Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Sjúkrahúskrufning
Markmið rannsóknar: Að afla líffærameinafræðilegra gagna til að finna og greina sjúklegar breytingar, bæði sem tengjast dauðsfallinu beint eða óbeint, í þeim til gangi að gera sjúkdómsgreiningu nákvæmari og til að kortleggja útbreiðslu sjúkdóms.
Í lærdómsskyni fyrir bæði sérfræðinga, unglækna og læknanema.
Að kanna árangur meðferðarinngripa.
Kufningar andvana fæddra barna falla undir sjúkrahúskrufningar, sjá Fóstur (barn) og fylgja >22 vikna meðgöngu - krufning.
Pöntun: Beiðni um sjúkrahúskrufningu / Rafræn beiðni
Læknir sjúklings óskar eftir sjúkrahúskrufningu en einnig geta ættingjar krafist þess að læknir fari fram á krufningu.
Ósk um krufningu tilkynnist til sérfræðings á vakt frá kl. 8 til kl: 23:00 alla daga (vaktsími 824-5246), eftir þann tíma, er beðið til næsta morguns.
Beiðni er send á móttöku meinafræðideildar í húsi 8 og líkið í líkhúsið.
Sjá skjal Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna.
Verð: Sjá Gjaldskrá
Ábendingar:
- Dauðsfall á sjúkrahúsi vegna sjúkdóms þar sem nánar þarf að upplýsa um útbreiðslu og gang sjúkdóms eða til að gera sjúkdómsgreiningu nákvæmari.
- Dauðsfall á sjúkrahúsi vegna sjúkdóms þar sem ástæða þykir til að kanna árangur meðferðarinngrips.
- Dauðsfall á sjúkrahúsi vegna sjúkdóms sem er sjaldgæfur og krufningin gæti verið verðmætt lærdómstækifæri fyrir lækna eða læknanema. Beiðandi lækni/læknum er velkomið að vera við krufninguna.
Mögulegar viðbótarrannsóknir:
- Vefjameinafræðileg rannsókn.
- Klínísk lífefnafræðileg rannsókn á augnvökva, blóði, gollurshússvökva, galli, liðvökva eða þvagi.
- Sýklafræðileg rannsókn.
- Taugameinafræðileg rannsókn.
Svartími
Svartími er skilgreindur sem tími frá því að lík er móttekið á rannsóknastofunni og þar til staðfest svar er birt í Heilsugátt.
Beiðandi læknir fær munnlegt bráðabirgðasvar. Lokasvar berst jafnan innan fáeinna vikna.Svartími sjúkrahúskrufninga er 1-3 mánuðir.
Niðurstöður
Rannsóknarsvar er birt í Heilsugátt.
Rannsóknarsvar er í þremur hlutum: lýsing, smásjárskoðun og niðurstöður (sjúkdómsgreiningar, annað) sem einnig innihalda ályktanir og umræður.
Ekki er kveðin upp dánarorsök sérstaklega enda er það hlutverk læknisins sem pantaði rannsóknina.