../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-344
Útg.dags.: 09/15/2022
Útgáfa: 9.0
2.02.31 Þvag - Schistosoma
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Schistosoma í þvagi
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    (1) Grunur um sýkingu af völdum Schistosoma haematobium eða S. intercalatum hjá sjúklingum sem hafa verið í snertingu við ferskvatn á landlægum svæðum og hafa blóð í þvagi eða mótefni gegn Schistosoma.
    (2) Eftirlit eftir meðferð.

    Mögulegar viðbótarrannsóknir: Leita má að mótefnum gegn Schistosoma u.þ.b. 2-5 vikum eftir mögulega sýkingu. Rannsóknin er gerð erlendis.
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Eftir þéttingu með þeytivindun er botnfall skoðað í smásjá, og leitað að Schistosoma eggjum. S. haematobium og S. intercalatum skiljast venjulega út í þvagi, en S. mansoni og S. japonicum mun sjaldnar. Athugað er hvort eggin séu lifandi og það tekið fram á svari.
    Hide details for SýnatakaSýnataka
      Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
      Hreint ílát með utanáskrúfuðu loki. Engum vökvum eða rotvarnarefnum má bæta í ílátið.

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Svar fæst < 24 klst á virkum dögum.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Schistosoma ormar teljast alltaf sjúkdómsvaldar. Lifandi egg tákna virka sýkingu.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Karen C. Carroll og Michael A. Pfaller. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D.C.
    2. Amy L. Leber og fél. Clinical Microbiology Procedures Handbook. ASM Press, Wasington D.C.

    Ritstjórn

    Katrín Rún Jóhannsdóttir - katrinrj
    Ingibjörg Hilmarsdóttir
    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ingibjörg Hilmarsdóttir

    Útgefandi

    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 04/29/2010 hefur verið lesið 69897 sinnum