../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Verklagsregla
Skjalnúmer: Rvei-067
Útg.dags.: 03/02/2023
Útgáfa: 7.0
2.04.02 Upplýsingagjöf til viðskiptavina - Veirufræði
    Hide details for Tilgangur og umfangTilgangur og umfang
    Tilgangur verklagsreglunnar er að lýsa fyrirkomulagi á upplýsingagjöf til viðskiptavina með það markmiði að tryggja skilvirka og góða þjónustu við þá.
    Verklagsreglan tekur til upplýsingagjafar annarrar en útprentaðra/rafrænna svara.
    Hide details for Ábyrgð og eftirfylgniÁbyrgð og eftirfylgni
    Stjórnendur bera ábyrgð á að skilgreina, innleiða og fylgja eftir verklagi. Skilgreindir ábyrgðaraðilar bera ábyrgð á því að fara eftir verklagi.
    Reglubundin eftirfylgni er gerð með innri úttekt FOCAL Innri Úttektir - Sýklafræðideild
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Hide details for Upplýsingagjöf í símaUpplýsingagjöf í síma
    Lýsing:

    Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólks sem hringir og kynnir sig með nafni geta fengið eftirfarandi upplýsingar símleiðis:

    Skrifstofumaður eða starfsmaður á vakt veita upplýsingar um eftirfarandi ef hringt er:
    Fullbúnar rannsóknarniðurstöður
    Leiðbeiningar um sýnatökur, geymslu og sendingu sýna

    Læknar veita auk ofangreindra liða upplýsingar um klíniska ráðgjöf.

    Skrifstofumaður, starfsmaður á vakt eða læknir skráir í GLIMS hvaða upplýsingar og/eða rannsóknarniðurstöður voru gefnar upp.


    Sjúklingar sem hringja og eru í vandræðum vegna rannsóknarniðurstaðna:
    Hægt er að senda niðurstöður til Heilsugæslustöðvar viðkomandi
    Vísað á sérfræðing á deildinni

    Ábyrgð: Skrifstofumaður eða starfsmaður á vakt og læknar eins og tilgreint er hér að ofan.
    Skjöl: Rannsóknaniðurstöður, leiðbeiningar í þjónustuhandbók.

    Hide details for Niðurstöður sem deildin hringirNiðurstöður sem deildin hringir
    Lýsing:
    1. Niðurstöður sem liggur á að koma til meðferðaraðila.
    2. Alvarleg frávik tengd sýnatökum.
    3. Annað eftir mati.

    Ábyrgð: Starfsmenn í þjónustuhluta deildar
    Skjöl: Rannsóknaniðurstöður.
    Hide details for SkráningSkráning
    Lýsing:

    Ef niðurstöður eru hringdar er skráð í túlkunar/athugasemdar dálk í GLIMS hvenær er hringt, í hvern, hvað er hringt og hver hringir.

    Ábyrgð: Læknir sem hringja niðurstöður
    Skjöl: Gögn í tölvukerfi.



Ritstjórn

Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo
Máney Sveinsdóttir - maney

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk

Útgefandi

Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 01/15/2016 hefur verið lesið 1209 sinnum