../ IS  
Útgefiđ gćđaskjal: Leiđbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-038
Útg.dags.: 01/05/2024
Útgáfa: 10.0
2.02.01.01 B12 (Kóbalmín)
Hide details for AlmenntAlmennt
Verđ: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriđi rannsóknar: B12 vítamín (kóbalamín) gegnir hlutverki sem kóensím viđ tvö efnahvörf í mannslíkamanum, 1) umbreytingu á metýlmalónýl-CoA í succinýl-CoA, hvatađ af metýlmalónýl-CoA syntasa og 2) umbreytingu á hómócysteini í metíónín, hvatađ af metíónín syntasa. Viđ skort á vítamín B12 hćkka ţví methylmalónat og hómócystein. Skortur á vítamíni B12 veldur truflun á DNA myndun. Skortur á vítamíni B12 veldur ţví ađ frumur skipta sér hćgar og í vef ţar sem frumur skipta sér hratt, verđa frumur stórar og međ óţroskađan frumukjarna. Klínísk einkenni skorts á B12 vítamíni koma fram í blóđi, meltingarvegi og taugakerfi. B12 vítamín fćst úr fćđu úr dýraríkinu og vöntun vegna ónógrar inntöku er sjaldgćf. Algengasta orsök B12 skorts er pernicious anemia, sjálfsofnćmissjúkdómur ţar sem vöntun verđur á intrinsic factor sem er nauđsynlegur fyrir frásog B12 vítamíns frá ţörmum. Birgđir af B12 vítamíni sem duga til 3-6 ára eru geymdar í lifrinni og B12 skortur er ţví lengi ađ ţróast.
Helstu ábendingar: Blóđleysi (megalóblastísk anemía). Einkenni frá taugakerfi sem samrćmast B12 skorti. Aum og rauđ tunga (glossitis) og önnur óljós einkenni frá munnholi.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenćr mćling er gerđSýnataka, sending, geymsla og hvenćr mćling er gerđ
Gerđ og magn sýnis: Sýni tekiđ í lithíum heparín glas međ grćnum tappa međ geli (gul miđja) . Litakóđi samkvćmt Greiner.
Geymsla: Geymist í 2 daga í kćli og í 2 mánuđi fryst. Verja ţarf sýni fyrir ljósi.
Mćling er gerđ allan sólarhringinn alla daga.
Hide details for ViđmiđunarmörkViđmiđunarmörk
210-800 pmól/L.
    Hide details for NiđurstöđurNiđurstöđur
    Truflandi efni: Bíótín (B7 vítamín) í háum styrk getur valdiđ truflun, falskri hćkkun, B12 ađferđinni sem veriđ er ađ nota á Landspítala (Cobas Roche). Hjá sjúklingum á háum bíótín skömmtum (>5mg/dag) ţurfa ađ líđa a.m.k. 8 klst frá síđasta bíótín skammti ţar til blóđsýni er tekiđ. Ţađ sama gildir um fjölvítamín og bćtiefni sem innihalda bíótín (fjölvítamín og bćtiefni fyrir hár, húđ og neglur innihalda oft mikiđ bíótín).

    Túlkun
    Hćkkun: Eftir međhöndlun međ B12 vítamíni. Viđ ýmsa blóđsjúkdóma t. d. hvítblćđi (CML) og polycythemia vera. Viđ skemmd í lifur getur vítamín B12 losnađ úr birgđum í lifur.
    Lćkkun: Pernicious anemia. Truflun á frásogi B12 frá meltingarvegi af öđrum orsökum, t.d. magabólgur, sjúkdómar í smágirni eđa eftir skurđađgerđir ţar sem magi eđa smágirni hafa veriđ fjarlćgđ ađ hluta. Hjá grćnmetisćtum sem sneiđa alveg hjá matvćlum úr dýraríkinu.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Upplýsingableđill Vitamin B12, 2017-04, V 2.0 Roche Diagnostics, 2017
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012
    Laurell Klinisk Kemi i Praktisk Medicin, níunda útgáfa. Studentlitteratur. 2012
      Ritstjórn

      Aldís B Arnardóttir
      Anna Svanhildur Sigurđardóttir - annasv
      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Ţorsteinsdóttir

      Samţykkjendur

      Ábyrgđarmađur

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Sigrún H Pétursdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesiđ ţann 03/03/2011 hefur veriđ lesiđ 8903 sinnum