkenni bráðrar ofskömmtunar er meðvitunarleysi, öndunarslæving og blóðsýring.
Helstu ábendingar: Meðferðareftirlit og grunur um eitrun af völdum lyfsins.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Sýnataka: Við meðferðareftirlit skal safna sýni rétt fyrir venjulegan lyfjatökutíma og ekki tekið fyrr en jafnvægi er komið á lyfjastyrkinn í blóði sem er eftir 5 helmingunartíma lyfsins (á bæði við í upphafi lyfjameðferðar og eins eftir breytingar á skömmtum).
Gerð og magn sýnis: Sermi, 0,5 ml. Sýni tekið í serum glas með rauðum tappa án gels (svört miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner.
Geymsla: Sýni geymist í 7 daga í kæli og í 3 mánuði í frysti.
Framkvæmd: Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar á rannsóknakjarna Hringbraut.
Hide details for MeðferðarmörkMeðferðarmörk
Meðferðarmörk: 350-700 µmól/L.
Eitrunarmörk: > 700 µmól/L.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Truflandi efni: Gel í blóðtökuglasi getur valdið falskri lækkun á styrk lyfs í blóðsýni með því að draga lyfið í sig. Þessi lækkun getur verið klínískt marktæk, háð rúmmáli sýnis og þeim tíma sem sýnið er geymt í glasinu.

    Túlkun
    Meðferðarmörk miðast við lágstyrk, þ.e. blóðsýni fyrri mælingu skal safnað þegar sermisstyrkur valpróínsýru er í lágmarki, þ.e. rétt fyrir reglulega inntöku lyfsins. Fylgjast þarf reglulega með lifrarstarfsemi sjúklinga fyrstu 6 mánuði meðferðarinnar en á þeim tíma verður lifrarskemmda helst vart. Við grun um eitrun af völdum valpróínsýru er sýni safnað umsvifalaust. Eftir inntöku mjög stórra skammta getur dregist í allt að 17 klst að lyfið nái hámarksþéttni í blóði og skal því endurtaka mælinguna eftir 4-6 klst til að ganga úr skugga um að hámarksþéttni sé náð.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Valproic acid, 2022-08, V13, Roche Diagnostics.
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir
    Guðmundur Sigþórsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 2552 sinnum