../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Aðferðarlýsing
Skjalnúmer: Rsýk-454
Útg.dags.: 03/06/2024
Útgáfa: 3.0
1.05.04.15 Svartími sýklahluti
Hide details for Auðkenni og flokkunAuðkenni og flokkun
Auðkenni: Svartími
Flokkur gæðavísa
Verkferli - Forrannsóknarferli - Markmið skipulagsheildar - Þjónusta
Hide details for Tilgangur, umfang og ábyrgðTilgangur, umfang og ábyrgð
Tilgangur
Svartími er mælikvarði á hraða rannsókna frá því að sýni er komið í vinnslu þar til að niðurstaða er sýnileg í tölvukerfinu. Það er stefna deildarinnar að veita eins skjóta þjónustu og hægt er án þess að skerða gæði rannsókna en það er ein sterkasta krafa viðskiptavina deildarinnar. Með mælingum á svartíma má greina hvort deildin veiti nægilega skjóta þjónustu en taka þarf tillit til þess að í sumum tilfellum er ekki hægt að veita skjótari þjónustu án þess að skerða gæði rannsóknar.

Umfang
Svartími á sýklahluta SVEID er mældur fyrir eftirfarandi rannsóknir:
    • Smásjárskoðun á mænuvökva (ólituð smásjárkskoðun og gramslitun): Mælt er frá skráningu sýnis og þar til niðurstöður smásjárskoðunar eru settar inn í tölvukerfið.
    • Smásjárskoðun á jákvæðum blóðræktunum (gramslitun): Mælt er frá því að starfsmaður skráir inn í tölvukerfið jákvæða blóðræktun og þar til niðurstaða gramslitunar hefur verið sett inn í tölvukerfið.
    • Neikvæðar blóðræktanir: Mælt er frá skráningu sýnis og þar til sýni hefur verið svarað út í tölvukerfinu af starfsmanni sem vinnur í viðeigandi einingu.
    • MÓSA hraðskimun: Mælt er frá skráningu sýnis og þar til sýni hefur verið svarað út í tölvukerfinu af starfsmanni sem vinnur í viðeigandi einingu.
    • Jákvæðar þvagræktanir: Mælt er frá skráningu sýnis og þar til sýni hefur verið svarað út í tölvukerfinu af starfsmanni sem vinnur í viðeigandi einingu.
    • Neikvæðar þvagræktanir: Mælt er frá skráningu sýnis og þar til sýni hefur verið svarað út í tölvukerfinu af starfsmanni sem vinnur í viðeigandi einingu.

Heimild/ábyrgð
Stjórnendur deildar og gæðastjórar.
Hide details for Skipulag gagnaöflunar og greiningar gagnaSkipulag gagnaöflunar og greiningar gagna
Ábyrgð: Stjórnendur deildar og gæðastjórar.
Tíðni mælinga: 4ra mánaða fresti.
Uppspretta gagna: Úttekt úr GLIMS kerfinu.
Gagnagerð:
    • Smásjáskoðun á mænuvökva (ólituð smásjákskoðun og gramslitun): Mælt er frá skráningu sýnis og þar til niðurstöður smásjáskoðunar eru settar inn í tölvukerfið.
    • Smásjáskoðun á jákvæðum blóðræktunum: Mælt er frá því að starfsmaður skráir inn í tölvukerfið jákvæða blóðræktun og þar til niðurstaða gramslitunar hefur verið sett inn í tölvukerfið.
    • Neikvæðar blóðræktanir: Mælt er frá skráningu sýnis og þar til sýni hefur verið svarað út í tölvukerfinu af starfsmanni sem vinnur í viðeigandi einingu.
    • MÓSA hraðskimun: Mælt er frá skráningu sýnis og þar til sýni hefur verið svarað út í tölvukerfinu af starfsmanni sem vinnur í viðeigandi einingu.
    • Jákvæðar þvagræktanir: Mælt er frá skráningu sýnis og þar til sýni hefur verið svarað út í tölvukerfinu af starfsmanni sem vinnur í viðeigandi einingu.
    • Neikvæðar þvagræktanir: Mælt er frá skráningu sýnis og þar til sýni hefur verið svarað út í tölvukerfinu af starfsmanni sem vinnur í viðeigandi einingu.
Fyrirkomulag úrtaks: Svartími á smáskjáskoðun á mænuvökva (ólituð smásjárskoðun og gramslitun) er tekinn út fyrir heilan mánuð í janúar, maí og september.
Svartími eftirfarandi rannsókna er tekin út fyrir eina viku í janúar, maí og september. Svartími á gramsskoðun jákvæðra blóðræktana frá mánudags til sunnudags. Svartími neikvæðra blóðræktana sem berast á deildina frá miðvikudegi til laugardags. Svartími MÓSA hraðskimana sem berast á deildina frá mánudegi til fimmtudags. Svartími jákvæðra þvagræktana sem berast á deildina frá laugardagi til miðvikudags. Svartími neikvæðra þvagræktana sem berast á deildina frá mánudegi til fimmtudags.
Fullgilding gagna: Samanburður á svartíma í skýrslu og í tölvukerfi.
Útreikningar og meðhöndlun gagna: Gögn eru tekin úr GLIMS kerfinu og eru skráð í töflu hér fyrir neðan.
Framsetning: Tafla.
Viðtakendur: Stjórnendur deildar og gæðastjórar.
Hide details for Markmið, viðmiðunarmörk og viðbrögðMarkmið, viðmiðunarmörk og viðbrögð
Staða frá og með upphaf mælinga:

Smásjáskoðun á mænuvökvum:

Ólituð smásjáskoðun
Gramslitun
Ár
Mánuður
Fjöldi (n)
Meðal svartími
Meðal svartími
2023
Janúar
13
16 mín
51 mín
2023
Maí
16
11 mín
30 mín
2023
September
24/25
25 mín
56 mín
2024
Janúar
20/22
14 mín
32 mín


Gramsskoðun á jákvæðum blóðræktunum:

Ár
Tímabil
Fjöldi (n)
Meðal svartími
2023
16-22. janúar
34
31 mín.
2023
15-21. maí
25
35 mín.
2023
18-24. september
39
33 mín.
2024
8-14. janúar
37
36 mín.


Neikvæð blóðræktun:

Ár
Tímabil
Fjöldi (n)
Meðal svartími
2023
11-14. janúar
146
129 klst. og 49 mín.
2023
10-13. maí
133
140 klst. og 21 mín.
2023
20-23. september
148
133 klst. og 47 mín.
2024
10-13. janúar
110
132 klst. og 31 mín.


MÓSA PCR:

Ár
Tímabil
Fjöldi (n)
Meðal svartími
2023
9-14. janúar
34
7 klst. og 44 mín.
2023
8-13. maí
23
16 klst. og 49 mín.
2023
18-21. september
26
10 klst. og 17 mín.
2024
8-11. janúar
14
6 klst. og 57 mín.


Jákvæð þvagræktun:

Ár
Tímabil
Fjöldi (n)
Meðal svartími
2023
7-11. janúar
199
47 klst. og 48 mín.
2023
6-10. maí
190
49 klst. og 28 mín.
2023
16-20. september
185
50 klst. og 47 mín.
2024
6-10. janúar
205
51 klst. og 32 mín.


Neikvæð þvagræktun:

Ár
Tímabil
Fjöldi (n)
Meðal svartími
2023
9-15. janúar
300
21 klst. og 14 mín.
2023
8-14. maí
324
23 klst. og 18 mín.
2023
18-21. september
250
21 klst. og 41 mín.
2024
8-11. janúar
202
20 klst. og 15 mín.

Markmið:
Mænuvökvar eru skoðaðir ólitaðir og gramsskoðaðir innan klukkutíma frá skráningu sýnis.
Jákvæðar blóðræktanir eru gramsskoðaðar innan klukkutíma frá því að þær eru skráðar jákvæðar inn í tölvukerfið.
Neikvæð blóðræktun tekur um 120 klst (5 sólahringa). Þegar um er að ræða endocarditis og svepparæktun þá tekur blóðræktun um 168 klst (7 sólarhringa) ef um er að ræða neikvæða ræktun.
Ef sýni fyrir MÓSA hraðskimun berst fyrir kl.15:00 virka daga er niðurstöðum svarað samdægurs annars er þeim svarað daginn eftir.
Að jafnaði tekur jákvæð þvagræktun um tvo sólarhringa. Ýmsar ástæður geta lengt svartíma jákvæðra þvagræktana t.d. ef gera þarf viðbótarnæmi, sýkingavaldur vex hægt og fl.
Að jafnaði tekur neikvæð þvagræktun um sólarhring. Lengri svartími getur skýrst af niðurstöðu smásjáskoðunar og ástæðu sýnatöku.

Mikilvægi:
Náist markmiðið stuðlar það að auknu öryggi sjúklinga, skilvirkari og betri klínískri þjónustu og sparar fjármagn bæði á klínískum deildum og á rannsóknardeildum.

Viðbragðsmörk og viðbrögð:
  • Ef svartími á gramsskoðun á mænuvökva fer í einhverjum tilfellum yfir 1 klst 30 mín þarf að skoða ástæður þess og íhuga frekari viðbrögð/aðgerðir.
  • Ef svartími á gramsskoðun á jákvæðum blóðræktunum fer í einhverjum tilfellum yfir 1 klst og 30 mín þarf að skoða ástæður þess og íhuga frekari viðbrögð/aðgerðir.
  • Ef svartími á neikvæðum blóðræktunum fer í einhverjum tilfellum yfir 168 klst (7 sólarhringi) þarf að skoða ástæður þess og íhuga frekari viðbrögð/aðgerðir.
  • Ef svartími MÓSA hraðskimunar fer í einhverjum tilfellum yfir 24 klst þarf að skoða ástæður þess og íhuga frekari viðbrögð/aðgerðir.
  • Ekki er hægt að setja viðbragðsmörk fyrir jákvæðar þvagræktanir. Ýmsar ástæður geta lengt svartíma jákvæðra þvagræktana t.d. ef gera þarf viðbótarnæmi, sýkingavaldur vex hægt og fl.
  • Ef svartími á neikvæðum þvagræktunum fer í einhverjum tilfellum yfir 3 daga þarf að skoða ástæður þess og íhuga frekari viðbrögð/aðgerðir.
Hide details for HeimildirHeimildir
Engar.

Ritstjórn

Katrín Rún Jóhannsdóttir - katrinrj
Sara Björk Southon - sarabso
Gerður Halla Gísladóttir - gerdurgi
Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk

Útgefandi

Katrín Rún Jóhannsdóttir - katrinrj

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 10/02/2023 hefur verið lesið 390 sinnum