../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Verklagsregla
Skjalnúmer: Rsýk-069
Útg.dags.: 10/07/2023
Útgáfa: 20.0
2.04.02 Upplýsingagjöf til viðskiptavina - Sýklafræði
Hide details for Tilgangur og umfangTilgangur og umfang
Tilgangur verklagsreglunnar er að lýsa fyrirkomulagi á upplýsingagjöf til viðskiptavina með það að markmiði að tryggja skilvirka og góða þjónustu við þá.
Verklagsreglan tekur til upplýsingagjafar annarrar en útprentaðra svara.
Hide details for Ábyrgð og eftirfylgniÁbyrgð og eftirfylgni
Yfirlæknir ber ábyrgð á að verklagsreglunni sé fylgt. Eftirfylgni framkvæmd með innri úttekt FOCAL Innri Úttektir - Sýklafræðideild.
Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Hide details for Upplýsingagjöf í símaUpplýsingagjöf í síma
    Lýsing:
    1. Lífeindafræðingar veita upplýsingar um eftirfarandi ef hringt er:
      1. Fullbúnar rannsóknarniðurstöður og næmispróf
      2. Bráðabirgðaniðurstöður rannsókna og næmisprófa
      3. Leiðbeiningar um sýnatökur, geymslu og sendingu sýna
    2. Læknar veita auk ofangreindra liða upplýsingar um val sýklalyfja

    Þessar upplýsingar eru gefnar til:
    1. Lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks sem hringir og kynnir sig með nafni.
    2. Sjúklingum sem hringja og eru í vandræðum vegna rannsóknarniðurstaðna er vísað á sérfræðing á deildinni.

    Ábyrgð: Lífeindafræðingar og læknar eins og tilgreint er hér að ofan.
    Skjöl: Rannsóknaniðurstöður, leiðbeiningar í þjónustuhandbók.
    Hide details for Niðurstöður sem deildin hringirNiðurstöður sem deildin hringir
    Lýsing:
    Eftirfarandi greiningar eru að jafnaði hringdar til beiðanda eða stofnunar/deildar (læknir eða hjúkrunarfræðingur) þar sem sýni er tekið. Upplýsingar um úthringingar eru skráðar í GLIMS (sjá neðar).
    Tilkynningar til sýkingavarnadeildar (krækja aðeins virk innan Landspítala) eru sendar sjálfkrafa í gegnum tölvukerfi GLIMS í tölvupósti (sent á beiðnanúmeri, ekki á kennitölum).

    Lífeindafræðingar hringja eftirfarandi:
    • Alvarleg frávik tengd sýnatökum
    • Bráðasýni: niðurstöður úr skyndivinnsluaðferðum hringdar sé þess óska
    • Clostridioides difficile sem er jákvætt í ELISU (frá inniliggjandi sjúklingum utan LSH)
    • Pneumokokkamótefnavakar í þvagi

Vakthafandi læknir látinn vita af eftirfarandi (og metur hvort hringt)

Almennt
    Alvarlegir sjúkdómsvaldar. Annað eftir mati

    Sýnaflokkar - jákvæð rannsókn, bakteríur / sníklar / sveppir sjást eða ræktast.
    • Blóð: ræktun og sníkjudýr
    • Kviðskilunarvökvi
    • Kviðarholsvökvi sem tekinn er við ástungu eða í aðgerð
    • Leggir sem legið hafa í eða við miðtaugakerfi
    • Liðvökvi, mænuvökvi, brjóstholsvökvi
    • Saur: meinvaldandi bakteríur
    • Örverufríir staðir án tengsla við yfirborð (s.s. bein, gollurshús o.fl)
    • Sýkingavaldar í kynfæra- eða þvagsýnum frá konum með hita eftir fæðing
      • Beta-hemolytiskir streptokokkar
      • S. aureus, Enterobacterales, Clostridium og fleiri loftfælur
      • Annað eftir mati

    Bakteríur
    • Karbapenemasa myndandi bakteríur
    • Legionella í ræktun
    • Legionella pneumophila mótefnavakar í þvagi og PCR.
    • MÓSA
    • Mycobacterium tuberculosis
    • Neisseria gonorrhoeae í sýnum utan Húð- og kynsjúkdómadeildar
    • Str.hemol.gr A frá nýburum, inniliggjandi sjúklingum og alltaf í sýnum úr X deildinni. Athugið að hafa í huga hvort hringja skuli við vöxt úr öðrun sýnum, til dæmis sárum
    • Str.hemol.gr B frá nýburum og barnshafandi konum ef í tengslum við fæðingu
    • Treponema pallidumef ný tilfelli og/eða endursýking
    • VÓE/VRE (ef röng meðferð)
    • Aðrar bakteríur með afbrigðilegt sýklalyfjanæmi ef ástæða þykir (hringt á sýkingavarnadeild)

    Sveppir
    • Allir sveppir í smásjárskoðun á kviðskilunarvökva
    • Allir sveppir í ástungusýnum/vefjabitum úr örverufríum líffærum
    • Pneumocystis jiroveci
    • Þráðsveppir í efri og neðri öndunarfærum (krækjur aðeins virkar innan Landspítala): sjá viðkomandi verklagsreglur

    Ábyrgð: Að öllu jöfnu hringja lífeindafræðingar niðurstöður merktar með punkti en læknar þær sem merktar eru með kassa.
    Skjöl: Rannsóknaniðurstöður.
    Hide details for SkráningSkráning
    Lýsing:
    Ef niðurstöður og greiningar eru hringdar er skráð í tölvukerfið hver hringir, í hvern, hvenær og hvað er hringt.
      Dæmi:
      Niðurstaða smásjárskoðunar hringd til Saxa læknis á deild 66d, 7.1.2005 kl.15:30. Bóla Bumban.
    Lífeindafræðingur skráir í tölvukerfi (innri athugasemd) að hann hafi látið lækni á Sýklafræðideild vita af niðurstöðum sem hringja á eða þarf að meta hvort ætti að hringja.
    Læknar skrá einnig ef þeir ákveða að hringja ekki.
    Sé hringt og spurt um ræktanir sem falla undir ofannefnt, er það skráð (lífeindafræðingur eða læknir, sá sem tekur við hringingunni).

    Ábyrgð: Starfsmenn sem hringja niðurstöður og greiningar. Starfsmenn sem gefa upplýsingar um sýni og ræktanir í síma.
    Skjöl: Gögn í tölvukerfi.

      Ritstjórn

      Hjördís Harðardóttir
      Ingibjörg Hilmarsdóttir
      Karl G Kristinsson
      Kristján Orri Helgason - krisorri
      Lena Rós Ásmundsdóttir - lenaros
      Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
      Sara Björk Southon - sarabso
      Katrín Rún Jóhannsdóttir - katrinrj

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk

      Útgefandi

      Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 04/29/2010 hefur verið lesið 11867 sinnum