../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-044
Útg.dags.: 05/30/2024
Útgáfa: 8.0
2.02.01.01 Cerúlóplasmín
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Cerúlóplasmín er myndað í lifur og bindur kopar í blóði. Hvert mólikúl af cerúlóplasmíni bindur 6 - 8 atóm af kopar
Gildi hjá nýburum eru 50 % af fullorðinsgildi, hækkar í fullorðinsgildi á sex mánuðum. Væg hækkun sést við notkun getnaðarvarnapillu og meiri hækkun á meðgöngu.
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Gerð og magn sýnis:
Plasma 0,5 ml. Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner.

Sýni er skilið niður innan einnar klukkustundar við 3000 rpm í 10 mínútur

Geymist 3 sólarhringa í kæli og 4 vikur í frysti
Mæling er gerð alla daga í vikunnar á rannsóknarkjarna Hringbraut.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
0,22-0,38 g/L
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Hækkun: Væg hækkun á cerúlóplasmíni sést við bráðar og langvinnar bólgur, stígur hægt á einni til tveimur vikum. Væg hækkun sést við notkun getnaðarvarnapillu og meiri hækkun á meðgöngu.
Lækkun: Skortur á kopar, m a. vegna minnkaðs frásogs í þörmum og skorts á kopar í fæðu. Cerúlóplasmín lækkar við próteintap um meltingaveg og nýru. Aðalástæða fyrir mælingu er grunur um Wilsons sjúkdóm, cerúlóplasmín er lækkað hjá flestum einstaklingum með Wilsons sjúkdóm.
Hide details for HeimildirHeimildir
Upplýsingableðill CERU, ceruloplasmin, 2016-05, V 14.0 Roche Diagnostics, 2016
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012

Ritstjórn

Sigrún H Pétursdóttir
Ingunn Þorsteinsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ísleifur Ólafsson

Útgefandi

Sigrún H Pétursdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 6513 sinnum