../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-054
Útg.dags.: 05/30/2024
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Digoxín
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Digoxín er lyf af flokki hjartaglýkósíða, notað til meðhöndlunar á hjartabilun og við ákveðnum hjartsláttartruflunum. Frásog digoxíns frá meltingarvegi er almennt gott og aðgengi yfirleitt á bilinu 60-80%. Hámarksþéttni í sermi næst eftir 1-3 klst frá inntöku en hámarksvirkni eftir 6-10 klst þegar jafnvægi er komið á styrk lyfsins í sermi og í vefjum. Dreifingarrúmmál er mikið eða um 4-7 L/kg sem sýnir að lyfið er að verulegu leiti bundið í vefjum. Í sermi er digoxín um 25% próteinbundið. Digoxín umbrotnar aðeins að litlum hluta í lifur en útskilst þess í stað að mestu óbreytt um nýru (75%). Helmingunartími endanlegs útskilnaðar digoxíns er breytilegur og skipta aldur og nýrnastarfsemi máli í því sambandi. Hjá frískum fullorðnum einstaklingum er helmingunartíminn að meðaltali um 1,5 dagur en getur orðið 4-5 dagar hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Mörg lyf ýmist auka eða minnka virkni digoxíns. Það tekur u.þ.b. 1 viku frá upphafi viðhaldsmeðferðar með digoxíni þar til jafnvægi kemst á sermisstyrk lyfsins. Einkenni eitrunar af völdum digoxíns eru m.a. ógleði og uppköst, sjóntruflanir og hjartsláttartruflanir (m.a. hægataktur). Digibind er sértækt mótefni við digitaliseitrunum en um er að ræða Fab mótefnahluta sem bindur digoxín.
Helstu ábendingar: Meðferðareftirlit. Til að greina digoxín eitranir.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Undirbúningur sjúklings: Við meðferðareftirlit skal sýni safnað rétt fyrir reglulega inntöku lyfsins og alls ekki fyrr en 8 klst eftir síðasta digoxín skammt. Sýni skal ekki safnað fyrr en jafnvægi er komið á lyfjastyrkinn í blóði sem er eftir u.þ.b. 5 helmingunartíma lyfsins (á bæði við í upphafi lyfjameðferðar og eins eftir breytingar á skömmtum).
Gerð og magn sýnis: Sýni tekið í serum glas með rauðum tappa án gels (svört miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner.
Blóðsýni skal skilið innan 4 klst. frá söfnun. Sýnið geymist í 2 daga í kæli og frosið í 6 mánuði.

Framkvæmd: Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar á rannsóknarkjarna Fossvogi og Hringbraut.
Hide details for MeðferðarmörkMeðferðarmörk
0,6 - 1,3 nmól/L

Eitrunarmörk: >2,6 nmól/L

ATH: Meðferðarmörkum var breytt 31.10.2019. í samráði við hjartalækna á Landspítala.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Truflandi efni:
    Biotin (B7 vítamín) í háum styrk getur valdið truflun, falskri hækkun, í dígoxín aðferðinni sem verið er að nota á Landspítala (Cobas Roche). Hjá sjúklingum á háum bítótín skömmtum (> 5 mg/dag) þurfa að líða a.m.k. 8 klst frá síðasta bíótín skammti þar til blóðsýni er tekið. Það sama gildir um fjölvítamín og bætiefni sem innihalda bíótín (fjölvítamín og bætiefni fyrir hár, húð og neglur innihalda oft mikið bíótín).
    Digibind mótefni trufla mælinguna og því er ekki hægt að mæla digoxín meðan á meðferð með Digibind mótefnum stendur.
    Digoxin-like immunoreactive substances (DLIS) hafa fundist í blóði sjúklinga með nýrnabilun, lifrarbilun og hjá konum á síðasta þriðjungi meðgöngu. DLIS getur valdið því að digoxín mælist falskt hækkað.

    Túlkun
    Meðferðarmörk miðast við lággildi (e. trough level). Hypokalemía, hypomagnesemía, hyperkalsemía og vanstarfsemi skjaldkirtils auka áhrif digoxíns og geta eitrunaráhrif því komið fram við lægri sermisþéttni.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Digoxin 2018-10, V 2.0. Roche Diagnostics.
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition, Elsevier Saunders, 2017.

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir
      Guðmundur Sigþórsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Sigrún H Pétursdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 4459 sinnum