../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rmein-107
Útg.dags.: 01/09/2024
Útgáfa: 2.0
2.02.01.1 Nýru - nálarsýni
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Vefjarannsókn, nýru - nálarsýni

Markmið rannsóknar:
Auk venjulegrar ljóssmásjárskoðunar er immunofluorescence skoðun og rafeindasmásjárskoðun oft mikilvæg við uppvinnslu nýrnasýna. Þess vegna þurfa sýni að berast fersk og án tafar á rannsóknarstofu.

Pöntun: Beiðni um vefjarannsókn / Rafræn beiðni
Sjá skjal 
Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna.

Verð: Sjá Gjaldskrá

Ábendingar:

    • Nýrnabilun af óþekktum toga
    • Blóð í þvagi (eftir rannsókn neðri þvagvega)
    • Próteinmiga.
Mikilvægt er að greinargóðar upplýsingar fylgi sýnum um einkenni og klínískar greiningar sjúklings en þær geta haft veruleg áhrif á uppvinnslu sýnis.
Hide details for SýnatakaSýnataka
Ílát og áhöld:
Sýni send fersk á saltvatnsgrisju í íláti með þéttu loki.

Ílát merkt á viðeigandi hátt, sjá skjal Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna.

Gerð og magn sýnis:
Nálarsýni frá nýra. Að lágmarki þarf tvö grófnálarsýni frá berki nýra. Sýninu er skipt fyrir ljóssmásjárskoðun, immunofluresence rannsókn og rafeindasmásjárskoðun.
Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
Merking, frágangur og sending sýna og beiðna
Sjá skjal Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna.

Geymsla ef bið verður á sendingu:
Sýni skal geyma í kæli.

Flutningskröfur:
Fersk sýni skal senda strax til meinafræðideildar. Ef töf verður á sendingu skal geyma sýni í kæli. Ávalt skal boða komu ferskrar sýna.
Hide details for SvartímiSvartími
Svartími er skilgreindur sem fjöldi virkra daga frá því að sýnið er móttekið á rannsóknastofunni og þar til staðfest svar er birt í Heilsugátt.

Að jafnaði er miðað við að sýnum sé svarað innan við viku frá sýnatökudegi. Rafeindasmásjárskoðun tekur þó lengri tíma en miðað við er að þeim sé svarað innan þriggja vikna.

Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Rannsóknarsvar er birt í Heilsugátt og sendar beiðandi lækni skriflega sé viðkomandi utan hennar.
Í sumum tilfellum er viðbótarsvar sent út eftir að rannsóknarsvar hefur verið gefið út.
Ekki er sent út afrit af svarið innan Landspítalans. Hægt er að óska eftir afriti hjá riturum meinafræðideildar í síma 543-8355
Rannsóknarsvar eru í þremur hlutum: lýsing, smásjárskoðun og vefjagreining.

Rannsóknarsvar fyrir nálarsýni frá nýra er oftast byggt á ljóssmásjárskoðun og immunofluresence rannsókn. Niðurstaða rafeindasmásjárskoðunar er oftast birt í viðbótarsvari og getur haft áhrif á vefjagreiningu.

Ritstjórn

Helga Sigrún Gunnarsdóttir - helgashe
Sverrir Harðarson

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Jón G Jónasson

Útgefandi

Helga Sigrún Gunnarsdóttir - helgashe

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 01/31/2023 hefur verið lesið 261 sinnum